Eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið: Má það? Margaret Anne Johnson skrifar 13. febrúar 2020 14:00 Konur sem upplifa eftirsjá eftir að hafa eignast börn þurfa gjarnan að bera þá byrði í hljóði því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að sjá eftir móðurhlutverkinu. Á sama tíma er samfélagið fljótt að dæma konur sem velja barnlaust líf. Þá er oft sagt við, og um þær, að þær séu ekki eðlilegar fyrir að vilja ekki eignast börn og að þær muni koma til með að sjá eftir því. Það er síendurtekin mýta í samfélaginu sem segir að það sé eitthvað verulega mikið að hjá konum sem sjá eftir að hafa eignast börn og þar af leiðandi er það tabú að viðurkenna eftirsjá í tengslum við barneignir. Konur sem eignast börn og sjá eftir því velja gjarnan að fela tilfinningar sínar gagnvart börnum sínum, fjölskyldu og samfélagi. Umræðan virðist þó vera að opnast og birst hafa greinar sem fjalla um eftirsjá kvenna í tengslum við móðurhlutverkið. Árið 2016 birti Marie Claire grein sem fjallar um konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn og mismunandi ástæður þess. Konur sem opinbera tilfinningar sínar um eftirsjá við barneignir þurfa oft að þola niðurlægjandi orðræðu sem gefur til kynna að viðkomandi kona hljóti að vera köld, sjálfselsk og tilfinningalaus. Því er ekki auðvelt að viðurkenna eftirsjá og ekki er vel tekið í það þegar talað er af hreinskilni um þessar tilfinningar. Þá eru konur dæmdar sem slæmar mæður, sagðar eiga við geðræn vandamál að stríða o.s.frv. Félagsfræðingurinn Orna Donath framkvæmdi rannsókn meðal kvenna sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Engin þeirra sá í raun eftir börnum sínum sem slíkum heldur þvert að móti elska þær börn sín. Það var móðurhlutverkið sem vafðist fyrir þeim og þær sjá eftir að hafa tekið að sér það hlutverk. Fyrir því voru margskonar ástæður og í flestum tilfellum fundu þær ekki fyrir löngun til að verða móðir en gáfu eftir vegna þrýstings frá samfélaginu. Hvert sem litið er segir orðræðan að konur eigi að eignast börn og að góðar mæður elski bæði börn sín og móðurhlutverkið. Rannsókn Donath varpar ljósi á þá erfiðleika sem þessi hópur kvenna upplifir. Þær þora ekki að tjá sig um líðan sína vegna hræðslu um að börn þeirra muni taka því sem svo að móðir þeirra vilji þau ekki og einnig vegna dómhörku sem þær gætu upplifað frá ættingjum og vinum. Í rannsókn Donath kemur fram að ein af viðmælendum hennar hafði tjáð sig um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið við vinkonur sínar í veislu. Innan fáeinna daga mætti barnavernd heim til hennar og í framhaldinu var hún sett í strangt sex mánaða eftirlit (BBC parents who regret having children I regret having children). Ein af niðurstöðum Donath er sú að samfélagið líti svo á að ekki sé möguleiki á að konur muni sjá eftir því að hafa tekið að sér móðurhlutverkið, eina eftirsjáin sem í raun er leyfð er eftirsjáin eftir því að hafa ekki orðið móðir. Rannsókn Donath er kveikjan að doktorsrannsókn Margaret Anne Johnson í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin felst í því að taka viðtöl við konur og fólk sem hefur gengið með börn og hefur upplifað eftirsjá og aðrar þær tilfinningar sem hér er fjallað um og hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Áhugasöm eru hvött til að senda tölvupóst á maj32@hi.is. Höfundur er doktorsnemi í kynjafræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Konur sem upplifa eftirsjá eftir að hafa eignast börn þurfa gjarnan að bera þá byrði í hljóði því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að sjá eftir móðurhlutverkinu. Á sama tíma er samfélagið fljótt að dæma konur sem velja barnlaust líf. Þá er oft sagt við, og um þær, að þær séu ekki eðlilegar fyrir að vilja ekki eignast börn og að þær muni koma til með að sjá eftir því. Það er síendurtekin mýta í samfélaginu sem segir að það sé eitthvað verulega mikið að hjá konum sem sjá eftir að hafa eignast börn og þar af leiðandi er það tabú að viðurkenna eftirsjá í tengslum við barneignir. Konur sem eignast börn og sjá eftir því velja gjarnan að fela tilfinningar sínar gagnvart börnum sínum, fjölskyldu og samfélagi. Umræðan virðist þó vera að opnast og birst hafa greinar sem fjalla um eftirsjá kvenna í tengslum við móðurhlutverkið. Árið 2016 birti Marie Claire grein sem fjallar um konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn og mismunandi ástæður þess. Konur sem opinbera tilfinningar sínar um eftirsjá við barneignir þurfa oft að þola niðurlægjandi orðræðu sem gefur til kynna að viðkomandi kona hljóti að vera köld, sjálfselsk og tilfinningalaus. Því er ekki auðvelt að viðurkenna eftirsjá og ekki er vel tekið í það þegar talað er af hreinskilni um þessar tilfinningar. Þá eru konur dæmdar sem slæmar mæður, sagðar eiga við geðræn vandamál að stríða o.s.frv. Félagsfræðingurinn Orna Donath framkvæmdi rannsókn meðal kvenna sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Engin þeirra sá í raun eftir börnum sínum sem slíkum heldur þvert að móti elska þær börn sín. Það var móðurhlutverkið sem vafðist fyrir þeim og þær sjá eftir að hafa tekið að sér það hlutverk. Fyrir því voru margskonar ástæður og í flestum tilfellum fundu þær ekki fyrir löngun til að verða móðir en gáfu eftir vegna þrýstings frá samfélaginu. Hvert sem litið er segir orðræðan að konur eigi að eignast börn og að góðar mæður elski bæði börn sín og móðurhlutverkið. Rannsókn Donath varpar ljósi á þá erfiðleika sem þessi hópur kvenna upplifir. Þær þora ekki að tjá sig um líðan sína vegna hræðslu um að börn þeirra muni taka því sem svo að móðir þeirra vilji þau ekki og einnig vegna dómhörku sem þær gætu upplifað frá ættingjum og vinum. Í rannsókn Donath kemur fram að ein af viðmælendum hennar hafði tjáð sig um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið við vinkonur sínar í veislu. Innan fáeinna daga mætti barnavernd heim til hennar og í framhaldinu var hún sett í strangt sex mánaða eftirlit (BBC parents who regret having children I regret having children). Ein af niðurstöðum Donath er sú að samfélagið líti svo á að ekki sé möguleiki á að konur muni sjá eftir því að hafa tekið að sér móðurhlutverkið, eina eftirsjáin sem í raun er leyfð er eftirsjáin eftir því að hafa ekki orðið móðir. Rannsókn Donath er kveikjan að doktorsrannsókn Margaret Anne Johnson í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin felst í því að taka viðtöl við konur og fólk sem hefur gengið með börn og hefur upplifað eftirsjá og aðrar þær tilfinningar sem hér er fjallað um og hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Áhugasöm eru hvött til að senda tölvupóst á maj32@hi.is. Höfundur er doktorsnemi í kynjafræði við HÍ.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun