Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið rússneska listamanninn Petr Pavlensky, manninn sem sagður er hafa lekið kynlífsmyndbandi af Benjamin Griveaux, sem var borgarstjóraefni flokks forsætisráðherrans Emmanuel Macron í París.
Griveaux dró framboð sitt til baka í vikunni eftir að fregnir bárust um kynlífsmyndband sem var lekið á netið. Sagðist hann hafa gert að vegna „auðvirðilegra árása“ á einkalíf hans, líkt og það var orðað í yfirlýsingu frá frambjóðandanum fyrrverandi.
AP-fréttastofan sagði í vikunni að Pavlensky, rússneskur listamaður sem sé þekktur fyrir pólitíska gjörninga, hafi lýst yfir ábyrgð á samfélagsmiðlafærslum sem leiddu til afsagnar Griveaux. Myndband sem Pavlensky sagðist hafa dreift og er sagt hafa sýnt Griveaux í kynlífsstellingum, dreifðist hratt út á samfélagsmiðlum í Frakklandi.
Samkvæmt fréttum franskra miðla er handtaka Pavlensky þó ótengd myndbandinu en hann er sagður hafa verið handtekinn í tengslum við slagsmál á gamlársag, þar sem vopnum er sagt hafa verið beitt.
Stjórnmálamenn úr nær öllum stjórnmálaflokkum í Frakklandi hafa fordæmt birtingu myndbandsins af Griveaux em Pavlensky sagðist hafa birt myndbandið til að afhjúpa hræsni Grieavaux.
Lögregla rannsakar málið.
Listamaðurinn sem segist hafa lekið kynlífsmyndbandinu handtekinn

Tengdar fréttir

Bandamaður Macron heltist úr lestinni vegna kynlífsmyndbands
Flokkur Macron Frakklandsforseta er nú án frambjóðanda í borgarstjórakosningum í París aðeins mánuði fyrir kosningar.