Kínverjar segja að nýjum kórónuveirusmitum fari fækkandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 08:14 Starfsmenn í hlífðarklæðnaði búa sig undir að sótthreinsa í íbúðarhverfi í Beijing vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA Tilkynningum um ný kórónuveirusmit hefur nú fækkað í þrjá daga í röð ef marka má opinberar tölur kínverskra yfirvalda. Þau tilkynntu um rúmlega tvö þúsund ný smit og 142 dauðsföll af völdum veirunnar í dag. Tölur um ný tilfelli kórónuveirunnar tóku kipp í síðustu viku eftir að kínversk stjórnvöld breyttu því hvernig þau voru talin. Síðan þá hefur nýjum smitum farið fækkandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alls hafa nú rúmlega 68.000 manns smitast af veirunni í Kína og 1.665 manns látist. Utan Kína hafa um fimmhundruð tilfelli greinst í nærri því þrjátíu löndum. Fjórir hafa látist í Frakklandi, Hong Kong, á Filippseyjum og í Japan. Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína, fullyrti í dag að aðgerðir stjórnvalda í Beijing til að ná tökum á veirunni bæru nú árangur. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), lofaði viðbrögð kínverskra stjórnvalda í gær. „Kína hefur keypt heiminum tíma. Við vitum ekki hversu langan tíma. Það blæs okkur von í brjóst að við höfum ekki séð mikið um smit á milli manna utan Kína,“ sagði hann. Kínversk stjórnvöld hafa engu að síður verið gagnrýnd fyrir að reyna að gera minna úr veirunni en efni stóðu til þegar hún kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Lögreglunni var þannig sigað á lækna sem reyndu að vara hver aðra við veirunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Tilkynningum um ný kórónuveirusmit hefur nú fækkað í þrjá daga í röð ef marka má opinberar tölur kínverskra yfirvalda. Þau tilkynntu um rúmlega tvö þúsund ný smit og 142 dauðsföll af völdum veirunnar í dag. Tölur um ný tilfelli kórónuveirunnar tóku kipp í síðustu viku eftir að kínversk stjórnvöld breyttu því hvernig þau voru talin. Síðan þá hefur nýjum smitum farið fækkandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alls hafa nú rúmlega 68.000 manns smitast af veirunni í Kína og 1.665 manns látist. Utan Kína hafa um fimmhundruð tilfelli greinst í nærri því þrjátíu löndum. Fjórir hafa látist í Frakklandi, Hong Kong, á Filippseyjum og í Japan. Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína, fullyrti í dag að aðgerðir stjórnvalda í Beijing til að ná tökum á veirunni bæru nú árangur. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), lofaði viðbrögð kínverskra stjórnvalda í gær. „Kína hefur keypt heiminum tíma. Við vitum ekki hversu langan tíma. Það blæs okkur von í brjóst að við höfum ekki séð mikið um smit á milli manna utan Kína,“ sagði hann. Kínversk stjórnvöld hafa engu að síður verið gagnrýnd fyrir að reyna að gera minna úr veirunni en efni stóðu til þegar hún kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Lögreglunni var þannig sigað á lækna sem reyndu að vara hver aðra við veirunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50
Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56