Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 16:02 Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturland Veðurstofan Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir land allt. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í óveðursvaktinni hér neðst í fréttinni. Almannavarnir funduðu á fjórða tímanum og tóku ákvörðun um að setja á rauðar viðvaranir á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Áfram er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Fyrsta rauða viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofan útskýrir rauðar viðvaranir með eftirfarandi hætti: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist. Aðeins einu sinni áður hefur verið talin þörf á að virkja rauða viðvörun. Það var gert í aftakaveðrinu í byrjun desember á Norðurlandi og Ströndum. Þá urðu víðtækar og lamandi skemmdir á margvíslegum samfélagslegum innviðum, eins og dreifikerfi rafmagns. Nú þegar er búið að vara við verulegum samgöngutruflunum víða um land; flug fellt niður, almenningssamgöngur raskast og akstur um vegi takmarkaður. Til að mynda er gert ráð fyrir að öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina verði lokað strax í nótt og að lokanir vari fram á miðjan dag. Veðrið mun hafa áhrif á samgöngur í öllum landshlutum og má sjá lista yfir væntar vegalokanir með því að smella hér. Fréttin verður uppfærð
Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir land allt. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í óveðursvaktinni hér neðst í fréttinni. Almannavarnir funduðu á fjórða tímanum og tóku ákvörðun um að setja á rauðar viðvaranir á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Áfram er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Fyrsta rauða viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofan útskýrir rauðar viðvaranir með eftirfarandi hætti: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist. Aðeins einu sinni áður hefur verið talin þörf á að virkja rauða viðvörun. Það var gert í aftakaveðrinu í byrjun desember á Norðurlandi og Ströndum. Þá urðu víðtækar og lamandi skemmdir á margvíslegum samfélagslegum innviðum, eins og dreifikerfi rafmagns. Nú þegar er búið að vara við verulegum samgöngutruflunum víða um land; flug fellt niður, almenningssamgöngur raskast og akstur um vegi takmarkaður. Til að mynda er gert ráð fyrir að öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina verði lokað strax í nótt og að lokanir vari fram á miðjan dag. Veðrið mun hafa áhrif á samgöngur í öllum landshlutum og má sjá lista yfir væntar vegalokanir með því að smella hér. Fréttin verður uppfærð
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira