„Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 16:34 Frá upphafi fundarins í dag. vísir/birgir Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni heldur því áfram. Á Facebook-síðu Eflingar segir að samninganefnd félagsins lýsi vonbrigðum með viðbrögð Reykjavíkurborgar við tilboði sem samninganefndin lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks.“ Í færslu Eflingar er tilboð félagsins rakið. Þar segir að í því hafi verið lagt til að greiða starfsfólki „sérstakt starfstengt leiðréttingarálag til viðurkenningar á faglegri ábyrgð, álagi, starfstengdum kostnaði og fleiri þáttum sem félagsmenn hafa lagt áherslu á í viðræðunum.“ Yrðu upphæðir og forsendur álagsins ákvarðaðar út frá einstökum starfsheitum og vinnustöðum. Þá yrði álagið sérstök aukagreiðsla og kæmi þar með ekki inn í grunnlaun til útreiknings á yfirvinnu- og vaktaálögum. „Einnig var gert ráð fyrir uppbótum vegna sérgreiðslna frá fyrra samningstímabili sem borgin hefur krafist að falli út. Lagt var til að upphæðir nýrra álaga og uppbóta taki sambærilegum hækkunum og launataxtar á samningstímanum. Fallist var á tillögu borgarinnar um breytta launatöflu. Samninganefnd og starfsfólk Eflingar lögðu mikla vinnu í tillöguna og var hún lögð fram að höfðu samráði við trúnaðarmenn félagsins hjá borginni. Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks. Ótímabundið verkfall heldur áfram,“ segir á Facebook-síðu Eflingar.Verkfallið nær til rúmlega 1800 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni. Þar á meðal eru ófaglærðir starfsmenn á leikskólum, sorphirðufólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og starfsfólk sem sinnir þrifum á leikskólum og í grunnskólum. Efling veitti undanþágur svo hægt væri að sinna viðkvæmustu þjónustunni en að öðru leyti hafa félagsmenn lagt niður störf. Áhrifa af verkfallinu gætir víða, ekki hvað síst í leikskólum borgarinnar þar sem loka hefur þurft heilu deildunum. Þá er áhrifa verkfallsins einnig farið að gæta í Réttarholtsskóla þar sem allir starfsmenn sem sjá um þrif eru í Eflingu. Vegna þess að ekki hefur verið þrifið í skólanum undanfarna daga fellur kennsla niður á morgun sem og á föstudag takist ekki samningar. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 „Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni heldur því áfram. Á Facebook-síðu Eflingar segir að samninganefnd félagsins lýsi vonbrigðum með viðbrögð Reykjavíkurborgar við tilboði sem samninganefndin lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks.“ Í færslu Eflingar er tilboð félagsins rakið. Þar segir að í því hafi verið lagt til að greiða starfsfólki „sérstakt starfstengt leiðréttingarálag til viðurkenningar á faglegri ábyrgð, álagi, starfstengdum kostnaði og fleiri þáttum sem félagsmenn hafa lagt áherslu á í viðræðunum.“ Yrðu upphæðir og forsendur álagsins ákvarðaðar út frá einstökum starfsheitum og vinnustöðum. Þá yrði álagið sérstök aukagreiðsla og kæmi þar með ekki inn í grunnlaun til útreiknings á yfirvinnu- og vaktaálögum. „Einnig var gert ráð fyrir uppbótum vegna sérgreiðslna frá fyrra samningstímabili sem borgin hefur krafist að falli út. Lagt var til að upphæðir nýrra álaga og uppbóta taki sambærilegum hækkunum og launataxtar á samningstímanum. Fallist var á tillögu borgarinnar um breytta launatöflu. Samninganefnd og starfsfólk Eflingar lögðu mikla vinnu í tillöguna og var hún lögð fram að höfðu samráði við trúnaðarmenn félagsins hjá borginni. Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks. Ótímabundið verkfall heldur áfram,“ segir á Facebook-síðu Eflingar.Verkfallið nær til rúmlega 1800 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni. Þar á meðal eru ófaglærðir starfsmenn á leikskólum, sorphirðufólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og starfsfólk sem sinnir þrifum á leikskólum og í grunnskólum. Efling veitti undanþágur svo hægt væri að sinna viðkvæmustu þjónustunni en að öðru leyti hafa félagsmenn lagt niður störf. Áhrifa af verkfallinu gætir víða, ekki hvað síst í leikskólum borgarinnar þar sem loka hefur þurft heilu deildunum. Þá er áhrifa verkfallsins einnig farið að gæta í Réttarholtsskóla þar sem allir starfsmenn sem sjá um þrif eru í Eflingu. Vegna þess að ekki hefur verið þrifið í skólanum undanfarna daga fellur kennsla niður á morgun sem og á föstudag takist ekki samningar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 „Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45
„Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47