Leggðu þig - þá líður þetta hjá Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 18. febrúar 2020 11:30 Stuðmenn frumfluttu nýtt lag í sjónvarpinu fyrir skömmu og hlustaði ég með athygli. Textinn í Elsku vinur færði mig samstundis aftur í tíma um 19 ár. Þá gerðist nokkuð sem ég gleymi seint. Kafli í bókinni minni fjallar um þessa atburðarás sem átti sér stað um hádegið á föstudegi, á gjörgæsludeild Landspítalans 23. febrúar 2001. Ársgamall sonur minn lá þar í öndunarvél eftir heilaaðgerð kvöldinu áður. Tveimur tímum áður en þessi umrædda atburðarás átti sér stað missti ég stjórn á skapi mínu svo illa að gamla spítalabyggingin nötraði. Það gerði ég eftir að læknarnir svöruðu engu þegar ég innti þá eftir hvort mistök hefðu átt sér stað daginn áður. Viðbrögð mín við þögninni urðu svona ofsafengin á þessari stundu enda er þögn skýr skilaboð. Eins og daginn á undan hafði tjáning mín engin áhrif. Allan fimmtudaginn var ég að reyna að vekja athygli starfsmanna bráðamóttökunnar á versnandi ástandi drengsins. Meira að segja meðvitundarleysi hans vakti engin viðbrögð. Að upplifa svona fálæti er ómanneskjulegt. Fékk engin svör, alveg sama hvaða aðferðum ég beitti. Síðan þá hef ég glímt við þá tilfinningu og hugsanir um að kannski sé ég bara ekki til, ég sé ósýnileg og hafi enga rödd. Það sem dró fram þessa sáru minningu var textinn í viðlaginu: „Elsku vinur, ekki vera svona súr. Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá.“ Í bókinni minni Stærri en banvæn mistök lýsi ég atburðunum sem leiddu son minn til dauða daginn eftir atburðarásina á gjörgæsludeildinni. Nú er Elsku vinur á Spotify - hlauplistanum mínum og fæ góða útrás er ég syng með: „Er hann út’að aka, hann fylgist ekkert með Alveg út’að akaæjæjæjæj Elsku vinur, ekki vera svona súr Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá Elsku vinur Elsku vinur“ Joaquin Phoenix hélt hjartnæma ræðu þegar hann veitti Óskarsverðlaunum viðtöku nú á dögunum. Hann lýsti mikilvægi þess að tjá sig og hvernig listform kvikmyndanna skipti sig máli. Hann segir síðan, í lauslegri þýðingu: „Stærsta gjöfin sem ég hef fengið og einnig margra hér í salnum er tækifærið til þess að tala fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ („The gratest gift I have been given, and to many of us in this room is the oppurtunity to use our voice for the voiceless.“) Í lok ræðu sinnar þakkaði hann þeim sem gáfu honum annað tækifæri eftir að hafa verið erfiður í samstarfi. Hann segði, í lausleg þýðing: „Ég held að við séum upp á okkar besta þegar við styðjum hvert annað. Ekki þegar við afskrifum hvert annað eftir mistök fortíðarinnar heldur þegar við hjálpum hvert öðru til að vaxa. Þegar við fræðum hvert annað og leiðbeinum til frelsis. Það er það besta við mannkynið. („And I think that´s when we´re at our best, when we support each other. Not when we cancel each other out for past mistakes, but when we help each other to grow. When we educate each other, when we guide each other toward redemption. That is the best of humanity.“) Ég er svo hjartanlega sammála honum. Hvernig vinnum við saman að því að auka öryggi sjúklinga ef raddir þeirra heyrast ekki? Það er gagnslaust að leggja sig, Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu líða ekki hjá, ég er búin að reyna það í 19 ár. Látum í okkur heyra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Stuðmenn frumfluttu nýtt lag í sjónvarpinu fyrir skömmu og hlustaði ég með athygli. Textinn í Elsku vinur færði mig samstundis aftur í tíma um 19 ár. Þá gerðist nokkuð sem ég gleymi seint. Kafli í bókinni minni fjallar um þessa atburðarás sem átti sér stað um hádegið á föstudegi, á gjörgæsludeild Landspítalans 23. febrúar 2001. Ársgamall sonur minn lá þar í öndunarvél eftir heilaaðgerð kvöldinu áður. Tveimur tímum áður en þessi umrædda atburðarás átti sér stað missti ég stjórn á skapi mínu svo illa að gamla spítalabyggingin nötraði. Það gerði ég eftir að læknarnir svöruðu engu þegar ég innti þá eftir hvort mistök hefðu átt sér stað daginn áður. Viðbrögð mín við þögninni urðu svona ofsafengin á þessari stundu enda er þögn skýr skilaboð. Eins og daginn á undan hafði tjáning mín engin áhrif. Allan fimmtudaginn var ég að reyna að vekja athygli starfsmanna bráðamóttökunnar á versnandi ástandi drengsins. Meira að segja meðvitundarleysi hans vakti engin viðbrögð. Að upplifa svona fálæti er ómanneskjulegt. Fékk engin svör, alveg sama hvaða aðferðum ég beitti. Síðan þá hef ég glímt við þá tilfinningu og hugsanir um að kannski sé ég bara ekki til, ég sé ósýnileg og hafi enga rödd. Það sem dró fram þessa sáru minningu var textinn í viðlaginu: „Elsku vinur, ekki vera svona súr. Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá.“ Í bókinni minni Stærri en banvæn mistök lýsi ég atburðunum sem leiddu son minn til dauða daginn eftir atburðarásina á gjörgæsludeildinni. Nú er Elsku vinur á Spotify - hlauplistanum mínum og fæ góða útrás er ég syng með: „Er hann út’að aka, hann fylgist ekkert með Alveg út’að akaæjæjæjæj Elsku vinur, ekki vera svona súr Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá Elsku vinur Elsku vinur“ Joaquin Phoenix hélt hjartnæma ræðu þegar hann veitti Óskarsverðlaunum viðtöku nú á dögunum. Hann lýsti mikilvægi þess að tjá sig og hvernig listform kvikmyndanna skipti sig máli. Hann segir síðan, í lauslegri þýðingu: „Stærsta gjöfin sem ég hef fengið og einnig margra hér í salnum er tækifærið til þess að tala fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ („The gratest gift I have been given, and to many of us in this room is the oppurtunity to use our voice for the voiceless.“) Í lok ræðu sinnar þakkaði hann þeim sem gáfu honum annað tækifæri eftir að hafa verið erfiður í samstarfi. Hann segði, í lausleg þýðing: „Ég held að við séum upp á okkar besta þegar við styðjum hvert annað. Ekki þegar við afskrifum hvert annað eftir mistök fortíðarinnar heldur þegar við hjálpum hvert öðru til að vaxa. Þegar við fræðum hvert annað og leiðbeinum til frelsis. Það er það besta við mannkynið. („And I think that´s when we´re at our best, when we support each other. Not when we cancel each other out for past mistakes, but when we help each other to grow. When we educate each other, when we guide each other toward redemption. That is the best of humanity.“) Ég er svo hjartanlega sammála honum. Hvernig vinnum við saman að því að auka öryggi sjúklinga ef raddir þeirra heyrast ekki? Það er gagnslaust að leggja sig, Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu líða ekki hjá, ég er búin að reyna það í 19 ár. Látum í okkur heyra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar