Klopp: Eitt af því erfiðasta sem þú gerir sem fótboltamaður er að spila við Atletico Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 12:00 Jürgen Klopp á blaðamannafundi í gær. Getty/ David S. Bustamante Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað í tveggja leikja útsláttarviðureign í Evrópukeppni síðan að Jürgen Klopp tók við liðinu af Brendan Rodgers og það þótt að mótherjarnir hafi verið lið eins og Barcelona, Bayern München, Manchester City og Roma. Liverpool er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari og með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það búast því flestir að liðið slái út Atletico Madrid og komist áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Að spila á móti Atletico er eitt af því erfiðasta sem fótboltamaður gerir. Þeir eru mjög skipulögð fótboltavél sem kreistir fram úrslit,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Liverpool's #ChampionsLeague tie at Atletico Madrid "is one of the most difficult fixtures in the life of a football player", says Jurgen Klopp. Here's why https://t.co/Wt9ly5hh0i#LFC#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/NQ9V3hwjEm— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 „Ef það er til lið þar sem þú þarft að vera upp á þitt besta á öllum sviðum þá er það Atletico því þeir gefa þér alls engar gjafir inn á vellinum. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá áttu ekki möguleika,“ sagði Klopp. „Liðið lítur út eins og alvöru vél. Ef eitthvað gerist þá eru þeir mættir. Þeir pressa boltann með tveimur eða þremur leikmönnum, vinna hann og sækja hratt,“ sagði Klopp. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu heima fyrir og vann einnig heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Atletico Madrid hefur aftur á móti aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við viljum vera annað af liðunum sem kemst í úrslitaleikinn. Við sem lið eigum möguleika á því að komast þangað. Við vorum í smá vandræðum í riðlakeppninni en komust áfram. Við höfum verið meira sannfærandi í útsláttarkeppninni síðustu ár og vonandi heldur það áfram,“ sagði Klopp. „Okkur líður samt ekki eins og meisturum. Okkur líður eins og eitt af liðunum sem eiga möguleika í ár og við viljum komast í úrslitaleikinn í Istanbul,“ sagði Klopp. Leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 og þá verður leikur Borussia Dortmund og PSG sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað í tveggja leikja útsláttarviðureign í Evrópukeppni síðan að Jürgen Klopp tók við liðinu af Brendan Rodgers og það þótt að mótherjarnir hafi verið lið eins og Barcelona, Bayern München, Manchester City og Roma. Liverpool er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari og með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það búast því flestir að liðið slái út Atletico Madrid og komist áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Að spila á móti Atletico er eitt af því erfiðasta sem fótboltamaður gerir. Þeir eru mjög skipulögð fótboltavél sem kreistir fram úrslit,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Liverpool's #ChampionsLeague tie at Atletico Madrid "is one of the most difficult fixtures in the life of a football player", says Jurgen Klopp. Here's why https://t.co/Wt9ly5hh0i#LFC#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/NQ9V3hwjEm— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 „Ef það er til lið þar sem þú þarft að vera upp á þitt besta á öllum sviðum þá er það Atletico því þeir gefa þér alls engar gjafir inn á vellinum. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá áttu ekki möguleika,“ sagði Klopp. „Liðið lítur út eins og alvöru vél. Ef eitthvað gerist þá eru þeir mættir. Þeir pressa boltann með tveimur eða þremur leikmönnum, vinna hann og sækja hratt,“ sagði Klopp. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu heima fyrir og vann einnig heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Atletico Madrid hefur aftur á móti aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við viljum vera annað af liðunum sem kemst í úrslitaleikinn. Við sem lið eigum möguleika á því að komast þangað. Við vorum í smá vandræðum í riðlakeppninni en komust áfram. Við höfum verið meira sannfærandi í útsláttarkeppninni síðustu ár og vonandi heldur það áfram,“ sagði Klopp. „Okkur líður samt ekki eins og meisturum. Okkur líður eins og eitt af liðunum sem eiga möguleika í ár og við viljum komast í úrslitaleikinn í Istanbul,“ sagði Klopp. Leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 og þá verður leikur Borussia Dortmund og PSG sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira