Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. febrúar 2020 21:30 Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða. Stöð 2 Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. Kaupa þurfti einnota diska og hnífapör í þúsundatali á hjúkrunarheimilinu í morgun vegna verkfalls félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, þar sem ekki hefur fengist undanþága til að vaska upp. Verkfall Eflingar hófst á hádegi í dag. Embætti ríkissáttasemjara sá ekki ástæðu til að boða samninganefndir Reykjavíkurborgar og stéttarfélagsins til fundar í dag. Enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Ekki fengust svör fá embættinu þegar fréttastofa leitaði eftir ástæðum að baki þeirri ákvörðun. Líklegasta útskýringin er þó sú að embættið meti stöðuna þannig að fundur hefði lítil áhrif á gang viðræðna. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall aðfaranótt mánudags. Þetta hefur að sjálfsögðu víðtæk áhrif á starfsemi borgarinnar. Erfið staða Senda þurfti 3.500 börn heim af leikskólum vegna aðgerðanna í dag. Loka þurfti fjórum leikskólum algjörlega og var leikskólinn Borg í Breiðholti einn þeirra. Foreldrar barna á Borg voru margir uggandi yfir stöðunni þegar fréttastofa náði tali af þeim er þeir sóttu börn sín í leikskólann þegar verkfallið hófst í dag. „Það er allavega í boði að fá að fara með hana í vinnuna eða taka hana í launalaust leyfi. Ég er bara ekki í þeirri stöðu til að taka launalaust leyfi,“ sagði Sara Mist Jóhannsdóttir, starfsmaður frístundar Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi, sagði stöðuna erfiða. Það væri ekki gott að foreldrar þyrftu að hverfa frá vinnu til að ná í börn sín. Svanborg Sif Sigmarsdóttir nemi sagði kröfur Eflingarfólks sanngjarnar. Quincy Uzo, starfsmaður Droplaugarstaða, sagði stöðuna ekki góða. Gott væri ef Reykjavíkurborg gæti samið svo starfsfólk leikskólanna fái hærri laun. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu Reykjavíkurborgar.Vísir/Arnar „Hvað er réttlátt?“ Verkfallið hafði áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar. Veittar voru undanþágur fyrir viðkvæmustu þjónustu. Þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Annars hefði þurft að flytja viðkvæma sjúklinga á sjúkrahús eða til ættingja. „Við höfum ekki undanþágu til að þvo þvott. Og ekki undanþágu til þess að vaska upp, leirtau og hnífapör og annað slíkt þannig að hér þurfti að kaupa í morgun þúsundir af einnota diskum, glösum, hnífapörum og öðru slíku. Og auðvitað finnst manni það sárt,“ sagði Jórunn Frímannsdóttir forstöðumaður Droplaugarstaða. Henni líst ekki á blikuna. „Þetta verður mjög erfitt hérna eftir helgi ef harka færist í hlutina og þetta verður verkfall til langs tíma. Maður er auðvitað svolítið uggandi. Hvað þá? Og hvað er réttlátt? Það er svolítið stóra spurningin í þessu.“ Sorphirða borgarinnar raskast í verkfallinu. Forstöðumaðurinn biður borgarbúa um að huga að flokkun og frágangi. „Já, bæði þannig að þetta fari ekki að fjúka og komi ekki ólykt og líka fyrir okkur, ef það er gengið þannig frá því, þá erum við fljótari að hirða það þegar við losnum úr þessum deilum,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu Reykjavíkurborgar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. Kaupa þurfti einnota diska og hnífapör í þúsundatali á hjúkrunarheimilinu í morgun vegna verkfalls félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, þar sem ekki hefur fengist undanþága til að vaska upp. Verkfall Eflingar hófst á hádegi í dag. Embætti ríkissáttasemjara sá ekki ástæðu til að boða samninganefndir Reykjavíkurborgar og stéttarfélagsins til fundar í dag. Enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Ekki fengust svör fá embættinu þegar fréttastofa leitaði eftir ástæðum að baki þeirri ákvörðun. Líklegasta útskýringin er þó sú að embættið meti stöðuna þannig að fundur hefði lítil áhrif á gang viðræðna. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall aðfaranótt mánudags. Þetta hefur að sjálfsögðu víðtæk áhrif á starfsemi borgarinnar. Erfið staða Senda þurfti 3.500 börn heim af leikskólum vegna aðgerðanna í dag. Loka þurfti fjórum leikskólum algjörlega og var leikskólinn Borg í Breiðholti einn þeirra. Foreldrar barna á Borg voru margir uggandi yfir stöðunni þegar fréttastofa náði tali af þeim er þeir sóttu börn sín í leikskólann þegar verkfallið hófst í dag. „Það er allavega í boði að fá að fara með hana í vinnuna eða taka hana í launalaust leyfi. Ég er bara ekki í þeirri stöðu til að taka launalaust leyfi,“ sagði Sara Mist Jóhannsdóttir, starfsmaður frístundar Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi, sagði stöðuna erfiða. Það væri ekki gott að foreldrar þyrftu að hverfa frá vinnu til að ná í börn sín. Svanborg Sif Sigmarsdóttir nemi sagði kröfur Eflingarfólks sanngjarnar. Quincy Uzo, starfsmaður Droplaugarstaða, sagði stöðuna ekki góða. Gott væri ef Reykjavíkurborg gæti samið svo starfsfólk leikskólanna fái hærri laun. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu Reykjavíkurborgar.Vísir/Arnar „Hvað er réttlátt?“ Verkfallið hafði áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar. Veittar voru undanþágur fyrir viðkvæmustu þjónustu. Þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Annars hefði þurft að flytja viðkvæma sjúklinga á sjúkrahús eða til ættingja. „Við höfum ekki undanþágu til að þvo þvott. Og ekki undanþágu til þess að vaska upp, leirtau og hnífapör og annað slíkt þannig að hér þurfti að kaupa í morgun þúsundir af einnota diskum, glösum, hnífapörum og öðru slíku. Og auðvitað finnst manni það sárt,“ sagði Jórunn Frímannsdóttir forstöðumaður Droplaugarstaða. Henni líst ekki á blikuna. „Þetta verður mjög erfitt hérna eftir helgi ef harka færist í hlutina og þetta verður verkfall til langs tíma. Maður er auðvitað svolítið uggandi. Hvað þá? Og hvað er réttlátt? Það er svolítið stóra spurningin í þessu.“ Sorphirða borgarinnar raskast í verkfallinu. Forstöðumaðurinn biður borgarbúa um að huga að flokkun og frágangi. „Já, bæði þannig að þetta fari ekki að fjúka og komi ekki ólykt og líka fyrir okkur, ef það er gengið þannig frá því, þá erum við fljótari að hirða það þegar við losnum úr þessum deilum,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu Reykjavíkurborgar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13
Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15
Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05