Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2020 21:50 Tara fer yfir fund Íslenskrar erfðagreiningar í nýjum pistli. Hún segir hann sýna fram á fordóma í garð feits fólks sem séu nú að ganga í endurnýjun lífdaga. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem „tímavél aftur í tímann.“ Á fundinum sagði Kári Stefánsson meðal annars tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. „Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem gerir það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu, sem hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Fundinum var streymt á Vísi og má sjá hann í fullri lengd hér. Kári svaraði þeirri gagnrýni í pistli á Facebook í dag þar sem hann sagðist ekki hafa verið að fullyrða að feitt fólk væri heimskt. Það væri bæði rangt og ósmekklegt. Hann væri einungis að benda á niðurstöður rannsókna og benda á staðreyndir. „Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifaði Kári. Sjá einnig: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ „Ég lagði áherslu á að það mætti skilja sambandið milli arfgengrar tilhneigingar til þess að fitna og skýrleika í hugsun þannig að ef heilinn sem stjórntæki starfi eins og við viljum þá borðum við í hófi og hugsum skýrt. Það er ljóst á þeim niðurstöðum sem ég vitnaði í að það eru breytanleikar í erfðamengi okkar sem hafa áhrif bæði á skýrleika í hugsun og át, láta okkur borða meira og vega að skýrleika í hugsun.“ Feitir mæti fordómum víða Í nýjum pistli vísar Tara í ummæli félagsfræðingsins Troy Duster þar sem hann segir nútíma erfðafræði vera ekkert annað en „bakdyr að mannkynsbótum“. Það hafi verið raunin á umræddum fræðslufundi og segir hún það vera kunnuglegt stef sem væri nú að ganga í endurnýjun lífdaga í tengslum við aukna þjóðernishyggju og fasisma. Tara gefur lítið fyrir þær útskýringar Kára að aðeins sé um staðreyndir að ræða. Hún staðreyndir mega túlka frá mörgum fræðilegum sjónarhornum og því sé hætta á að framsetning verði villandi, fordómafull og jaðarsetjandi ef ekki sé tekið tillit til þeirra allra. Hún segir feitt fólk mæta ýmsum hindrunum í samfélaginu og benti þar sérstaklega á nemendur. Þeir mæti aðgengishindrunum þegar kemur að vinnuaðstöðu, til að mynda stólum og skrifborðum. Þá verði þeir einnig fyrir ofbeldi sem gerir það að verkum að þeir forði sér úr menntakerfinu. „Feitir nemendur er ólíklegari til að fá meðmæli frá kennurum til að sækja sér æðri menntun og eru álitnir skorta leiðtogahæfni og orku. Þegar um strangt innutökuferli er að ræða eru feitir nemendur ólíklegari til að vera samþykktir í framhaldsnám,“ skrifar Tara. Hún segir feitt fólk eiga erfiðara með að fá vinnu, það sé ólíklegra til þess að fá stöðuhækkun og líklegra til að missa starf sitt. Áreitni og stríðni sé algeng á vinnustöðum og feitar konur séu tíu prósent líklegri til að vera fátækar en grannar konur. „Af hverju kom það aldrei upp sem möguleg skýring fyrir tengslum menntunarstigs, tekna og holdafars? Af hverju var aldrei fjallað um þær beinu og óbeinu heilsufarslegu afleiðingar sem jaðarsetning og mismunun hefur í för með sér?“ Segir fitufordóma „rækilega staðfesta“ innan heilbrigðiskerfisins Tara víkur næst að heilbrigðiskerfinu í pistli sínum og segir fitufordóma hvergi vera jafn viðurkennda og innan þess. Heilbrigðisstarfsfólk hafi neikvæð viðhorf til feitra sjúklinga, verji minni tíma með þeim og sé ólíklegra til að framkvæma á þeim líkamlega skoðun. Þá sé það einnig ólíklegra til þess að koma læknisfræðilegri meðferð í réttan farveg þar sem það upplifi feitt fólk „óagað og óhlýðið“. Tara segir feitt fólk bera lítið traust til heilbrigðiskerfisins.Vísir/Vilhelm „Meðal ástæðna fyrir því er að heilbrigðisstarfsfólk telur feitt fólk geta sjálfu sér um kennt þegar kemur að heilsufari þeirra og er ótrúlegustu heilbrigðisvandamálum klínt á þyngd þeirra. Þetta viðhorf leiðir síðan til þess að feitt fólk er ólíklegrara til að leita sér læknisaðstoðar sem veldur frekara heilsufarstjóni,“ skrifar Tara og segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur. Tara bendir á að fjöldi fólks úr heilbrigðiskerfinu hafi verið viðstatt fundinn. Á meðal fyrirlesara hafi verið læknar sem og Landlæknir. Hún er hugsi yfir því að starfsfólk úr heilbrigðiskerfinu hafi tekið þátt í fundinum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ Gagnrýnir landlækni fyrir þátttöku Tara segist erfitt með að trúa því að fundurinn hafi verið haldinn af umhyggju. Hún segist eiga erfitt með að trúa og treysta fyrirlesurum og hún hafi miklar áhyggjur af stöðu og velferð feits fólks. Hún segir landlækni hafa áréttað að tilgangur fundarins væri að einblína á heilsu. Embættið færi eftir gagnrýndum lýðheilsuaðgerðum sem ættu að einblína á alla en ekki taka holdafar út fyrir sviga. Tara segir það skjóta skökku við þar sem fundurinn hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“. „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk. Hvaða viðmóti mun ég mæta ef ég þarf á þjónustu bráðamóttökunnar að halda? Verð ég ein af þeim sorgarsögum þar sem feitt fólk hefur gengið á milli lækna með öskrandi einkenni í áraraðir einungis til þess að fá greiningu um lokastig krabbameins allt of seint?“ spyr Tara og spyr hvort hún muni einungis fá ráðleggingar um að „hreyfa sig meira og borða hollara“. Hún segir feitt fólk ekki treysta heilbrigðiskerfinu og traust þeirra til þess hafi aldrei verið minna. Heilbrigðisstarfsfólk varpi hins vegar ábyrgðinni yfir á það sjálft frekar en að endurskoða viðhorf kerfisins í heild. Ábyrgðin sé þó fyrst og fremst þeirra. „Eftir þátttöku á þessum meinta fræðslufundi er hins vegar orðið alveg ljóst hvar ábyrgðin á þessu vantrausti liggur og hljóta heilbrigðisyfirvöld að sjá sig knúin til að leggjast undir feld og velta því fyrir sér á hvaða vegferð þau eru og hvernig þau geti sem best tryggt öryggi allra landsmanna óháð holdafari.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Bein útsending: Af hverju erum við að fitna? Íslensk erfðagreining heldur opinn fræðslufund um offitu. 1. febrúar 2020 12:00 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem „tímavél aftur í tímann.“ Á fundinum sagði Kári Stefánsson meðal annars tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. „Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem gerir það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu, sem hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Fundinum var streymt á Vísi og má sjá hann í fullri lengd hér. Kári svaraði þeirri gagnrýni í pistli á Facebook í dag þar sem hann sagðist ekki hafa verið að fullyrða að feitt fólk væri heimskt. Það væri bæði rangt og ósmekklegt. Hann væri einungis að benda á niðurstöður rannsókna og benda á staðreyndir. „Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifaði Kári. Sjá einnig: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ „Ég lagði áherslu á að það mætti skilja sambandið milli arfgengrar tilhneigingar til þess að fitna og skýrleika í hugsun þannig að ef heilinn sem stjórntæki starfi eins og við viljum þá borðum við í hófi og hugsum skýrt. Það er ljóst á þeim niðurstöðum sem ég vitnaði í að það eru breytanleikar í erfðamengi okkar sem hafa áhrif bæði á skýrleika í hugsun og át, láta okkur borða meira og vega að skýrleika í hugsun.“ Feitir mæti fordómum víða Í nýjum pistli vísar Tara í ummæli félagsfræðingsins Troy Duster þar sem hann segir nútíma erfðafræði vera ekkert annað en „bakdyr að mannkynsbótum“. Það hafi verið raunin á umræddum fræðslufundi og segir hún það vera kunnuglegt stef sem væri nú að ganga í endurnýjun lífdaga í tengslum við aukna þjóðernishyggju og fasisma. Tara gefur lítið fyrir þær útskýringar Kára að aðeins sé um staðreyndir að ræða. Hún staðreyndir mega túlka frá mörgum fræðilegum sjónarhornum og því sé hætta á að framsetning verði villandi, fordómafull og jaðarsetjandi ef ekki sé tekið tillit til þeirra allra. Hún segir feitt fólk mæta ýmsum hindrunum í samfélaginu og benti þar sérstaklega á nemendur. Þeir mæti aðgengishindrunum þegar kemur að vinnuaðstöðu, til að mynda stólum og skrifborðum. Þá verði þeir einnig fyrir ofbeldi sem gerir það að verkum að þeir forði sér úr menntakerfinu. „Feitir nemendur er ólíklegari til að fá meðmæli frá kennurum til að sækja sér æðri menntun og eru álitnir skorta leiðtogahæfni og orku. Þegar um strangt innutökuferli er að ræða eru feitir nemendur ólíklegari til að vera samþykktir í framhaldsnám,“ skrifar Tara. Hún segir feitt fólk eiga erfiðara með að fá vinnu, það sé ólíklegra til þess að fá stöðuhækkun og líklegra til að missa starf sitt. Áreitni og stríðni sé algeng á vinnustöðum og feitar konur séu tíu prósent líklegri til að vera fátækar en grannar konur. „Af hverju kom það aldrei upp sem möguleg skýring fyrir tengslum menntunarstigs, tekna og holdafars? Af hverju var aldrei fjallað um þær beinu og óbeinu heilsufarslegu afleiðingar sem jaðarsetning og mismunun hefur í för með sér?“ Segir fitufordóma „rækilega staðfesta“ innan heilbrigðiskerfisins Tara víkur næst að heilbrigðiskerfinu í pistli sínum og segir fitufordóma hvergi vera jafn viðurkennda og innan þess. Heilbrigðisstarfsfólk hafi neikvæð viðhorf til feitra sjúklinga, verji minni tíma með þeim og sé ólíklegra til að framkvæma á þeim líkamlega skoðun. Þá sé það einnig ólíklegra til þess að koma læknisfræðilegri meðferð í réttan farveg þar sem það upplifi feitt fólk „óagað og óhlýðið“. Tara segir feitt fólk bera lítið traust til heilbrigðiskerfisins.Vísir/Vilhelm „Meðal ástæðna fyrir því er að heilbrigðisstarfsfólk telur feitt fólk geta sjálfu sér um kennt þegar kemur að heilsufari þeirra og er ótrúlegustu heilbrigðisvandamálum klínt á þyngd þeirra. Þetta viðhorf leiðir síðan til þess að feitt fólk er ólíklegrara til að leita sér læknisaðstoðar sem veldur frekara heilsufarstjóni,“ skrifar Tara og segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur. Tara bendir á að fjöldi fólks úr heilbrigðiskerfinu hafi verið viðstatt fundinn. Á meðal fyrirlesara hafi verið læknar sem og Landlæknir. Hún er hugsi yfir því að starfsfólk úr heilbrigðiskerfinu hafi tekið þátt í fundinum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ Gagnrýnir landlækni fyrir þátttöku Tara segist erfitt með að trúa því að fundurinn hafi verið haldinn af umhyggju. Hún segist eiga erfitt með að trúa og treysta fyrirlesurum og hún hafi miklar áhyggjur af stöðu og velferð feits fólks. Hún segir landlækni hafa áréttað að tilgangur fundarins væri að einblína á heilsu. Embættið færi eftir gagnrýndum lýðheilsuaðgerðum sem ættu að einblína á alla en ekki taka holdafar út fyrir sviga. Tara segir það skjóta skökku við þar sem fundurinn hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“. „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk. Hvaða viðmóti mun ég mæta ef ég þarf á þjónustu bráðamóttökunnar að halda? Verð ég ein af þeim sorgarsögum þar sem feitt fólk hefur gengið á milli lækna með öskrandi einkenni í áraraðir einungis til þess að fá greiningu um lokastig krabbameins allt of seint?“ spyr Tara og spyr hvort hún muni einungis fá ráðleggingar um að „hreyfa sig meira og borða hollara“. Hún segir feitt fólk ekki treysta heilbrigðiskerfinu og traust þeirra til þess hafi aldrei verið minna. Heilbrigðisstarfsfólk varpi hins vegar ábyrgðinni yfir á það sjálft frekar en að endurskoða viðhorf kerfisins í heild. Ábyrgðin sé þó fyrst og fremst þeirra. „Eftir þátttöku á þessum meinta fræðslufundi er hins vegar orðið alveg ljóst hvar ábyrgðin á þessu vantrausti liggur og hljóta heilbrigðisyfirvöld að sjá sig knúin til að leggjast undir feld og velta því fyrir sér á hvaða vegferð þau eru og hvernig þau geti sem best tryggt öryggi allra landsmanna óháð holdafari.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Bein útsending: Af hverju erum við að fitna? Íslensk erfðagreining heldur opinn fræðslufund um offitu. 1. febrúar 2020 12:00 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Bein útsending: Af hverju erum við að fitna? Íslensk erfðagreining heldur opinn fræðslufund um offitu. 1. febrúar 2020 12:00
Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06
Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46