Sjáðu Liverpool stjörnuna afgreiða KR-inga síðast þegar þeir mættu Celtic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 09:00 Virgil van Dijk vann skosku deildina tvisvar með Celtic og hefur nú unnið ensku deildina með Liverpool. Getty/Danny Lawson Celtic fær KR í heimsókn í kvöld í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar liðin mættust síðasta á sama stað og við sama tilefni þá var í Celtic liðinu einn besti varnarmaður heims í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir það að mæta með KR-liðið sitt til Skotlands í leik á móti Celtic en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hollenska varnartröllinu Virgil van Dijk að þessu sinni. Celtic vann 4-0 sigur á KR í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2014 eða fyrir rúmum sex árum síðan. Virgil van Dijk og Teemu Pukki, báðir stjörnur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leikíð, skoruðu báðir tvívegis í leiknum. Virgil van Dijk was on target as @celticfc beat KR Reykjavik 4-0 at Murrayfield for a 5-0 aggregate win #UCL pic.twitter.com/6OILnonCuD— SPFL (@spfl) July 22, 2014 Þetta var seinni leikur liðanna en Celitc hafði unnið 1-0 sigur á KR-velli í fyrri leiknum. Að þessu sinni er bara einn leikur vegna kórónuveirunnar og hann fer fram í kvöld. Leikurinn í kvöld fer fram á áhorfendalausum Celtic Park í Glasgow en fyrir sex árum var spilað á Murrayfield í Edinborg af því að Celtic Park var upptekinn vegna Samveldisleikanna. Virgil van Dijk skoraði bæði mörkin sín eftir hornspyrnur og bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra af stuttu færi á 13. mínútu og það seinna með skalla á 20. mínútu. Í báðum tilfellum var Hollendingurinn að taka annan bolta í teignum. Teemu Pukki skoraði þriðja og fjórða markið á 27. og 71. mínútu leiksins. Það má sjá mörkin þeirra og svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Celtic seldi Virgil van Dijk til Southampton rúmu ári síðan fyrir þrettán milljónir punda. Hann var leikmaður Southampton til ársloka 2017 þegar Liverpool gerði hann að að dýrasta varnarmanni heims með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann. Teemu Pukki átti einnig eftir að komast í ensku úrvalsdeildina. Hann var reyndar fyrst lánaður til danska félagsins Bröndby nokkrum mánuðum eftir KR-leikinn og fór síðan til Norwich á frjálsri sölu í júní 2018. Teemu Pukki hjálpaði Norwich upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og var síðan kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta mánuði sínum í deildinni, ágúst 2019. Pukki skoraði alls 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Celtic og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.35 en leikurinn klukkan 18.45. Meistaradeild Evrópu Skotland KR Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
Celtic fær KR í heimsókn í kvöld í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar liðin mættust síðasta á sama stað og við sama tilefni þá var í Celtic liðinu einn besti varnarmaður heims í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir það að mæta með KR-liðið sitt til Skotlands í leik á móti Celtic en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hollenska varnartröllinu Virgil van Dijk að þessu sinni. Celtic vann 4-0 sigur á KR í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2014 eða fyrir rúmum sex árum síðan. Virgil van Dijk og Teemu Pukki, báðir stjörnur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leikíð, skoruðu báðir tvívegis í leiknum. Virgil van Dijk was on target as @celticfc beat KR Reykjavik 4-0 at Murrayfield for a 5-0 aggregate win #UCL pic.twitter.com/6OILnonCuD— SPFL (@spfl) July 22, 2014 Þetta var seinni leikur liðanna en Celitc hafði unnið 1-0 sigur á KR-velli í fyrri leiknum. Að þessu sinni er bara einn leikur vegna kórónuveirunnar og hann fer fram í kvöld. Leikurinn í kvöld fer fram á áhorfendalausum Celtic Park í Glasgow en fyrir sex árum var spilað á Murrayfield í Edinborg af því að Celtic Park var upptekinn vegna Samveldisleikanna. Virgil van Dijk skoraði bæði mörkin sín eftir hornspyrnur og bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra af stuttu færi á 13. mínútu og það seinna með skalla á 20. mínútu. Í báðum tilfellum var Hollendingurinn að taka annan bolta í teignum. Teemu Pukki skoraði þriðja og fjórða markið á 27. og 71. mínútu leiksins. Það má sjá mörkin þeirra og svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Celtic seldi Virgil van Dijk til Southampton rúmu ári síðan fyrir þrettán milljónir punda. Hann var leikmaður Southampton til ársloka 2017 þegar Liverpool gerði hann að að dýrasta varnarmanni heims með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann. Teemu Pukki átti einnig eftir að komast í ensku úrvalsdeildina. Hann var reyndar fyrst lánaður til danska félagsins Bröndby nokkrum mánuðum eftir KR-leikinn og fór síðan til Norwich á frjálsri sölu í júní 2018. Teemu Pukki hjálpaði Norwich upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og var síðan kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta mánuði sínum í deildinni, ágúst 2019. Pukki skoraði alls 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Celtic og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.35 en leikurinn klukkan 18.45.
Meistaradeild Evrópu Skotland KR Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira