Dele Alli er ekki reiður út í Raheem Sterling vegna tæklingarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2020 16:00 Raheem Sterling var ekki alltof vinsæll hjá Hugo Lloris og félögum í Tottenham í leiknum í gær. Getty/Catherine Ivill Raheem Sterling hefði auðveldlega getað endað tímabilið hjá Dele Alli í leik Tottenham og Manchester City en Dele Alli ber engan kala til félaga síns í enska landsliðinu. Raheem Sterling var mjög heppinn að sleppa með gula spjaldið þegar hann fór með takkana á undan inn í fót Dele Alli. Sterling slapp væntanlega í Varsjánni af því að hann kom aðeins við boltann fyrst en tæklingin var engu að síður mjög ljót. Dele Alli náði ekki að hrista af sér tæklinguna og fór á endanum af velli. Þeir tókust hins vegar í hendur í upphafi seinni hálfleiks og Dele Alli ætlaði ekki að gera mál úr þessu. Dele Alli says no ill feeling with Raheem Sterling over late tackle @JacobSteinberg https://t.co/Zt5eknKDz9— Guardian sport (@guardian_sport) February 3, 2020 „Við töluðum saman um þetta í hálfleik og við erum góðir vinir. Ég veit hvernig leikmaður Raheem er og hann myndi aldrei reyna að meiða leikmann viljandi. Það voru engin illindi. Hann er frábær leikmaður og við höldum bara áfram,“ sagði Dele Alli. Þessi tækling gæti þó haft sína eftirmála fyrir hann. Dele Alli haltraði af velli og það á eftir að koma í ljós hvort hann missir af einhverjum leikjum á næstunni. Alli var ekki vissu um það hvort Sterling hafi átt að fá þarna rautt spjald. „Ég er ekki viss ef ég segi alveg eins og er. Ég hef ekki horft á þetta almennilega og þetta er augljóslega ákvörðun sem dómarinn og Varsjáin þurfa að taka,“ sagði Dele Alli. Tottenham vann leikinn 2-0 með mörkum frá Steven Bergwijn og Son Heung-min en liðið er nú fjórum stigum frá fjórða sætinu. Chelsea situr þar og liðin mætast 22. febrúar næstkomandi. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Raheem Sterling hefði auðveldlega getað endað tímabilið hjá Dele Alli í leik Tottenham og Manchester City en Dele Alli ber engan kala til félaga síns í enska landsliðinu. Raheem Sterling var mjög heppinn að sleppa með gula spjaldið þegar hann fór með takkana á undan inn í fót Dele Alli. Sterling slapp væntanlega í Varsjánni af því að hann kom aðeins við boltann fyrst en tæklingin var engu að síður mjög ljót. Dele Alli náði ekki að hrista af sér tæklinguna og fór á endanum af velli. Þeir tókust hins vegar í hendur í upphafi seinni hálfleiks og Dele Alli ætlaði ekki að gera mál úr þessu. Dele Alli says no ill feeling with Raheem Sterling over late tackle @JacobSteinberg https://t.co/Zt5eknKDz9— Guardian sport (@guardian_sport) February 3, 2020 „Við töluðum saman um þetta í hálfleik og við erum góðir vinir. Ég veit hvernig leikmaður Raheem er og hann myndi aldrei reyna að meiða leikmann viljandi. Það voru engin illindi. Hann er frábær leikmaður og við höldum bara áfram,“ sagði Dele Alli. Þessi tækling gæti þó haft sína eftirmála fyrir hann. Dele Alli haltraði af velli og það á eftir að koma í ljós hvort hann missir af einhverjum leikjum á næstunni. Alli var ekki vissu um það hvort Sterling hafi átt að fá þarna rautt spjald. „Ég er ekki viss ef ég segi alveg eins og er. Ég hef ekki horft á þetta almennilega og þetta er augljóslega ákvörðun sem dómarinn og Varsjáin þurfa að taka,“ sagði Dele Alli. Tottenham vann leikinn 2-0 með mörkum frá Steven Bergwijn og Son Heung-min en liðið er nú fjórum stigum frá fjórða sætinu. Chelsea situr þar og liðin mætast 22. febrúar næstkomandi.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira