Telur að pallbíl hafi verið ekið yfir leiði í Mosfellskirkjugarði Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 2. febrúar 2020 17:29 Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. Helgi Þór Eiríksson Slæm aðkoma var í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsbæ í dag en svo virðist sem að ökutæki hafi verið ekið utan vegslóða og yfir leiði. Helgi Þór Eiríksson, sem reynir að vitja leiðis móður sinnar vikulega með föður sínum, segir að aðkoman í garðinum hafi ekki verið góð þegar hann kom þangað um hádegisbil í dag. Hann segir leiðinlegt að horfa upp á slíkt en segir aðkomuna í garðinum oft vera misjafna. Oft sé illa gengið um garðinn auk þess sem hann sé oftar en ekki illa hirtur að hans mati. „Svo kemur eitthvað svona upp á. Bílar sækja í að keyra þarna upp í gegnum hliðið.“ Helgi Þór Eiríksson Bifreiðin líklega lent í erfiðleikum Sjálfur segist hann skilja að ekki allir eigi auðvelt með gang og vilji því keyra inn í garðinn. „Þarna tók ég eftir því að viðkomandi bíll hafði ekki keyrt eftir veginum heldur yfir garðinn, og yfir gróður sem var búið að setja þarna.“ Hann hafi síðan séð för eftir bílinn sem hafi legið á milli tveggja leiða í garðinum en Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. „Svo sá ég rétt við leiði móður minnar að þar voru mjög slæm för, rétt við leiðin. Þá sá ég að bíllinn hafði lent í einhverju veseni.“ Brotinu stillt upp við leiðið Helgi segir greinilegt að um pallbíl hafi verið að ræða, þar sem för afturdekkja hafi verið tvöföld. „Við löbbuðum bara eftir förunum og til baka. Þá sé ég betur að það er búið að keyra yfir einhver leiði,“ segir Helgi. Hann segist þá einnig hafa séð að búið væri að keyra niður kross við eitt leiðanna í garðinum. „Þá var greinilega búið að taka krossinn sem brotnaði af, og stilla honum upp á brotinu.“ Forsvarsmenn kirkjugarðsins kusu að tjá sig ekki um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Helgi Þór Eiríksson Kirkjugarðar Mosfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Slæm aðkoma var í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsbæ í dag en svo virðist sem að ökutæki hafi verið ekið utan vegslóða og yfir leiði. Helgi Þór Eiríksson, sem reynir að vitja leiðis móður sinnar vikulega með föður sínum, segir að aðkoman í garðinum hafi ekki verið góð þegar hann kom þangað um hádegisbil í dag. Hann segir leiðinlegt að horfa upp á slíkt en segir aðkomuna í garðinum oft vera misjafna. Oft sé illa gengið um garðinn auk þess sem hann sé oftar en ekki illa hirtur að hans mati. „Svo kemur eitthvað svona upp á. Bílar sækja í að keyra þarna upp í gegnum hliðið.“ Helgi Þór Eiríksson Bifreiðin líklega lent í erfiðleikum Sjálfur segist hann skilja að ekki allir eigi auðvelt með gang og vilji því keyra inn í garðinn. „Þarna tók ég eftir því að viðkomandi bíll hafði ekki keyrt eftir veginum heldur yfir garðinn, og yfir gróður sem var búið að setja þarna.“ Hann hafi síðan séð för eftir bílinn sem hafi legið á milli tveggja leiða í garðinum en Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. „Svo sá ég rétt við leiði móður minnar að þar voru mjög slæm för, rétt við leiðin. Þá sá ég að bíllinn hafði lent í einhverju veseni.“ Brotinu stillt upp við leiðið Helgi segir greinilegt að um pallbíl hafi verið að ræða, þar sem för afturdekkja hafi verið tvöföld. „Við löbbuðum bara eftir förunum og til baka. Þá sé ég betur að það er búið að keyra yfir einhver leiði,“ segir Helgi. Hann segist þá einnig hafa séð að búið væri að keyra niður kross við eitt leiðanna í garðinum. „Þá var greinilega búið að taka krossinn sem brotnaði af, og stilla honum upp á brotinu.“ Forsvarsmenn kirkjugarðsins kusu að tjá sig ekki um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Helgi Þór Eiríksson
Kirkjugarðar Mosfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira