Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2020 19:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að lífskjarasamningurinn gæti farið í uppnám verði farið að ítrustu kröfum Eflingar um launahækkanir. Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. Um 1850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni á 129 starfsstöðvum hafa boðað verkfall á miðnætti . Engin fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hittust þar síðast 7. febrúar. „Ég hef sagt það áður að ég hef áhyggjur af þessu staðan er erfið og að það verði erfitt að leysa kjaradeiluna. Áhrifin verða víðtæk en einna mest á leikskóla auk matarþjónustu í grunnskólum og það mun reyna á í velferðaþjónustu þrátt fyrir undanþágur á viðkvæmustu stöðunum. Þetta mun jafnframt hafa veruleg áhrif á umhirðu borgarinnar ,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir erfitt að mæta kröfum Eflingar um hærri greiðslur til láglaunafólks en kveðið er á um í lífkjarasamningnum. „Þessar kröfur bætast ofaná lífskjarasamninginn en hann tryggir mestu hækkunina til þeirra sem hafa lægstu launin. Við höfum lýst þeirri skoðun að ef þeim kröfum yrði mætt gengi það yfir aðra hópa og þar með væru forsendur lífkjarasamningsins brostnar,“ segir Dagur. Drífa Snædal segir að lífskjarasamningurinn hafi ekki átt að læsa ákveðnar stéttir inni þegar kemur að launahækkunum.ASÍ Drífa Snædal forseti ASÍ lýsti annarri skoðun á lífskjarasamningum í Víglínunni í dag. „Það var engin að framselja réttindi sín á frekari kjarabaráttu í lífskjarasamningum. Við skulum alveg hafa það á hreinu að það var ekki skrifað inní þá eins og oft er að ef það verða hækkanir annars staðar þá læsist aðrir hópar inni,“ segir Drífa. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða fagnar því að starfsfólk Eflingar í umönnun hafi fengið undanþágu til að starfa í verkfallinu. Það hafi verið nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð fengu undanþágur fyrir starfsmenn Eflingar sem sinna umönnun. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða segir að það hafi verið nauðsyn. „Við auðvitað getum ekki annað en haldið þessari nauðsynlegu þjónustu uppi. Full mönnun á hjúkrunarheimili er í raun og veru bara lágmarksmönnun. Við bara rétt náum að sinna því sem við eigum að sinna. Það er mikilvægt að baða fólk, þrífa, við þurfum að passa uppá sýkingar. Þessi umönnun er nauðsynleg og því fengum við þessar undanþágur í gegn,“ segir Jórunn. Það fengust hins vegar ekki undanþágur fyrir fólk í uppvaski þannig að það þarf að kaupa mikið magn af einnota matarílátum. „Það eru þúsundir af matarílátum, diskum glösum og hnífapörum sem við munum þurfum að kaupa og farga því miður,“ segir Jórunn. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. Um 1850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni á 129 starfsstöðvum hafa boðað verkfall á miðnætti . Engin fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hittust þar síðast 7. febrúar. „Ég hef sagt það áður að ég hef áhyggjur af þessu staðan er erfið og að það verði erfitt að leysa kjaradeiluna. Áhrifin verða víðtæk en einna mest á leikskóla auk matarþjónustu í grunnskólum og það mun reyna á í velferðaþjónustu þrátt fyrir undanþágur á viðkvæmustu stöðunum. Þetta mun jafnframt hafa veruleg áhrif á umhirðu borgarinnar ,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir erfitt að mæta kröfum Eflingar um hærri greiðslur til láglaunafólks en kveðið er á um í lífkjarasamningnum. „Þessar kröfur bætast ofaná lífskjarasamninginn en hann tryggir mestu hækkunina til þeirra sem hafa lægstu launin. Við höfum lýst þeirri skoðun að ef þeim kröfum yrði mætt gengi það yfir aðra hópa og þar með væru forsendur lífkjarasamningsins brostnar,“ segir Dagur. Drífa Snædal segir að lífskjarasamningurinn hafi ekki átt að læsa ákveðnar stéttir inni þegar kemur að launahækkunum.ASÍ Drífa Snædal forseti ASÍ lýsti annarri skoðun á lífskjarasamningum í Víglínunni í dag. „Það var engin að framselja réttindi sín á frekari kjarabaráttu í lífskjarasamningum. Við skulum alveg hafa það á hreinu að það var ekki skrifað inní þá eins og oft er að ef það verða hækkanir annars staðar þá læsist aðrir hópar inni,“ segir Drífa. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða fagnar því að starfsfólk Eflingar í umönnun hafi fengið undanþágu til að starfa í verkfallinu. Það hafi verið nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð fengu undanþágur fyrir starfsmenn Eflingar sem sinna umönnun. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða segir að það hafi verið nauðsyn. „Við auðvitað getum ekki annað en haldið þessari nauðsynlegu þjónustu uppi. Full mönnun á hjúkrunarheimili er í raun og veru bara lágmarksmönnun. Við bara rétt náum að sinna því sem við eigum að sinna. Það er mikilvægt að baða fólk, þrífa, við þurfum að passa uppá sýkingar. Þessi umönnun er nauðsynleg og því fengum við þessar undanþágur í gegn,“ segir Jórunn. Það fengust hins vegar ekki undanþágur fyrir fólk í uppvaski þannig að það þarf að kaupa mikið magn af einnota matarílátum. „Það eru þúsundir af matarílátum, diskum glösum og hnífapörum sem við munum þurfum að kaupa og farga því miður,“ segir Jórunn.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira