Fagnaði sigri í Super Bowl með sérstökum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 15:00 Derrick Nnadi fagnar sigri í Super Bowl en hann varð þá í fyrsta sinn meistari á ferlinum. Getty/ Elsa Það var gaman að vera leikmaður eða stuðningsmaður Kansas City Chiefs á sunnudaginn þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta NFL-titil í fimmtíu ár. Það þurfti heldur ekkert að pína leikmenn eða stuðningsmenn liðsins í það að fagna sigrinum og fagnaðarlætin munu eflaust halda áfram út þessa viku hjá sumum. Einn leikmanna meistaraliðsins, Derrick Nnadi, vakti hins vegar mikla athygli fyrir þá leið sem hann fór til að fagna þessum stærsta sigri sínum á ferlinum. Derrick Nnadi er 23 ára gamall og spilar sem varnarmaður. Hann tæklaði leikmenn San Francisco 49ers niður fjórum sinnum í úrslitaleiknum þar af þrisvar alveg upp á sitt einsdæmi. Derrick er mikill dýravinur og sýndi það í verki eftir að Super Bowl sigurinn var í höfn. The perfect way to cap off this great season ‼️ https://t.co/k9KSt05gtt— Derrick Nnadi(@DerrickNnadi) February 3, 2020 Derrick ákvað að greiða öll ættleiðingagjöldin fyrir alla hundana sem eru á hundaathvarfi í Kansas City. Kostnaður við hvern og einn er í kringum 150 dollara eða tæplega nítján þúsund íslenskar krónur. KC Pet Project lét vita af rausnarlegri gjöf Derrick Nnadi á samfélagsmiðlum sínum. Þetta þýðir að það fólk sem vill ættleiða hunda úr athvarfinu getur komið og sótt þá án þess að þurfa að borga neitt fyrir það. Með því ættu líkurnar að aukast á því að heimili finnist fyrir hundana enda höfðu tuttugu hundar þegar gengið út. „Mig hafði alltaf langað í hund alla mína ævi,“ sagði Derrick Nnadi við CNN en hann fékk sinn fyrsta hund þegar hann var á lokaári sínu í háskóla. „Þegar ég fékk hann fyrst þá var hann mjög lítill í sér. Það fékk mig til að hugsa um það að önnur dýr, hvort sem þau eigi sér heimili eða eru í athvarfi, eru líka hrædd og óörugg,“ sagði Nnadi. Hann borgaði fyrir einn hund eftir hvern sigurleik allt þetta tímabil og liðið vann fimmtán leiki. Eftir að meistaratitilinn var í höfn þá fór hann alla leið en um hundrað hundar eru í þessu hundaathvarfi. Derrick Nnadi var alsæll eftir leik og sást meðal annars búa til „snjóengil“ úr pappírssnifsinu sem var skotið upp í loft þegar leikmenn Kansas City Chiefs lyftu bikarnum. NFL Ofurskálin Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Það var gaman að vera leikmaður eða stuðningsmaður Kansas City Chiefs á sunnudaginn þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta NFL-titil í fimmtíu ár. Það þurfti heldur ekkert að pína leikmenn eða stuðningsmenn liðsins í það að fagna sigrinum og fagnaðarlætin munu eflaust halda áfram út þessa viku hjá sumum. Einn leikmanna meistaraliðsins, Derrick Nnadi, vakti hins vegar mikla athygli fyrir þá leið sem hann fór til að fagna þessum stærsta sigri sínum á ferlinum. Derrick Nnadi er 23 ára gamall og spilar sem varnarmaður. Hann tæklaði leikmenn San Francisco 49ers niður fjórum sinnum í úrslitaleiknum þar af þrisvar alveg upp á sitt einsdæmi. Derrick er mikill dýravinur og sýndi það í verki eftir að Super Bowl sigurinn var í höfn. The perfect way to cap off this great season ‼️ https://t.co/k9KSt05gtt— Derrick Nnadi(@DerrickNnadi) February 3, 2020 Derrick ákvað að greiða öll ættleiðingagjöldin fyrir alla hundana sem eru á hundaathvarfi í Kansas City. Kostnaður við hvern og einn er í kringum 150 dollara eða tæplega nítján þúsund íslenskar krónur. KC Pet Project lét vita af rausnarlegri gjöf Derrick Nnadi á samfélagsmiðlum sínum. Þetta þýðir að það fólk sem vill ættleiða hunda úr athvarfinu getur komið og sótt þá án þess að þurfa að borga neitt fyrir það. Með því ættu líkurnar að aukast á því að heimili finnist fyrir hundana enda höfðu tuttugu hundar þegar gengið út. „Mig hafði alltaf langað í hund alla mína ævi,“ sagði Derrick Nnadi við CNN en hann fékk sinn fyrsta hund þegar hann var á lokaári sínu í háskóla. „Þegar ég fékk hann fyrst þá var hann mjög lítill í sér. Það fékk mig til að hugsa um það að önnur dýr, hvort sem þau eigi sér heimili eða eru í athvarfi, eru líka hrædd og óörugg,“ sagði Nnadi. Hann borgaði fyrir einn hund eftir hvern sigurleik allt þetta tímabil og liðið vann fimmtán leiki. Eftir að meistaratitilinn var í höfn þá fór hann alla leið en um hundrað hundar eru í þessu hundaathvarfi. Derrick Nnadi var alsæll eftir leik og sást meðal annars búa til „snjóengil“ úr pappírssnifsinu sem var skotið upp í loft þegar leikmenn Kansas City Chiefs lyftu bikarnum.
NFL Ofurskálin Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira