Liverpool mætti tapa síðustu þrettán leikjum sínum en United gæti samt ekki náð þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 15:30 Virgil van Dijk fagnar marki sínu fyrir Liverpool á móti Manchester United fyrr á þessu tímabili. Getty/ Michael Regan Þótt að Liverpool fengi ekki stig í viðbót í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá yrði liðið samt fyrir ofan Manchester United. Það eru liðin 29 ár síðan að Liverpool endaði ofar en United á tveimur tímabilum í röð. Manchester United getur ekki lengur náð Liverpool að stigum eftir 1-0 sigur Liverpool á Norwich um helgina. Liverppool er komið með 76 stig en Manchester United er með 35 stig. United á þrettán leiki eftir og getur því enn náð í 39 stig til viðótar. Despite having 13 matches still to play it is now mathematically impossible for Manchester United (35pts) to catch Liverpool (76pts) in the Premier League— WhoScored.com (@WhoScored) February 15, 2020 39 stig í viðbót við 35 stig gera hins vegar aðeins 74 stig eða tveimur minna en Liverpool er þegar með í húsi. Liverpool er bæði með fleiri stig á heimavelli (39) og á útivelli (37) en Manchester United liðið er með samtals (35). Það gæti hins vegar breyst í kvöld takist leikmönnum Manchester United að vinna Chelsea á Stamford Bridge. Manchester United setur samt sem áður „montað“ sig af því að vera eina liðið í fyrstu 26 umferðum ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur náð að taka stig af Liverpool en liðin gerðu jafntefli í leik sínum á Old Trafford. Liverpool hefur unnið alla hina 25 leikina. Sú staðreynd að Manchester United á ekki lengur möguleika á að enda ofar en Liverpool þýðir að Liverpool getur fagnað því í fyrsta sinn í 29 ár að halda erkifjendunum fyrir neðan sig á tveimur leiktíðum í röð. Þetta verður nefnilega í fyrsta sinn síðan 1991 að Liverpool endar ofar en Manchester United á tveimur tímabilum í röð. Liverpool hefur aðeins fjórum sinnum áður endað ofar en Manchester United síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 en það eru árin 2002, 2014, 2017 og 2019. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira
Þótt að Liverpool fengi ekki stig í viðbót í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá yrði liðið samt fyrir ofan Manchester United. Það eru liðin 29 ár síðan að Liverpool endaði ofar en United á tveimur tímabilum í röð. Manchester United getur ekki lengur náð Liverpool að stigum eftir 1-0 sigur Liverpool á Norwich um helgina. Liverppool er komið með 76 stig en Manchester United er með 35 stig. United á þrettán leiki eftir og getur því enn náð í 39 stig til viðótar. Despite having 13 matches still to play it is now mathematically impossible for Manchester United (35pts) to catch Liverpool (76pts) in the Premier League— WhoScored.com (@WhoScored) February 15, 2020 39 stig í viðbót við 35 stig gera hins vegar aðeins 74 stig eða tveimur minna en Liverpool er þegar með í húsi. Liverpool er bæði með fleiri stig á heimavelli (39) og á útivelli (37) en Manchester United liðið er með samtals (35). Það gæti hins vegar breyst í kvöld takist leikmönnum Manchester United að vinna Chelsea á Stamford Bridge. Manchester United setur samt sem áður „montað“ sig af því að vera eina liðið í fyrstu 26 umferðum ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur náð að taka stig af Liverpool en liðin gerðu jafntefli í leik sínum á Old Trafford. Liverpool hefur unnið alla hina 25 leikina. Sú staðreynd að Manchester United á ekki lengur möguleika á að enda ofar en Liverpool þýðir að Liverpool getur fagnað því í fyrsta sinn í 29 ár að halda erkifjendunum fyrir neðan sig á tveimur leiktíðum í röð. Þetta verður nefnilega í fyrsta sinn síðan 1991 að Liverpool endar ofar en Manchester United á tveimur tímabilum í röð. Liverpool hefur aðeins fjórum sinnum áður endað ofar en Manchester United síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 en það eru árin 2002, 2014, 2017 og 2019.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira