Tónleikaferðalag með Jóker-tónlist Hildar hefst í apríl Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 11:14 Jókerinn og Hildur. Mynd/Warner Bros/ANTJE TAIGA JANDRIG Framleiðslufyrirtækið Warner Bros hyggst hrinda af stað tónleikaferðalagi með tónlist Hildar Guðnadóttur úr kvikmyndinni Joker. Fullskipuð sinfóníuhljómsveit mun flytja tónlistina, að því er fram kemur á vef Deadline þar sem greint er frá umræddu tónleikaferðalagi. Tónleikaferðalagið hefst í Eventim Appollo-tónleikahöllinni í Lundúnum þann 30. apríl næstkomandi. Tónleikar verða svo haldnir víða í Bretlandi þar til í júlí en þá er einnig ráðgert að halda tónleika í öðrum Evrópulöndum, sem og á fleiri „alþjóðlegum“ áfangastöðum. Enn á eftir að tilkynna frekari dagsetningar og tónleikastaði. Hljómsveitarstjórinn Jeff Atmajian, sem stýrði hljómsveitinni við upptökur á tónlistinni fyrir myndina, mun stjórna sinfóníuhljómsveitinni á fyrstu tónleikunum í Lundúnum í apríl. Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood síðustu misseri og kemur hlaðin verðlaunum undan verðlaunahátíðum vetrarins. Hún vann BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í Joker á sunnudag, Golden Globe í byrjun janúar og þykir líklegust til að vinna Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar nú um helgina. Haft er eftir Hildi í frétt Deadline að hún sé himinlifandi að áheyrendur geti nú notið Joker-tónlistarinnar í flutningi sinfóníuhljómsveitar, líkt og hún gerði við upptökur á tónlistinni á sínum tíma. Joker hefur sópað að sér verðlaunum á verðlaunahátíðum síðustu vikur og mánuði, einkum þökk sé Hildi og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Warner Bros hyggst hrinda af stað tónleikaferðalagi með tónlist Hildar Guðnadóttur úr kvikmyndinni Joker. Fullskipuð sinfóníuhljómsveit mun flytja tónlistina, að því er fram kemur á vef Deadline þar sem greint er frá umræddu tónleikaferðalagi. Tónleikaferðalagið hefst í Eventim Appollo-tónleikahöllinni í Lundúnum þann 30. apríl næstkomandi. Tónleikar verða svo haldnir víða í Bretlandi þar til í júlí en þá er einnig ráðgert að halda tónleika í öðrum Evrópulöndum, sem og á fleiri „alþjóðlegum“ áfangastöðum. Enn á eftir að tilkynna frekari dagsetningar og tónleikastaði. Hljómsveitarstjórinn Jeff Atmajian, sem stýrði hljómsveitinni við upptökur á tónlistinni fyrir myndina, mun stjórna sinfóníuhljómsveitinni á fyrstu tónleikunum í Lundúnum í apríl. Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood síðustu misseri og kemur hlaðin verðlaunum undan verðlaunahátíðum vetrarins. Hún vann BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í Joker á sunnudag, Golden Globe í byrjun janúar og þykir líklegust til að vinna Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar nú um helgina. Haft er eftir Hildi í frétt Deadline að hún sé himinlifandi að áheyrendur geti nú notið Joker-tónlistarinnar í flutningi sinfóníuhljómsveitar, líkt og hún gerði við upptökur á tónlistinni á sínum tíma. Joker hefur sópað að sér verðlaunum á verðlaunahátíðum síðustu vikur og mánuði, einkum þökk sé Hildi og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50