Enginn Martin, Elvar eða Haukur Helgi í íslenska landsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 13:00 Martin Hermannsson missir af landsleikjunum í febrúar. Getty/Harry Langer Íslenska körfuboltalandsliðið verður aðeins með einn atvinnumann innanborðs þegar liðið hefur leik í í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar. Martin Hermannsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur ekki kost á sér í þetta verkefni út af álagi vegna leikja með Alba Berlín í EuroLeague. Martin þarf einnig aðhlynningu vegna meiðsla. Hann er ekki eini atvinnumaðurinn sem verður ekki með. Haukur Helgi Briem Pálsson er að ná sér eftir meiðsli og gefur ekki kost á sér og Elvar Már Friðriksson er meiddur. Eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu er miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Basket Zaragoza á Spáni. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2. Craig Pedersen var endurráðinn þjálfari liðsins á dögunum og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari hans líkt og áður og sér um styrktarþjálfun liðsins að auki. Ein breyting hefur orðið á aðstoðarþjálfarateyminu en Finnur Freyr Stefánsson verður ekki með liðinu áfram en hann er við störf sem aðalþjálfari Horsens í Danmörku. Í hans stað hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjáflari karlaliðs Keflavíkur, verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins en hann hefur þjálfað áður yngri landslið Íslands á ýmsum aldursstigum.Leikmannahópurinn í þessum glugga verður þannig skipaður: Breki Gylfason · Haukar · 6 landsleikir Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Pavel Ermolinskij · Valur · 73 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61Leikmenn sem voru valdir en eru ekki tiltækir að þessu sinni: Elvar Már Friðriksson - Meiddur Haukur Helgi Briem Pálsson - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Kristófer Acox - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Martin Hermannsson - Leikir í EuroLeague auk þarf í aðhlynningu v/ meiðsla einnigMeð liðinu auk þjálfaranna þriggja ferðast í teyminu Halldór Fannar Júlíusson sjúkraþjálfari, Kristinn Geir Pálsson, fararstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Körfubolti Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið verður aðeins með einn atvinnumann innanborðs þegar liðið hefur leik í í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar. Martin Hermannsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur ekki kost á sér í þetta verkefni út af álagi vegna leikja með Alba Berlín í EuroLeague. Martin þarf einnig aðhlynningu vegna meiðsla. Hann er ekki eini atvinnumaðurinn sem verður ekki með. Haukur Helgi Briem Pálsson er að ná sér eftir meiðsli og gefur ekki kost á sér og Elvar Már Friðriksson er meiddur. Eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu er miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Basket Zaragoza á Spáni. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2. Craig Pedersen var endurráðinn þjálfari liðsins á dögunum og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari hans líkt og áður og sér um styrktarþjálfun liðsins að auki. Ein breyting hefur orðið á aðstoðarþjálfarateyminu en Finnur Freyr Stefánsson verður ekki með liðinu áfram en hann er við störf sem aðalþjálfari Horsens í Danmörku. Í hans stað hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjáflari karlaliðs Keflavíkur, verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins en hann hefur þjálfað áður yngri landslið Íslands á ýmsum aldursstigum.Leikmannahópurinn í þessum glugga verður þannig skipaður: Breki Gylfason · Haukar · 6 landsleikir Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Pavel Ermolinskij · Valur · 73 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61Leikmenn sem voru valdir en eru ekki tiltækir að þessu sinni: Elvar Már Friðriksson - Meiddur Haukur Helgi Briem Pálsson - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Kristófer Acox - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Martin Hermannsson - Leikir í EuroLeague auk þarf í aðhlynningu v/ meiðsla einnigMeð liðinu auk þjálfaranna þriggja ferðast í teyminu Halldór Fannar Júlíusson sjúkraþjálfari, Kristinn Geir Pálsson, fararstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Körfubolti Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira