Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 18:10 Það var afar hvasst í höfuðborginni í dag. Lægðin á morgun verður öllu rólegri. Vísir/Vilhelm Lægðin sem færir okkur hvassviðri, úrkomu og gular viðvaranir á morgun gæti slegið met, að því er fram kemur í færslu á veðurvefnum Blika.is. Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. Óveðrið sem gekk yfir landið í dag hefur valdið miklu tjóni á sunnanverðu landinu í dag. Rauðar viðvaranir voru í gildi í nokkrum landshlutum, sums staðar í fyrsta skipti, en veðrið hefur nú náð hámarki víðast hvar og dregið verulega úr vindi. Ekkert lát er þó á lægðagangi. Ný lægð nálgast nú landið úr suðvestri og kemur upp að austanverðu landinu í fyrramálið með talsverðri úrkomu og vindi. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Vestfjörðum en vindur gæti orðið allt að 20 m/s og hviður náð 40 m/s. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um lægð morgundagsins í færslu á veðurvefnum Bliku.is í dag. Þar segir hann að dýpt lægðarinnar á morgun veki sérstaka athygli. GFS-reiknilíkanið sem Blika byggi á reikni 915 hPa þrýsting í lægðarmiðjunni, „sem er með því lægsta sem sést,“ skrifar Sveinn. Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Það séu tvær lægðir sem keppi um þann „vafasama heiður“ að vera dýpstu lægðir sögunnar á heimsvísu. „Báðar þessar lægðir náðu sinni mestu dýpt í grennd við Ísland. Um er að ræða 912 - 915 hPa lægð sem náði mestu dýpt suðaustur af Íslandi þann 10. janúar 1993 og svo 916 hPa (af sumum talin 912 - 913 hPa) sem dólaði á hafinu milli Íslands og Grænlands 15. desember árið 1986. Þrátt fyrir mikla dýpt ollu þessar lægðir ekki teljandi vandræðum, allavega á Íslandi, enda var lægðamiðjan fjarri landi.“ Það verði því spennandi að sjá hvort nýtt „lægðaheimsmet“ verði slegið á morgun, þ.e. verði minni en 913 hPa, þó að slíkt verði að teljast ólíklegt – en langt í frá útilokað. „Það er þó nokkuð víst að lægðin verður sú dýpsta á þessari öld,“ skrifar Sveinn. Þá getur hann þess sérstaklega að lægðin, sem nefnd hefur verið „Denni dæmalausi“ í fjölmiðlum ytra, sé afar umfangsmikil. Veðurviðaranir vegna hennar hafi verið gefnar út í tólf löndum: Austurríki, Sviss, Spáni, Frakklandi, Írlandi, Íslandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Litháen, Slóveníu og Bretlandi. Færsla Sveins í heild. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Lægðin sem færir okkur hvassviðri, úrkomu og gular viðvaranir á morgun gæti slegið met, að því er fram kemur í færslu á veðurvefnum Blika.is. Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. Óveðrið sem gekk yfir landið í dag hefur valdið miklu tjóni á sunnanverðu landinu í dag. Rauðar viðvaranir voru í gildi í nokkrum landshlutum, sums staðar í fyrsta skipti, en veðrið hefur nú náð hámarki víðast hvar og dregið verulega úr vindi. Ekkert lát er þó á lægðagangi. Ný lægð nálgast nú landið úr suðvestri og kemur upp að austanverðu landinu í fyrramálið með talsverðri úrkomu og vindi. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Vestfjörðum en vindur gæti orðið allt að 20 m/s og hviður náð 40 m/s. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um lægð morgundagsins í færslu á veðurvefnum Bliku.is í dag. Þar segir hann að dýpt lægðarinnar á morgun veki sérstaka athygli. GFS-reiknilíkanið sem Blika byggi á reikni 915 hPa þrýsting í lægðarmiðjunni, „sem er með því lægsta sem sést,“ skrifar Sveinn. Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Það séu tvær lægðir sem keppi um þann „vafasama heiður“ að vera dýpstu lægðir sögunnar á heimsvísu. „Báðar þessar lægðir náðu sinni mestu dýpt í grennd við Ísland. Um er að ræða 912 - 915 hPa lægð sem náði mestu dýpt suðaustur af Íslandi þann 10. janúar 1993 og svo 916 hPa (af sumum talin 912 - 913 hPa) sem dólaði á hafinu milli Íslands og Grænlands 15. desember árið 1986. Þrátt fyrir mikla dýpt ollu þessar lægðir ekki teljandi vandræðum, allavega á Íslandi, enda var lægðamiðjan fjarri landi.“ Það verði því spennandi að sjá hvort nýtt „lægðaheimsmet“ verði slegið á morgun, þ.e. verði minni en 913 hPa, þó að slíkt verði að teljast ólíklegt – en langt í frá útilokað. „Það er þó nokkuð víst að lægðin verður sú dýpsta á þessari öld,“ skrifar Sveinn. Þá getur hann þess sérstaklega að lægðin, sem nefnd hefur verið „Denni dæmalausi“ í fjölmiðlum ytra, sé afar umfangsmikil. Veðurviðaranir vegna hennar hafi verið gefnar út í tólf löndum: Austurríki, Sviss, Spáni, Frakklandi, Írlandi, Íslandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Litháen, Slóveníu og Bretlandi. Færsla Sveins í heild.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02