Rödd Elton John gaf sig á miðjum tónleikum Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2020 16:04 Elton John lagði sig allann fram í Auckland. Getty/Dave Simpson Tónlistargoðsögnin Elton John neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Auckland í Nýja Sjálandi eftir að hafa misst röddina þegar tónleikarnir voru hálfnaðir. Áður hafði John tilkynnt tónleikagestum að hann hafi greinst með lungnabólgu en ætlaði ekki að láta það á sig fá. John sem er 72 ára gamall er um þessar mundir á Goodbye Yellow Brick Road tónleikaferðalagi sínu og voru tónleikarnir á Mount Smart-vellinum í Auckland þeir fyrstu á Nýja Sjálandi. „Ég er algjörlega búinn að missa röddina, ég get ekki sungið. Ég þarf að fara, ég biðst afsökunar,“ sagði John við tónleikagesti eftir að röddin hafði gefið sig. .@eltonofficial broke down after losing his voice to walking pneumonia 2/3rds through his Auckland show. It was hard to watch! Amazing hour 45 regardless pic.twitter.com/9jUb0xSIh4— Clint Roberts (@kiaoraclint) February 16, 2020 BBC greinir frá að John hafi þegar sungið þekkt lög á borð við Candle in the Wind og All the Girls Love Alice og var í miðjum flutningi á laginu Daniel þegar allt kom fyrir ekki. John bað aðdáendur sína enn og aftur afsökunar á Instagram-síðu sinni. „Ég spilaði og söng af öllu hjarta. Ég er vonsvikinn og sár. Ég gaf allt sem ég átti í frammistöðuna. Takk fyrir óviðjafnanlegan stuðning og alla þá ást sem mér var sýnd í kvöld. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði söngvarinn. Ekki er ljóst hvort veikindi Elton John muni hafa frekari áhrif á tónleikaferðalag hans en áformaðir eru tvennir tónleikar til viðbótar í Auckland. Nýja-Sjáland Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistargoðsögnin Elton John neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Auckland í Nýja Sjálandi eftir að hafa misst röddina þegar tónleikarnir voru hálfnaðir. Áður hafði John tilkynnt tónleikagestum að hann hafi greinst með lungnabólgu en ætlaði ekki að láta það á sig fá. John sem er 72 ára gamall er um þessar mundir á Goodbye Yellow Brick Road tónleikaferðalagi sínu og voru tónleikarnir á Mount Smart-vellinum í Auckland þeir fyrstu á Nýja Sjálandi. „Ég er algjörlega búinn að missa röddina, ég get ekki sungið. Ég þarf að fara, ég biðst afsökunar,“ sagði John við tónleikagesti eftir að röddin hafði gefið sig. .@eltonofficial broke down after losing his voice to walking pneumonia 2/3rds through his Auckland show. It was hard to watch! Amazing hour 45 regardless pic.twitter.com/9jUb0xSIh4— Clint Roberts (@kiaoraclint) February 16, 2020 BBC greinir frá að John hafi þegar sungið þekkt lög á borð við Candle in the Wind og All the Girls Love Alice og var í miðjum flutningi á laginu Daniel þegar allt kom fyrir ekki. John bað aðdáendur sína enn og aftur afsökunar á Instagram-síðu sinni. „Ég spilaði og söng af öllu hjarta. Ég er vonsvikinn og sár. Ég gaf allt sem ég átti í frammistöðuna. Takk fyrir óviðjafnanlegan stuðning og alla þá ást sem mér var sýnd í kvöld. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði söngvarinn. Ekki er ljóst hvort veikindi Elton John muni hafa frekari áhrif á tónleikaferðalag hans en áformaðir eru tvennir tónleikar til viðbótar í Auckland.
Nýja-Sjáland Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira