Valdís fann fyrir miklum leiða Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2020 08:00 Valdís Þóra Jónsdóttir var valin kylfingur ársins hjá GSÍ í fyrra en fann hins vegar fyrir miklum leiða. vísir/getty „Hvernig í ósköpunum átti ég að spila vel þegar engin gleði var í leik né á æfingum?“ spyr Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Valdís greinir frá þessu í opinskáum pistli í Klefanum þar sem hún svarar því hvernig hún tókst á við leiða og þreytu í uppáhalds áhugamáli sínu. „Ég fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Ég ætla ekkert að vera feimin með það,“ skrifar Valdís. „Fókusinn á æfingum var ekki 100% og ekki einu sinni 90% þegar ég hugsa til baka. Ég fór bara á æfingu af því að ég vissi að ég ætti að æfa, þetta væri vinnan mín og það væri nú eins gott að mæta í vinnuna. Spilamennskan endurspeglaði auðvitað hvernig æfingarnar höfðu verið og klaufamistök hér og þar í hverju móti voru mun algengari en höfðu verið árin á undan,“ skrifar Valdís, sem endaði í 71. sæti á Evrópumótaröðinni í fyrra og var aðeins einu sæti frá því að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni. Hún segir það þó ekki koma að mikilli sök eftir samkomulag á milli Evrópumótaraðarinnar og LPGA sem bjóði kylfingum upp á mun fleiri mót en áður.Fann gleðina með hjálp sálfræðingsValdís leitaði meðal annars til íþróttasálfræðingsins Tómasar Freys Aðalsteinssonar í desember síðastliðnum og hann hjálpaði henni með því að velta upp spurningum á borð við það af hverju hún spilaði golf, hvað hún fengi út úr því og hvernig hún vildi nýta sína golfhæfileika. Þau unnu saman að því að búa til fleiri skammtíma- og langtímamarkmið fyrir Valdísi til að vinna eftir, þó að stóra markmiðið hennar á þessu ári sé sem fyrr að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Þessi vinna þeirra hefur borið árangur: „Árið 2019 var lærdómsríkt en sársaukafullt ár. Það sem ég lærði af árinu 2019 er að það er mikilvægt að taka skref aftur á bak til þess að geta tekið tvö skref áfram. Stundum þarf maður bara að taka skref aftur á bak og minna sig á af hverju maður er að þessu. Ég hef fundið gleðina aftur því mér finnst gaman að vera á golfvellinum núna,“ skrifar Valdís sem hóf keppnisárið í Ástralíu í síðasta mánuði og hefur keppt þar á pro-am mótum, þar sem atvinnumaður og áhugamaður spila saman. „Mér hefur alltaf liðið vel í Ástralíu, enda Ástralir yndislegt fólk sem tekur okkur með opnum örmum, og því þótti mér það besta skrefið fyrir mig að byrja tímabilið hér niðurfrá á mínum forsendum.“Pistil Valdísar má lesa í heild sinni hér. Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
„Hvernig í ósköpunum átti ég að spila vel þegar engin gleði var í leik né á æfingum?“ spyr Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Valdís greinir frá þessu í opinskáum pistli í Klefanum þar sem hún svarar því hvernig hún tókst á við leiða og þreytu í uppáhalds áhugamáli sínu. „Ég fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Ég ætla ekkert að vera feimin með það,“ skrifar Valdís. „Fókusinn á æfingum var ekki 100% og ekki einu sinni 90% þegar ég hugsa til baka. Ég fór bara á æfingu af því að ég vissi að ég ætti að æfa, þetta væri vinnan mín og það væri nú eins gott að mæta í vinnuna. Spilamennskan endurspeglaði auðvitað hvernig æfingarnar höfðu verið og klaufamistök hér og þar í hverju móti voru mun algengari en höfðu verið árin á undan,“ skrifar Valdís, sem endaði í 71. sæti á Evrópumótaröðinni í fyrra og var aðeins einu sæti frá því að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni. Hún segir það þó ekki koma að mikilli sök eftir samkomulag á milli Evrópumótaraðarinnar og LPGA sem bjóði kylfingum upp á mun fleiri mót en áður.Fann gleðina með hjálp sálfræðingsValdís leitaði meðal annars til íþróttasálfræðingsins Tómasar Freys Aðalsteinssonar í desember síðastliðnum og hann hjálpaði henni með því að velta upp spurningum á borð við það af hverju hún spilaði golf, hvað hún fengi út úr því og hvernig hún vildi nýta sína golfhæfileika. Þau unnu saman að því að búa til fleiri skammtíma- og langtímamarkmið fyrir Valdísi til að vinna eftir, þó að stóra markmiðið hennar á þessu ári sé sem fyrr að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Þessi vinna þeirra hefur borið árangur: „Árið 2019 var lærdómsríkt en sársaukafullt ár. Það sem ég lærði af árinu 2019 er að það er mikilvægt að taka skref aftur á bak til þess að geta tekið tvö skref áfram. Stundum þarf maður bara að taka skref aftur á bak og minna sig á af hverju maður er að þessu. Ég hef fundið gleðina aftur því mér finnst gaman að vera á golfvellinum núna,“ skrifar Valdís sem hóf keppnisárið í Ástralíu í síðasta mánuði og hefur keppt þar á pro-am mótum, þar sem atvinnumaður og áhugamaður spila saman. „Mér hefur alltaf liðið vel í Ástralíu, enda Ástralir yndislegt fólk sem tekur okkur með opnum örmum, og því þótti mér það besta skrefið fyrir mig að byrja tímabilið hér niðurfrá á mínum forsendum.“Pistil Valdísar má lesa í heild sinni hér.
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira