Bandaríski körfuboltamaðurinn Zion Williamson lét bíða eftir sér á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni en frammistaðan hans hefur ekki ollið miklum vonbrigðum.
Zion Williamson skoraði 31 stig á 28 mínútum í nótt í sigri New Orleans Pelicans á Portland Trail Blazers og var einnig með 9 fráköst og 5 stoðsendingar.
Zion Williamson er aðeins þriðji leikmaðurinn á síðustu þremur áratugum sem nær að skora sjö sinnum yfir tuttugu stig í fyrstu tíu leikjum sínum í NBA-deildinni.
Zion Williamson er meira segja að ná þessu í níu leikjum sem er meira en hinir tveir, Grant Hill og Shaquille O´Neal gátu státað af.
Zion Williamson is the 3rd player with seven 20-point games in his first 10 career games over the last 30 seasons. He joins Grant Hill and Shaquille O'Neal (also 7).
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 12, 2020
He is the only player in that span to record seven 20-point games in his first 9 career games. pic.twitter.com/VUhyp56ebP
Zion Williamson hefur skorað 21,0 stig og tekið 7,7 fráköst að meðaltali í leik í fyrstu níu leikjum sínum með New Orleans Pelicans þrátt fyrir að spila „bara“ 27,0 mínútur að meðaltali. Hann hefur nýtt 57,6 prósent skota sinna og er einnig með 2,3 stoðsendingar í leik.
New Orleans Pelicans hefur nú unnið sex af síðustu átta leikjum sínum og er nú fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Með sama áframhaldi gæti liðið unnið sér sæti í úrslitakeppninni strax á fyrsta tímabili Zion Williamson með liðinu en liðið þarf þá reyndar mjög góðan endasprett.
Zion goes up high for the catch and lay-in to give him his first career 30-point game! #NBARookspic.twitter.com/UutCIBeLQg
— NBA (@NBA) February 12, 2020
Fyrstu níu leikir Zion Williamson með New Orleans Pelicans:
Tap fyrir San Antonio Spurs - 22 stig á 18 mínútum
Tap fyrir Denver Nuggets - 15 stig á 21 mínútu
Sigur á Boston Celtics - 21 stig á 27 mínútum (11 fráköst)
Sigur á Cleveland Cavaliers - 14 stig á 30 mínútum (9 fráköst)
Sigur á Memphis Grizzlies - 24 stig á 29 mínútum
Tap fyrir Houston Rockets - 21 stig á 33 mínútum (10 fráköst)
Tap fyrir Milwaukee Bucks - 20 stig á 32 mínútum (5 stoðsendingar)
Sigur á Chicago Bulls - 21 stig á 25 mínútum
Sigur á Portland Trail Blazers - 31 stig á 28 mínútum (9 fráköst, 5 stoðsendingar)
“Zion prob won’t be able to score in the NBA” pic.twitter.com/eQh9YA2uGb
— Tommy Beer (@TommyBeer) February 12, 2020