Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 17. febrúar 2020 21:44 Frá fundi Eflingar í dag. Vísir Ótímabundið verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hófst í nótt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. Félagsmenn Eflingar komu saman til fundar í dag þar sem baráttumóð var blásið í hópinn. Þrír milljarðar eru í verkfallssjóði Eflingar sem Sólveig Anna segir standa undir mjög löngu verkfalli. Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og borgarinnar til fundar í fyrramálið og er það langþráður fundur að mati Sólveigar. „Við erum orðin óþreyjufull eftir því að fundur í deilunni verði boðaður svo að við getum farið að ræða okkur að einhverri lausn.“Sjá einnig: Boðað til fundar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar Undanþágunefnd Eflingar ákvað að veit viðkvæmustu þjónustu Reykjavíkuborgar auknar undanþágur frá aðgerðunum. Sólveig segir það sanna mikilvægi Eflingarfólks. „Hvaða algjöru grundvallarhlutverki þau gegna í þessu samfélagi, hversu þessar stofnanir eru reknar á lítilli mönnun og hversu svívirðilegt það er að hafa þetta mikilvæga starfsfólk á þeim ömurlegu launum sem raun ber vitni,“ segir Sólveig. Auknar undanþágur voru til dæmis veittar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum vegna þrifa og uppvasks. „Maður hefði horft fram á sýkingarhættu og annað slíkt. Eins og síðasta föstudagsmorgun þegar komið var hér og við máttum fara að þvo aftur. Lyktina lagði langt fram á ganga og við það er ekkert búið. Maður veit bara ekkert hvert það myndi leiða, myndi heilbrigðiseftirlitið hreinlega okkur stoppa okkur hér?“ spyr Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða. Undanþágur fást hins vegar ekki fyrir þrifum í skólum. Það gæti haft áhrif á kennslu í Réttarholtsskóla, Grandaskóla og Seljaskóla svo dæmi séu tekin. „Það yrðu þá ákveðin svæði skólabyggingar sem eru þá bara lokuð. Í skólum eins og Réttarholtsskóla þar sem þetta eru sex stöðugildi starfsmanna sem eru að sinna ræstingum, það þýðir að það er öll byggingin undir og það kallar á sértæk viðbrögð þar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir þau skilaboð hafa verið send út að skipulagi skuli vera breytt eins og hægt er en svo verði aðstæðubundið hvernig brugðist er við. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/vilhelm Greitt atkvæði um verkfallsboðun félagsmanna BSRB Atkvæðagreiðsla átján þúsund félagsmanna BSRB um verkfallsboðun hófst í dag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags . Fari svo að aðgerðir verði samþykktar hefjast þær þann 9. mars og verða tvíþættar. „Annars vegar sameiginleg verkföll aðildarfélaga BSRB, tímabundnar aðgerðir sem varða þá stofnanir eins og Landspítalann, heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu. Þetta er líka hjá sveitarfélögunum um allt land. Frístundaheimilin, leikskólarnir, þjónusta við aldrað fólk og fatlað fólk. Síðan verður á sama tíma, 9. mars þegar þetta hefst, að þá verður á tilteknum vinnustöðum lögð niður störf að öllu leyti og það er aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Þær stofnanir verða Ríkisskattstjóri og sýslumannsembættin og einnig skólar á höfuðborgarsvæðinu. Sonja Ýr segir kröfur félagsmanna hafa legið fyrir í heilt ár og þeir hafi verið kjarasamningslausir í þann tíma. „Megináherslan hjá okkur er að stytta vinnuvikuna. Við erum líka með kröfur um jöfnun launa á milli markaða og það sem eftir stendur núna eru þessi stóru mál og svo er launaliðurinn sjálfur hjá aðildarfélögunum.“ Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur. 17. febrúar 2020 17:48 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Greiða atkvæði um verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. 17. febrúar 2020 09:56 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Ótímabundið verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hófst í nótt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. Félagsmenn Eflingar komu saman til fundar í dag þar sem baráttumóð var blásið í hópinn. Þrír milljarðar eru í verkfallssjóði Eflingar sem Sólveig Anna segir standa undir mjög löngu verkfalli. Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og borgarinnar til fundar í fyrramálið og er það langþráður fundur að mati Sólveigar. „Við erum orðin óþreyjufull eftir því að fundur í deilunni verði boðaður svo að við getum farið að ræða okkur að einhverri lausn.“Sjá einnig: Boðað til fundar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar Undanþágunefnd Eflingar ákvað að veit viðkvæmustu þjónustu Reykjavíkuborgar auknar undanþágur frá aðgerðunum. Sólveig segir það sanna mikilvægi Eflingarfólks. „Hvaða algjöru grundvallarhlutverki þau gegna í þessu samfélagi, hversu þessar stofnanir eru reknar á lítilli mönnun og hversu svívirðilegt það er að hafa þetta mikilvæga starfsfólk á þeim ömurlegu launum sem raun ber vitni,“ segir Sólveig. Auknar undanþágur voru til dæmis veittar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum vegna þrifa og uppvasks. „Maður hefði horft fram á sýkingarhættu og annað slíkt. Eins og síðasta föstudagsmorgun þegar komið var hér og við máttum fara að þvo aftur. Lyktina lagði langt fram á ganga og við það er ekkert búið. Maður veit bara ekkert hvert það myndi leiða, myndi heilbrigðiseftirlitið hreinlega okkur stoppa okkur hér?“ spyr Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða. Undanþágur fást hins vegar ekki fyrir þrifum í skólum. Það gæti haft áhrif á kennslu í Réttarholtsskóla, Grandaskóla og Seljaskóla svo dæmi séu tekin. „Það yrðu þá ákveðin svæði skólabyggingar sem eru þá bara lokuð. Í skólum eins og Réttarholtsskóla þar sem þetta eru sex stöðugildi starfsmanna sem eru að sinna ræstingum, það þýðir að það er öll byggingin undir og það kallar á sértæk viðbrögð þar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir þau skilaboð hafa verið send út að skipulagi skuli vera breytt eins og hægt er en svo verði aðstæðubundið hvernig brugðist er við. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/vilhelm Greitt atkvæði um verkfallsboðun félagsmanna BSRB Atkvæðagreiðsla átján þúsund félagsmanna BSRB um verkfallsboðun hófst í dag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags . Fari svo að aðgerðir verði samþykktar hefjast þær þann 9. mars og verða tvíþættar. „Annars vegar sameiginleg verkföll aðildarfélaga BSRB, tímabundnar aðgerðir sem varða þá stofnanir eins og Landspítalann, heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu. Þetta er líka hjá sveitarfélögunum um allt land. Frístundaheimilin, leikskólarnir, þjónusta við aldrað fólk og fatlað fólk. Síðan verður á sama tíma, 9. mars þegar þetta hefst, að þá verður á tilteknum vinnustöðum lögð niður störf að öllu leyti og það er aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Þær stofnanir verða Ríkisskattstjóri og sýslumannsembættin og einnig skólar á höfuðborgarsvæðinu. Sonja Ýr segir kröfur félagsmanna hafa legið fyrir í heilt ár og þeir hafi verið kjarasamningslausir í þann tíma. „Megináherslan hjá okkur er að stytta vinnuvikuna. Við erum líka með kröfur um jöfnun launa á milli markaða og það sem eftir stendur núna eru þessi stóru mál og svo er launaliðurinn sjálfur hjá aðildarfélögunum.“
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur. 17. febrúar 2020 17:48 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Greiða atkvæði um verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. 17. febrúar 2020 09:56 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur. 17. febrúar 2020 17:48
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01
Greiða atkvæði um verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. 17. febrúar 2020 09:56