Guðrún: Stolt af liðinu - Var ekki svona róleg sem leikmaður Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 13. febrúar 2020 23:26 Guðrún Ósk Ámundadóttir stýrir Skallagrími í bikarúrslitaleik á laugardaginn. Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið." Dominos-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira