Innlent

Ó­veður­svaktin: Strætó­skýli fjúka og sjór gengur á land

Ritstjórn skrifar
Einhverjir ferðamenn hættu sér nærri vitanum við Hörpu þar sem mikill öldugangur var fyrr í dag.
Einhverjir ferðamenn hættu sér nærri vitanum við Hörpu þar sem mikill öldugangur var fyrr í dag. Vísir/Vilhelm

Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. Óveðrið á að ganga yfir í dag en vegum hefur verið lokað víða og fylgjast má með lokunum á vef Vegagerðarinnar.

Fyrst skall veðrið þó á á Suðurlandi og var fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur sinnt minnst fimm útköllum í nótt eftir að verulega bætti í vind eftir miðnætti.

Vísir verður á vaktinni í allan dag og mun miðla öllum helstu upplýsingum um óveðrið í rauntíma hér að neðan, auk þess sem fréttum verður áfram komið áleiðis á heila tímanum á Bylgjunni og að sjálfsögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×