„Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2020 14:45 Sporðdrekinn er í fullu fjöru Mynd/Aðsend Það er ekki algengt að sporðdrekar, líkt og sá sem spásseraði um heimahús á Akureyri um helgina, berist hingað til lands. Líklegast er að sporðdrekinn hafi komið hingað sem laumufarþegi um borð í matvælasendingu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem fræddi hlustendur Bylgjunnar í gær um sporðdreka eftir fréttir helgarinnar. Lögregla handsamaði sporðdrekann sem kom honum til Náttúrufræðistofnunar. „Þessi dýr eru í heitum löndum, mest í hitabeltinu, eru þar rándýr og lifa á skordýrum, köngulóm og smádýrum. Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis í gær. Spjallið við hann má heyra neðst í fréttinni. Segir hann að hafi sporðdrekinn nóg að éta gæti hann fræðilega séð lifað ágætu lífi innandyra en viðbúið sé að hann myndi fljótt láta lífið úti í íslenska vetrarkuldanum. Hann „gæti hægt á efnaskiptunum um tíma en á endanum drepist,“ sagði Gísli.Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar. Sporðdrekar hafa það orð á sér að vera stórhættulegir en ef marka má umfjölun Slate frá árinu 2004 er það í raun svo að aðeins brotabrot af þeim spordrekategundum sem til eru búa yfir banvænni stungu. En það ku vera vont að fá stungu frá sporðdreka, óháð því hvort hann geti drepið menn eða ekki. „Þau eru með eiturbrodd aftan á sem þau nota til að drepa bráð eða deyfa hana. Ef að fólk er stungið fylgir því sársauki í einhvern tíma en yfirleitt er það ekki það hættulegt, í það minnsta ekki lífshættulegt,“ segir Gísli. Og sársaukinn getur verið mikill. „Þetta er voða sárt segja menn sem hafa orðið fyrir því af því að þeir dæla það miklu eitri inn,“ segir Gísli. En hvað á að gera ef sporðdreki dúkkar upp á heimili manns? „Það á bara að setja glas yfir og renna svo spjaldi, hörðum pappa undir glasið og svo getur það svæft þetta með því að koma þessu í frysti,“ segir Gísli og bætir við að sé eftirfarandi reglu fylgt ætti það að vera óþarfi fyrir fólk að óttast sporðdrekana mjög. „Það er alveg óþarfi ef það lætur það vera að taka þetta upp með höndunum.“ Dýr Reykjavík síðdegis Skordýr Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Það er ekki algengt að sporðdrekar, líkt og sá sem spásseraði um heimahús á Akureyri um helgina, berist hingað til lands. Líklegast er að sporðdrekinn hafi komið hingað sem laumufarþegi um borð í matvælasendingu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem fræddi hlustendur Bylgjunnar í gær um sporðdreka eftir fréttir helgarinnar. Lögregla handsamaði sporðdrekann sem kom honum til Náttúrufræðistofnunar. „Þessi dýr eru í heitum löndum, mest í hitabeltinu, eru þar rándýr og lifa á skordýrum, köngulóm og smádýrum. Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis í gær. Spjallið við hann má heyra neðst í fréttinni. Segir hann að hafi sporðdrekinn nóg að éta gæti hann fræðilega séð lifað ágætu lífi innandyra en viðbúið sé að hann myndi fljótt láta lífið úti í íslenska vetrarkuldanum. Hann „gæti hægt á efnaskiptunum um tíma en á endanum drepist,“ sagði Gísli.Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar. Sporðdrekar hafa það orð á sér að vera stórhættulegir en ef marka má umfjölun Slate frá árinu 2004 er það í raun svo að aðeins brotabrot af þeim spordrekategundum sem til eru búa yfir banvænni stungu. En það ku vera vont að fá stungu frá sporðdreka, óháð því hvort hann geti drepið menn eða ekki. „Þau eru með eiturbrodd aftan á sem þau nota til að drepa bráð eða deyfa hana. Ef að fólk er stungið fylgir því sársauki í einhvern tíma en yfirleitt er það ekki það hættulegt, í það minnsta ekki lífshættulegt,“ segir Gísli. Og sársaukinn getur verið mikill. „Þetta er voða sárt segja menn sem hafa orðið fyrir því af því að þeir dæla það miklu eitri inn,“ segir Gísli. En hvað á að gera ef sporðdreki dúkkar upp á heimili manns? „Það á bara að setja glas yfir og renna svo spjaldi, hörðum pappa undir glasið og svo getur það svæft þetta með því að koma þessu í frysti,“ segir Gísli og bætir við að sé eftirfarandi reglu fylgt ætti það að vera óþarfi fyrir fólk að óttast sporðdrekana mjög. „Það er alveg óþarfi ef það lætur það vera að taka þetta upp með höndunum.“
Dýr Reykjavík síðdegis Skordýr Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira