Notuðu gögn úr einkanetfangi starfsmanns síns til að stefna honum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 11:08 Í stefnunni var notast við gögn sem fengin hafi verið úr einkanetfangi hans. Íslenskt fyrirtæki braut persónuverndarlög við meðferð á tölvupósti við starfslok starfsmanns árið 2017. Fyrirtækið afritaði m.a. tölvupósta af persónulegu netfangi starfsmannsins til að nota gegn honum í dómsmáli, þar sem starfsmanninum var gefið að sök að hafa brotið gegn hagsmunum fyrirtækisins á meðan hann starfaði þar. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem birtur var á netinu í gær. Starfsmaðurinn sendi formlega kvörtun til Persónuverndar vegna málsins þann 9. október 2017. Hann kvartaði yfir því að fyrrverandi vinnuveitandi hans, fyrirtæki sem ekki er nafngreint í úrskurðinum, hefði fyrirvaralaust lokað aðgangi hans að tölvupósthólfi hans með því að breyta aðgangsorði. Þá hélt starfsmaðurinn því fram að honum hefði ekki verið gefinn kostur á að fjarlægja eða afrita einkapóst og hefði pósthólfinu ekki verið lokað, heldur þess í stað verið notað áfram til að senda póst í hans nafni. Þá hefðu starfsmenn fyrirtækisins farið inn á einkanetfang hans og afritað þar mikið magn af einkapósti. Hann var síðar beðinn um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í kjölfarið var honum stefnt og hann sakaður um brot á ráðningarsamningi við fyrirtækið. Tekið er fram að í stefnunni sé notast við gögn sem fengin hafi verið úr einkanetfangi hans. „Augljós og gríðarleg brot“ Í svari fyrirtækisins við kvörtun starfsmannsins segir m.a. að fyrirtækið hefði þurft að vakta tölvupóst starfsmannsins til að þjónusta viðskiptavini hans. Ekki hefði verið hægt að treysta því að viðskiptavinir sendu póst á tölvupóstfang hans þar sem hann hefði þá þegar verið búinn að „stela öllum viðskiptatengslum“ frá fyrirtækinu. Við skoðun á tölvu starfsmannsins hefði jafnframt komið í ljós „mikið af sönnunargögnum varðandi einbeittan brotavilja kvartanda“. „Augljós og gríðarleg brot“ kvartanda inni á einkanetfangi hans hefðu blasað við þegar tölvan var opnuð. Fyrirtækið taldi vinnslu umræddra persónuupplýsinga úr tölvupóstinum samkvæmt lögum og nauðsynlega til að gæta lögmætra hagsmuna sinna og sækja skaðabótakröfu á hendur hinum brotlega starfsmanni. Hann hefði stolið viðskiptatengslum, afritað gögn í eigu fyrirtækisins og lekið verðupplýsingum og gögnum til samkeppnisaðila. Dómnum ekki áfrýjað Umræddu dómsmáli fyrirtækisins gegn starfsmanninum var vísað frá árið 2018, að því er segir í úrskurði Persónuverndar. Í dómi héraðsdóms, sem reyndar var í öðru dómsmáli milli sömu aðila, er niðurstaðan hins vegar sú að starfsmaðurinn hafi ekki brotið gegn ráðningarsamningi sínum á meðan á ráðningarsambandinu stóð, en upplýsingagjöf rúmum tveimur mánuðum síðar hafi verið í andstöðu við trúnaðarákvæði í samningnum. Þeim dómi var ekki áfrýjað. Persónuvernd komst loks að þeirri niðurstöðu að meðferð fyrirtækisins á tölvupósti starfsmannsins við starfslok hans hjá fyrirtækinu hefði ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, einkum í ljósi þess að dómnum hafi ekki verið áfrýjað. Meðferðin hefði heldur ekki verið í samræmi við reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun. Netöryggi Persónuvernd Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki braut persónuverndarlög við meðferð á tölvupósti við starfslok starfsmanns árið 2017. Fyrirtækið afritaði m.a. tölvupósta af persónulegu netfangi starfsmannsins til að nota gegn honum í dómsmáli, þar sem starfsmanninum var gefið að sök að hafa brotið gegn hagsmunum fyrirtækisins á meðan hann starfaði þar. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem birtur var á netinu í gær. Starfsmaðurinn sendi formlega kvörtun til Persónuverndar vegna málsins þann 9. október 2017. Hann kvartaði yfir því að fyrrverandi vinnuveitandi hans, fyrirtæki sem ekki er nafngreint í úrskurðinum, hefði fyrirvaralaust lokað aðgangi hans að tölvupósthólfi hans með því að breyta aðgangsorði. Þá hélt starfsmaðurinn því fram að honum hefði ekki verið gefinn kostur á að fjarlægja eða afrita einkapóst og hefði pósthólfinu ekki verið lokað, heldur þess í stað verið notað áfram til að senda póst í hans nafni. Þá hefðu starfsmenn fyrirtækisins farið inn á einkanetfang hans og afritað þar mikið magn af einkapósti. Hann var síðar beðinn um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í kjölfarið var honum stefnt og hann sakaður um brot á ráðningarsamningi við fyrirtækið. Tekið er fram að í stefnunni sé notast við gögn sem fengin hafi verið úr einkanetfangi hans. „Augljós og gríðarleg brot“ Í svari fyrirtækisins við kvörtun starfsmannsins segir m.a. að fyrirtækið hefði þurft að vakta tölvupóst starfsmannsins til að þjónusta viðskiptavini hans. Ekki hefði verið hægt að treysta því að viðskiptavinir sendu póst á tölvupóstfang hans þar sem hann hefði þá þegar verið búinn að „stela öllum viðskiptatengslum“ frá fyrirtækinu. Við skoðun á tölvu starfsmannsins hefði jafnframt komið í ljós „mikið af sönnunargögnum varðandi einbeittan brotavilja kvartanda“. „Augljós og gríðarleg brot“ kvartanda inni á einkanetfangi hans hefðu blasað við þegar tölvan var opnuð. Fyrirtækið taldi vinnslu umræddra persónuupplýsinga úr tölvupóstinum samkvæmt lögum og nauðsynlega til að gæta lögmætra hagsmuna sinna og sækja skaðabótakröfu á hendur hinum brotlega starfsmanni. Hann hefði stolið viðskiptatengslum, afritað gögn í eigu fyrirtækisins og lekið verðupplýsingum og gögnum til samkeppnisaðila. Dómnum ekki áfrýjað Umræddu dómsmáli fyrirtækisins gegn starfsmanninum var vísað frá árið 2018, að því er segir í úrskurði Persónuverndar. Í dómi héraðsdóms, sem reyndar var í öðru dómsmáli milli sömu aðila, er niðurstaðan hins vegar sú að starfsmaðurinn hafi ekki brotið gegn ráðningarsamningi sínum á meðan á ráðningarsambandinu stóð, en upplýsingagjöf rúmum tveimur mánuðum síðar hafi verið í andstöðu við trúnaðarákvæði í samningnum. Þeim dómi var ekki áfrýjað. Persónuvernd komst loks að þeirri niðurstöðu að meðferð fyrirtækisins á tölvupósti starfsmannsins við starfslok hans hjá fyrirtækinu hefði ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, einkum í ljósi þess að dómnum hafi ekki verið áfrýjað. Meðferðin hefði heldur ekki verið í samræmi við reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun.
Netöryggi Persónuvernd Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira