1460 dagar Jón Gunnar Geirdal skrifar 4. febrúar 2020 14:00 Fyrir tveimur árum síðan greinist einstæð þriggja barna móðir með krabbamein. Litla systir mín. Hún heitir Alma og hún er mjög lítil, aðeins 155 cm, „sex sentimetrum fyrir ofan dvergamörk“ segir hún alltaf. Krabbamein er líka smávaxið – ósýnilegur andskoti sem er að éta hana upp að innan. En svo hverfur krabbameinið. Brjáluð fagnaðarlæti. Kampavín og confettí. Meinið sigrað. Orrustunni lokið. En svo kemur það aftur. Afhverju? Enginn veit. Annað meinvarp í bringuna. Lungun líka. Eitla. Fjórða stig. Engin orrusta. Stríðinu lokið. Meinið sigrar. Ældu kampavíninu og hentu þessu helvítis confettí. Taktu bara þessi lyf og ef þau virka ekki, taktu þá önnur lyf, ef þau virka ekki, þá tekur þú enn önnur lyf. Ha? Ekki skera? Á ekki að fjarlægja aðskotahlutinn? NEI. Sjáum bara hvort lyfin virki og vonum það besta. Gangi þér vel og sjáumst eftir sex vikur. Ég sé fyrir mér rellu í 13 þúsund fetum, systir mín opnar hurðina, stígur út á vænginn og stekkur, vonandi opnast fallhlífin, bíddu, var fallhlíf? Við hin bíðum og fylgjumst með öllu gerast alltof hægt, hjálparlaus. Ekkert hægt að gera. Enginn sem hægt er að hringja í. Engin geðdeild eða Vogur. Þú átt fjögur ár eftir ólifuð. 1460 dagar. Dauðvona. Mér hefur alltaf þótt þetta orð svo einkennilegt. Dauð. Vona. En vonast einhver eftir því? Á von eitthvað erindi í þetta orð? Einn daginn ertu lifandi en þann næsta segir einhver læknir þér að þú sért dauðvona og þá bara allt í einu ertu það. En hvernig er hægt að sjá dauðann fyrir? Af einhverjum myndum af skjá, blóðprufum og sýnum sem voru tekin með sársaukafullum hætti – birtist þá dauðdagi fólks? Ætli lækninum finnist erfitt að tilkynna dauðadóma? Stimplar hann sig svo bara út í lok dags, hengir ljáinn upp og fer heim í Eldum rétt? Mynd af systkinunum sem nú kljást öll við hinn illvíga sjúkdóm sem er krabbameinið, hvert með sínum hætti. Ég ímynda mér dag 1459. Systir mín á dauðadeildinni. Hvað er það síðasta sem hún borðar áður en þeir starta rafmögnuðum stólnum? Ætli næstsíðasti sólarhringurinn sé ekki helmingi lengur að líða en allir hinir? Dagur 1460. Ekkert gerist. Hvað þá? Hvað þýðir það? Fer niðurtalningin aftur af stað? Aukadagur. Eða dagar. Kannski vikur. Ekki mánuðir? Von? Vonleysi? Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana. Maður gerir það ósjálfrátt og hugurinn óumbeðið – leitar í völundarhúsi vonleysis þar sem ímynduð augnablik sem eiga kannski, ef til vill, jafnvel eða alls ekki eftir að gerast. Þar sem martraðirnar verða að veruleika. Minningarnar mínus hana. En hvað eru fjögur ár? Frumburðurinn hennar verður 24 ára, eldri sonurinn tvítugur og sá yngri 15 ára. Stóri bróðir fimmtugur. Verður systir mín í afmælinu? En hvað með öll hin afmælin, hin fjögur árin, átta, tíu eða tólf? Hvað með brúðkaupin sem hún missir af og barnabörnin sem hún fær aldrei að knúsa. Amma Alma hefði getað sagt þeim sögur. Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður. Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra. Einn dag í einu hljómar sterkar en áður. Einn dag í einu í 1460 daga. Einn dagur er von. 1461 er kraftaverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðdáunarvert og sársaukafullt að fylgjast með baráttu Ölmu Sigríður Karlsdóttir sem safnar nú fyrir krabbameinsveika móður með því að gefa út ljóðabók um dauðann. 19. janúar 2020 07:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan greinist einstæð þriggja barna móðir með krabbamein. Litla systir mín. Hún heitir Alma og hún er mjög lítil, aðeins 155 cm, „sex sentimetrum fyrir ofan dvergamörk“ segir hún alltaf. Krabbamein er líka smávaxið – ósýnilegur andskoti sem er að éta hana upp að innan. En svo hverfur krabbameinið. Brjáluð fagnaðarlæti. Kampavín og confettí. Meinið sigrað. Orrustunni lokið. En svo kemur það aftur. Afhverju? Enginn veit. Annað meinvarp í bringuna. Lungun líka. Eitla. Fjórða stig. Engin orrusta. Stríðinu lokið. Meinið sigrar. Ældu kampavíninu og hentu þessu helvítis confettí. Taktu bara þessi lyf og ef þau virka ekki, taktu þá önnur lyf, ef þau virka ekki, þá tekur þú enn önnur lyf. Ha? Ekki skera? Á ekki að fjarlægja aðskotahlutinn? NEI. Sjáum bara hvort lyfin virki og vonum það besta. Gangi þér vel og sjáumst eftir sex vikur. Ég sé fyrir mér rellu í 13 þúsund fetum, systir mín opnar hurðina, stígur út á vænginn og stekkur, vonandi opnast fallhlífin, bíddu, var fallhlíf? Við hin bíðum og fylgjumst með öllu gerast alltof hægt, hjálparlaus. Ekkert hægt að gera. Enginn sem hægt er að hringja í. Engin geðdeild eða Vogur. Þú átt fjögur ár eftir ólifuð. 1460 dagar. Dauðvona. Mér hefur alltaf þótt þetta orð svo einkennilegt. Dauð. Vona. En vonast einhver eftir því? Á von eitthvað erindi í þetta orð? Einn daginn ertu lifandi en þann næsta segir einhver læknir þér að þú sért dauðvona og þá bara allt í einu ertu það. En hvernig er hægt að sjá dauðann fyrir? Af einhverjum myndum af skjá, blóðprufum og sýnum sem voru tekin með sársaukafullum hætti – birtist þá dauðdagi fólks? Ætli lækninum finnist erfitt að tilkynna dauðadóma? Stimplar hann sig svo bara út í lok dags, hengir ljáinn upp og fer heim í Eldum rétt? Mynd af systkinunum sem nú kljást öll við hinn illvíga sjúkdóm sem er krabbameinið, hvert með sínum hætti. Ég ímynda mér dag 1459. Systir mín á dauðadeildinni. Hvað er það síðasta sem hún borðar áður en þeir starta rafmögnuðum stólnum? Ætli næstsíðasti sólarhringurinn sé ekki helmingi lengur að líða en allir hinir? Dagur 1460. Ekkert gerist. Hvað þá? Hvað þýðir það? Fer niðurtalningin aftur af stað? Aukadagur. Eða dagar. Kannski vikur. Ekki mánuðir? Von? Vonleysi? Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana. Maður gerir það ósjálfrátt og hugurinn óumbeðið – leitar í völundarhúsi vonleysis þar sem ímynduð augnablik sem eiga kannski, ef til vill, jafnvel eða alls ekki eftir að gerast. Þar sem martraðirnar verða að veruleika. Minningarnar mínus hana. En hvað eru fjögur ár? Frumburðurinn hennar verður 24 ára, eldri sonurinn tvítugur og sá yngri 15 ára. Stóri bróðir fimmtugur. Verður systir mín í afmælinu? En hvað með öll hin afmælin, hin fjögur árin, átta, tíu eða tólf? Hvað með brúðkaupin sem hún missir af og barnabörnin sem hún fær aldrei að knúsa. Amma Alma hefði getað sagt þeim sögur. Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður. Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra. Einn dag í einu hljómar sterkar en áður. Einn dag í einu í 1460 daga. Einn dagur er von. 1461 er kraftaverk.
Aðdáunarvert og sársaukafullt að fylgjast með baráttu Ölmu Sigríður Karlsdóttir sem safnar nú fyrir krabbameinsveika móður með því að gefa út ljóðabók um dauðann. 19. janúar 2020 07:00
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar