Lyfjaeftirlitið tafði fagnaðarlæti Skallagríms Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 10:30 Sigrún Sjöfn, fyrirliði Skallagríms, var meðal leikmanna sem teknar voru í lyfjapróf. Vísir/Daníel Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik. Skallagrímur kom öllum á óvart í gær og unnu stórkostlegan sigur á mögnuðu liði KR sem vann Val í framlengdum undanúrslitaleik á fimmtudag. Fór það svo að Borgnesingar unnu 17 stiga sigur, 66-49. Eftir leik var ljóst að tilfinningar voru að bera leikmenn og þjálfara ofurliði en nær allt bæjarfélagið hafði fylgt liðinu í Laugardalshöllina. Að sigrinum loknum átti að bruna í Borgarnes þar sem árlegt þorrablót bæjarins fór fram. Fagnaðarlætin voru hins vegar sett tímabundið á ís samkvæmt heimildamanni Vísis sem staddur var á svæðinu. Þannig var mál með vexti að nokkrir leikmenn voru teknir rakleiðis í lyfjapróf að leik loknum, eins og venja er eftir leiki sem þessa. Að gefa þvagsýni eftir slíka áreynslu, bæði andlega og líkamlega, er hægara sagt en gert og voru leikmenn liðsins allt að tvo tíma að koma sýnunum í hendurnar á lyfjaeftirlitinu. Á meðan var einfaldlega beðið eftir hetjunum. Þegar þær hafa á endanum skilað sér á þorrablótið má reikna með að þakið hafi fokið af húsinu og fagnaðarlætin hafa eflaust staðið langt fram eftir nóttu. Skallagrímsstúlkur tóku þó vonandi ekki of vel á því í gærkvöldi en liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn kemur. Valsstúlkur eru eflaust í hefndarhug eftir að hafa dottið út í undanúrslitum bikarsins. KR fær svo Hauka í heimsókn á sama tíma. Borgarbyggð Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45 Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik. Skallagrímur kom öllum á óvart í gær og unnu stórkostlegan sigur á mögnuðu liði KR sem vann Val í framlengdum undanúrslitaleik á fimmtudag. Fór það svo að Borgnesingar unnu 17 stiga sigur, 66-49. Eftir leik var ljóst að tilfinningar voru að bera leikmenn og þjálfara ofurliði en nær allt bæjarfélagið hafði fylgt liðinu í Laugardalshöllina. Að sigrinum loknum átti að bruna í Borgarnes þar sem árlegt þorrablót bæjarins fór fram. Fagnaðarlætin voru hins vegar sett tímabundið á ís samkvæmt heimildamanni Vísis sem staddur var á svæðinu. Þannig var mál með vexti að nokkrir leikmenn voru teknir rakleiðis í lyfjapróf að leik loknum, eins og venja er eftir leiki sem þessa. Að gefa þvagsýni eftir slíka áreynslu, bæði andlega og líkamlega, er hægara sagt en gert og voru leikmenn liðsins allt að tvo tíma að koma sýnunum í hendurnar á lyfjaeftirlitinu. Á meðan var einfaldlega beðið eftir hetjunum. Þegar þær hafa á endanum skilað sér á þorrablótið má reikna með að þakið hafi fokið af húsinu og fagnaðarlætin hafa eflaust staðið langt fram eftir nóttu. Skallagrímsstúlkur tóku þó vonandi ekki of vel á því í gærkvöldi en liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn kemur. Valsstúlkur eru eflaust í hefndarhug eftir að hafa dottið út í undanúrslitum bikarsins. KR fær svo Hauka í heimsókn á sama tíma.
Borgarbyggð Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45 Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45
Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30