Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 23:30 Michael Bloomberg hlýtur að vera ánægður með þessar fregnir. Vísir/Ap Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. Könnunin var framkvæmd á landsvísu og kannaði stuðning skráðra Demókrata og óháðra til forsetaefna Demókrataflokksins. 25% svarenda sögðust styðja Bernie Sanders, 17% Michael Bloomberg, 13% Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, 11% Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, 9% öldungadeildarþingmanninn Elizabeth Warren og 5% öldungadeildarþingmanninn Amy Klobuchar. Sanders hefur aukið forskot sitt í forvali Demókrata í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur ef marka má kannanir. Athygli vekur hins vegar að Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, mælist nú með meiri stuðning en Joe Biden sem naut lengst framan af mests stuðnings innan flokksins. Fylgi Bloomberg hefur vakið athygli stjórnmálagreinanda vestanhafs í ljósi þess að hann bættist mjög seint í hóp frambjóðenda og tók ekki þátt í fyrstu fjórum forvölum flokksins. Bloomberg hefur í stað þess frekar beint sjónum sínum að stærri ríkjum og nýtt þar gífurleg auðæfi sín í kosningabaráttunni. Talið er að kosningaframboð hans hafi nú keypt auglýsingar að andvirði þrjú hundruð milljóna Bandaríkjadala. Telja spekingar að hann reyni nú að staðsetja sig sem öruggan valkost miðjumanna í flokknum sem séu andsnúnir róttækari stefnu Bernie Sanders. Samkvæmt tölum sem teknar voru saman af Axios hefur kosningaframboð Bloomberg eytt hátt í þrisvar sinnum hærri upphæð í auglýsingar frá upphafi síðasta árs en allir aðrir frambjóðendur flokksins til samans. Þá hafa forsvarsmenn framboðsins sagt ítrekað að þeir muni verja „hverju sem þarf“ til þess að sigra Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Á morgun mun Bloomberg taka þátt í kappræðum forsetaefna flokksins í fyrsta sinn. Má fastlega reikna með því að margir andstæðingar hans muni halda uppteknum hætti og saka hann um að nýta gríðarleg auðæfi sín til þess að komast til valda. Sitjandi forseti hefur sömuleiðis gert fjárútlát Bloomberg að umtalsefni sínu á Twitter en þess má minnast að hann ætti sjálfur að kannast við þá gagnrýni sem nú beinist að hinum fyrrverandi borgarstjóra. .....Mini is illegally buying the Democrat Nomination. They are taking it away from Bernie again. Mini Mike, Major Party Nominations are not for sale! Good luck in the debate tomorrow night and remember, no standing on boxes!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. Könnunin var framkvæmd á landsvísu og kannaði stuðning skráðra Demókrata og óháðra til forsetaefna Demókrataflokksins. 25% svarenda sögðust styðja Bernie Sanders, 17% Michael Bloomberg, 13% Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, 11% Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, 9% öldungadeildarþingmanninn Elizabeth Warren og 5% öldungadeildarþingmanninn Amy Klobuchar. Sanders hefur aukið forskot sitt í forvali Demókrata í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur ef marka má kannanir. Athygli vekur hins vegar að Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, mælist nú með meiri stuðning en Joe Biden sem naut lengst framan af mests stuðnings innan flokksins. Fylgi Bloomberg hefur vakið athygli stjórnmálagreinanda vestanhafs í ljósi þess að hann bættist mjög seint í hóp frambjóðenda og tók ekki þátt í fyrstu fjórum forvölum flokksins. Bloomberg hefur í stað þess frekar beint sjónum sínum að stærri ríkjum og nýtt þar gífurleg auðæfi sín í kosningabaráttunni. Talið er að kosningaframboð hans hafi nú keypt auglýsingar að andvirði þrjú hundruð milljóna Bandaríkjadala. Telja spekingar að hann reyni nú að staðsetja sig sem öruggan valkost miðjumanna í flokknum sem séu andsnúnir róttækari stefnu Bernie Sanders. Samkvæmt tölum sem teknar voru saman af Axios hefur kosningaframboð Bloomberg eytt hátt í þrisvar sinnum hærri upphæð í auglýsingar frá upphafi síðasta árs en allir aðrir frambjóðendur flokksins til samans. Þá hafa forsvarsmenn framboðsins sagt ítrekað að þeir muni verja „hverju sem þarf“ til þess að sigra Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Á morgun mun Bloomberg taka þátt í kappræðum forsetaefna flokksins í fyrsta sinn. Má fastlega reikna með því að margir andstæðingar hans muni halda uppteknum hætti og saka hann um að nýta gríðarleg auðæfi sín til þess að komast til valda. Sitjandi forseti hefur sömuleiðis gert fjárútlát Bloomberg að umtalsefni sínu á Twitter en þess má minnast að hann ætti sjálfur að kannast við þá gagnrýni sem nú beinist að hinum fyrrverandi borgarstjóra. .....Mini is illegally buying the Democrat Nomination. They are taking it away from Bernie again. Mini Mike, Major Party Nominations are not for sale! Good luck in the debate tomorrow night and remember, no standing on boxes!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15
Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00