Fjórir leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt.
Denver og Detroit mættust í framlengdum leik í Detroit þar sem heimamenn höfðu betur að endingu 128-123.
Eftir að staðan hafi verið 111-111 eftir venjulegan leiktíma reyndust heimamenn sterkari í framlengingunni.
Nikola Jokic skoraði 39 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í liði Denver en Andre Drummond var með 21 stig og tók sautján fráköst.
Lonzo Ball connects with Zion Williamson on the cross-court lob for your Heads Up Play of the Day! pic.twitter.com/b67UpqPL29
— NBA TV (@NBATV) February 2, 2020
James Harden var í miklu stuði hjá Houston er liðið vann átta sigur á New Orleans, 117-109, en þetta var annar sigur Houston í röð.
Harden gerði 50 stig og tók níu fráköst en Ben Ingrram skoraði 28 stig og tók tólf fráköst hjá New Orleans.
Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig, tók nítján fráköst og gaf níu stoðsendingar í sigri Milwaukee á Phoenix, 129-108.
Öll úrslit næturinnar:
Denver - Detroit 123-128 (eftir framlengingu)
New Orleans - Houston 109-117
Pheonix - Milwaukee 108-129
Chicago - Toronto 102-129
Ben McLemore put em on a poster! pic.twitter.com/PVPXtWUPL9
— NBA TV (@NBATV) February 2, 2020