„Skammarlistinn“ á Grand hótel brot á persónuverndarlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:38 Umræddur veikindalisti sést hér hanga á töflu á Grand hótel. Mynd/Efling Listi yfir veikindafjarvistir starfsmanna Íslandshótela, sem hékk uppi í almennu rými á einu hóteli fyrirtækisins, var á svig við Persónuverndarlög. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækinu var gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Stéttarfélagið Efling kvartaði til Persónuverndar vegna málsins fyrir hönd félagsmanna sinna, starfsmanna á hóteli Íslandshótela, í febrúar í fyrra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en þar kom fram að umræddur listi yfir fjölda veikindadaga starfsmanna í eldhúsi árið 2018 hefði verið hengdur upp á Grand hótel í Reykjavík. Efling kallaði listann „skammarlista“ í yfirlýsingum sínum um málið. Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Starfsmennirnir sem kvörtuðu byggðu á því að rekstrarstjóri hefði hengt listann upp í rými sem hefði verið aðgengilegt öllum starfsmönnum hótelsins. Þessi aðgerð rekstrarstjórans hefði falið í sér vinnslu umræddra persónuupplýsinga, sem teldust viðkvæmar, án samþykkis þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar vörðuðu. Starfsmenn sem kvörtuðu voru þeirra á meðal. Grand hótel.Vísir/Egill Íslandshótel báru því fyrir sig að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna, m.a. til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið hélt því einnig fram að listinn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp án vitundar hans eða fyrirtækisins. Þar með hefði orðið öryggisbrestur og Persónuvernd verið tilkynnt um hann þann 27. febrúar 2019. Starfsmennirnir sem kvörtuðu höfnuðu þessum fullyrðingum Íslandshótela. Í úrskurði Persónuverndar segir að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að upplýsingar um fjarveru starfsmanna í eldhúsi hafi ekki einungis verið að finna í sérstöku tölvukerfi, heldur einnig á útprentuðum lista. Enn fremur virðist ljóst að listinn hafi upphaflega verið varðveittur á skrifstofu yfirmanns í eldhúsi. Það sé því mat Persónuverndar að Íslandshótel hafi ekki tryggt nægilega vel að upplýsingar um fjarvistir starfsmanna vegna veikinda kæmu ekki fyrir augu óviðkomandi aðila. Vinnsla Íslandshótela á persónuupplýsingunum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Því hefur Íslandshótelum verið gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið skuli jafnframt tryggja að reglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum og þær kynntar sérstaklega fyrir öllum stjórnendum innan fyrirtækisins. Kjaramál Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Listi yfir veikindafjarvistir starfsmanna Íslandshótela, sem hékk uppi í almennu rými á einu hóteli fyrirtækisins, var á svig við Persónuverndarlög. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækinu var gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Stéttarfélagið Efling kvartaði til Persónuverndar vegna málsins fyrir hönd félagsmanna sinna, starfsmanna á hóteli Íslandshótela, í febrúar í fyrra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en þar kom fram að umræddur listi yfir fjölda veikindadaga starfsmanna í eldhúsi árið 2018 hefði verið hengdur upp á Grand hótel í Reykjavík. Efling kallaði listann „skammarlista“ í yfirlýsingum sínum um málið. Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Starfsmennirnir sem kvörtuðu byggðu á því að rekstrarstjóri hefði hengt listann upp í rými sem hefði verið aðgengilegt öllum starfsmönnum hótelsins. Þessi aðgerð rekstrarstjórans hefði falið í sér vinnslu umræddra persónuupplýsinga, sem teldust viðkvæmar, án samþykkis þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar vörðuðu. Starfsmenn sem kvörtuðu voru þeirra á meðal. Grand hótel.Vísir/Egill Íslandshótel báru því fyrir sig að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna, m.a. til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið hélt því einnig fram að listinn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp án vitundar hans eða fyrirtækisins. Þar með hefði orðið öryggisbrestur og Persónuvernd verið tilkynnt um hann þann 27. febrúar 2019. Starfsmennirnir sem kvörtuðu höfnuðu þessum fullyrðingum Íslandshótela. Í úrskurði Persónuverndar segir að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að upplýsingar um fjarveru starfsmanna í eldhúsi hafi ekki einungis verið að finna í sérstöku tölvukerfi, heldur einnig á útprentuðum lista. Enn fremur virðist ljóst að listinn hafi upphaflega verið varðveittur á skrifstofu yfirmanns í eldhúsi. Það sé því mat Persónuverndar að Íslandshótel hafi ekki tryggt nægilega vel að upplýsingar um fjarvistir starfsmanna vegna veikinda kæmu ekki fyrir augu óviðkomandi aðila. Vinnsla Íslandshótela á persónuupplýsingunum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Því hefur Íslandshótelum verið gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið skuli jafnframt tryggja að reglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum og þær kynntar sérstaklega fyrir öllum stjórnendum innan fyrirtækisins.
Kjaramál Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47