Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 22:30 William Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. Roger Stone, sem hefur verið innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum um áratugaskeið, er vinur Trump forseta og var óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs hans árið 2016. Hann var sakfelldur af kviðdómi fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember.Saksóknarar í máli hans kröfðust sjö til níu ára fangelsisvistar yfir Stone á mánudag. Sú krafa reitti Trump forseta til reiði sem tísti um hversu „hræðileg“ og „ósanngjörn“ meðferðin á vini hans væri í gær.Sjá einnig: Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginuSkömmu síðar tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að það ætlaði að milda refsikröfuna yfir Stone.Allir saksóknararnir fjórir sem fóru með málið sögðu sig skyndilega frá því í gærog einn þeirra sagði alfarið af sér. Roger Stone, fyrir miðju.getty/Chip Somodevilla Demókratar á þingi hafa gagnrýnt þessa ákvörðun dómsmálaráðuneytisins harðlega og hafa þeir varað við því að réttarríkinu sé ógnað með þessu inngripi ráðuneytsins. Barr mun mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjanþings þann 31. mars næstkomandi þar sem hann má búast við því að verða spurður spjörunum úr út í málið. Ákvörðunin um að breyta kröfunni um refsingu yfir Stone eftir að hún var lögð fram þykir afar óvanaleg og hefur hún vakið upp háværar umræður um að ráðuneytið, sem á að vera óháð frá öðrum öngum framkvæmdavaldsins, hafi látið stjórnast af pólitískum duttlungum Trump forseta. Talsmaður ráðuneytisins fullyrti í gær að Hvíta húsið hefði ekki haft samband við ráðuneytið á mánudag eða þriðjudag um mál Stone. Ákvörðunin um að krefjast mildari refsingar hafi verið tekin áður en Trump tísti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. Roger Stone, sem hefur verið innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum um áratugaskeið, er vinur Trump forseta og var óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs hans árið 2016. Hann var sakfelldur af kviðdómi fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember.Saksóknarar í máli hans kröfðust sjö til níu ára fangelsisvistar yfir Stone á mánudag. Sú krafa reitti Trump forseta til reiði sem tísti um hversu „hræðileg“ og „ósanngjörn“ meðferðin á vini hans væri í gær.Sjá einnig: Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginuSkömmu síðar tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að það ætlaði að milda refsikröfuna yfir Stone.Allir saksóknararnir fjórir sem fóru með málið sögðu sig skyndilega frá því í gærog einn þeirra sagði alfarið af sér. Roger Stone, fyrir miðju.getty/Chip Somodevilla Demókratar á þingi hafa gagnrýnt þessa ákvörðun dómsmálaráðuneytisins harðlega og hafa þeir varað við því að réttarríkinu sé ógnað með þessu inngripi ráðuneytsins. Barr mun mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjanþings þann 31. mars næstkomandi þar sem hann má búast við því að verða spurður spjörunum úr út í málið. Ákvörðunin um að breyta kröfunni um refsingu yfir Stone eftir að hún var lögð fram þykir afar óvanaleg og hefur hún vakið upp háværar umræður um að ráðuneytið, sem á að vera óháð frá öðrum öngum framkvæmdavaldsins, hafi látið stjórnast af pólitískum duttlungum Trump forseta. Talsmaður ráðuneytisins fullyrti í gær að Hvíta húsið hefði ekki haft samband við ráðuneytið á mánudag eða þriðjudag um mál Stone. Ákvörðunin um að krefjast mildari refsingar hafi verið tekin áður en Trump tísti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56