Reyndi að vera „karlalegur“ stangarstökkvari en er kona Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 22:30 Martin Eriksson var fremsti stangarstökkvari Svía á sínum tíma og vann silfur á EM innanhúss. vísir/getty Martin Eriksson var frjálsíþróttastjarna í Svíþjóð í kringum aldamótin en kæfði á sama tíma niður löngunina til að viðurkenna að Martin væri í raun kvenkyns. Í dag heitir þessi fyrrverandi EM-silfurverðlaunahafi í stangarstökki ekki Martin heldur Veronica. Hún er 48 ára gömul, gift og á tvö börn, og segir þungu fargi af sér létt að hafa loksins fengið kyn sitt leiðrétt. Hún hafi í raun afar lengi vitað að hún væri kona og til að mynda viljað klæðast „stelpufötum“ þegar hún var barn. „Ég á mjög snemma minningar um þetta en svo var ég í íþróttunum og þá er maður frekar karlalegur. Það er kannski algengt hjá transkonum að reyna að vera „macho“ til að leyna þessu. Ég reyndi að vera sérstaklega karlaleg,“ sagði Eriksson í hlaðvarpsþættinum Kommentatorerna. „Ég birgði þetta inni en fannst ég þurfa að koma út og þegar ferlinum var lokið fór ég að hugsa um það af alvöru. En ég efaðist samt um að ég gæti verið trans því það virtist svo ótrúlegt. Mér fannst það ekki geta gengið, en svo fann ég þetta sterkar og sterkar. En árin liðu og ég ýtti þessu frá mér,“ segir Eriksson, sem keppti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og átti Svíþjóðarmetið í stangarstökki (5,80 metra). Metið er nú í eigu nýstirnisins Armand Duplantis sem bætti heimsmetið fyrr í þessum mánuði og svo aftur í dag með 6,18 metra stökki. Að lokum tókst Eriksson að viðurkenna hvað hún raunlega vildi og með stuðningi eiginkonu sinnar er hún nú búin að ganga í gegnum hormónameðferð, fara í andlitsaðgerð og leiðrétta kyn sitt í skrám yfirvalda. Hún segir það hafa verið mun auðveldara að segja vinum og vinnufélögum fréttirnar en hún gerði ráð fyrir: „Það var á endanum mjög auðvelt að koma út úr skápnum sem transkona. Það er örugglega erfiðara að koma út sem samkynhneigður einstaklingur,“ sagði Eriksson. Á meðan á frjálsíþróttaferlinum stóð kvaðst hún þó ekki hafa getað leiðrétt kyn sitt: „Það var ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér að ég myndi gera, en eftir á að hyggja hefði verið gott að komast þá þegar út úr skápnum. En þá hefði frjálsíþróttaferlinum væntanlega verið lokið. Þá hefði ég ekki getað stokkið,“ sagði Eriksson. Frjálsar íþróttir Hinsegin Svíþjóð Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Sjá meira
Martin Eriksson var frjálsíþróttastjarna í Svíþjóð í kringum aldamótin en kæfði á sama tíma niður löngunina til að viðurkenna að Martin væri í raun kvenkyns. Í dag heitir þessi fyrrverandi EM-silfurverðlaunahafi í stangarstökki ekki Martin heldur Veronica. Hún er 48 ára gömul, gift og á tvö börn, og segir þungu fargi af sér létt að hafa loksins fengið kyn sitt leiðrétt. Hún hafi í raun afar lengi vitað að hún væri kona og til að mynda viljað klæðast „stelpufötum“ þegar hún var barn. „Ég á mjög snemma minningar um þetta en svo var ég í íþróttunum og þá er maður frekar karlalegur. Það er kannski algengt hjá transkonum að reyna að vera „macho“ til að leyna þessu. Ég reyndi að vera sérstaklega karlaleg,“ sagði Eriksson í hlaðvarpsþættinum Kommentatorerna. „Ég birgði þetta inni en fannst ég þurfa að koma út og þegar ferlinum var lokið fór ég að hugsa um það af alvöru. En ég efaðist samt um að ég gæti verið trans því það virtist svo ótrúlegt. Mér fannst það ekki geta gengið, en svo fann ég þetta sterkar og sterkar. En árin liðu og ég ýtti þessu frá mér,“ segir Eriksson, sem keppti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og átti Svíþjóðarmetið í stangarstökki (5,80 metra). Metið er nú í eigu nýstirnisins Armand Duplantis sem bætti heimsmetið fyrr í þessum mánuði og svo aftur í dag með 6,18 metra stökki. Að lokum tókst Eriksson að viðurkenna hvað hún raunlega vildi og með stuðningi eiginkonu sinnar er hún nú búin að ganga í gegnum hormónameðferð, fara í andlitsaðgerð og leiðrétta kyn sitt í skrám yfirvalda. Hún segir það hafa verið mun auðveldara að segja vinum og vinnufélögum fréttirnar en hún gerði ráð fyrir: „Það var á endanum mjög auðvelt að koma út úr skápnum sem transkona. Það er örugglega erfiðara að koma út sem samkynhneigður einstaklingur,“ sagði Eriksson. Á meðan á frjálsíþróttaferlinum stóð kvaðst hún þó ekki hafa getað leiðrétt kyn sitt: „Það var ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér að ég myndi gera, en eftir á að hyggja hefði verið gott að komast þá þegar út úr skápnum. En þá hefði frjálsíþróttaferlinum væntanlega verið lokið. Þá hefði ég ekki getað stokkið,“ sagði Eriksson.
Frjálsar íþróttir Hinsegin Svíþjóð Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Sjá meira