Hilmar Elísson er skyndihjálparmaður ársins: Lærði skyndihjálp eftir björgunina Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2020 19:00 Hilmir Elísson var útnefndur skyndihjálarmaður ársins á 112 deginum Það á að vera skylda fyrir alla að læra skyndihjálp. Þetta segir maður sem útnefndur var skyndihjálparmaður ársins á 112-deginum í dag en hann dró meðvitundarlausan mann upp af botni sundlaugar í fyrra. Þá var sjónum einnig beint að öryggi fólks í umferðinni í dag. Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. „Við viljum náttúrulega helst ekki fá nein símtöl hérna inn með umferðarslysum og sérstaklega ekki á ungu fólki og það er það erfiðasta sem við erum að fást við og það er kominn tími til að gera átak í þessu,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og bætir við að Neyðarlínan fái allt of mörg símtöl vegna bílslysa. Þá var skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur í dag en þann titil hlaut Hilmar Elísson. Í janúar í fyrra ákvað hann að fá sér sundsprett í Lágafellslaug í Mosfellsbæ eftir karlaþreksæfingu. Þegar hann var kominn í dýpri enda laugarinnar sá hann meðvitundarlausann mann á botninum. „Ég kafaði niður og tók í hann en náði ekki taki á honum og fór upp aftur og svo aftur niður og náði taki á honum og náði honum upp,“ segir Hilmar. Hann kallaði þá á félaga sína úr karlaleikfiminni sem einnig höfðu farið í sund eftir æfinguna og þeir hófu endurlífgun á meðan Hilmar hljóp og lét hringja á 112. Maðurinn komst aftur til meðvitundar eftir rúmlega mínútu. „Maður var ekkert að spá í tímanum,“ segir Hilmar sem ekki vill gera mikið úr sínum þætti, hann hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma. „Þetta er erfitt á meðan áþessu stendur en þetta fór vel,“ segir Hilmar en það tók smá tíma en maðurinn sem hann bjargaði hefur náð fullum bata í dag. Eftir björgunina fóru mennirnir í karlaþrekinu allir að læra skyndihjálp. Hilmir segir gríðarlega mikilvægt að læra skyndihjálp. „Þetta á bara að vera skylda fyrir alla að læra þetta og viðhalda þessu,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Sundlaugar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Það á að vera skylda fyrir alla að læra skyndihjálp. Þetta segir maður sem útnefndur var skyndihjálparmaður ársins á 112-deginum í dag en hann dró meðvitundarlausan mann upp af botni sundlaugar í fyrra. Þá var sjónum einnig beint að öryggi fólks í umferðinni í dag. Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. „Við viljum náttúrulega helst ekki fá nein símtöl hérna inn með umferðarslysum og sérstaklega ekki á ungu fólki og það er það erfiðasta sem við erum að fást við og það er kominn tími til að gera átak í þessu,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og bætir við að Neyðarlínan fái allt of mörg símtöl vegna bílslysa. Þá var skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur í dag en þann titil hlaut Hilmar Elísson. Í janúar í fyrra ákvað hann að fá sér sundsprett í Lágafellslaug í Mosfellsbæ eftir karlaþreksæfingu. Þegar hann var kominn í dýpri enda laugarinnar sá hann meðvitundarlausann mann á botninum. „Ég kafaði niður og tók í hann en náði ekki taki á honum og fór upp aftur og svo aftur niður og náði taki á honum og náði honum upp,“ segir Hilmar. Hann kallaði þá á félaga sína úr karlaleikfiminni sem einnig höfðu farið í sund eftir æfinguna og þeir hófu endurlífgun á meðan Hilmar hljóp og lét hringja á 112. Maðurinn komst aftur til meðvitundar eftir rúmlega mínútu. „Maður var ekkert að spá í tímanum,“ segir Hilmar sem ekki vill gera mikið úr sínum þætti, hann hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma. „Þetta er erfitt á meðan áþessu stendur en þetta fór vel,“ segir Hilmar en það tók smá tíma en maðurinn sem hann bjargaði hefur náð fullum bata í dag. Eftir björgunina fóru mennirnir í karlaþrekinu allir að læra skyndihjálp. Hilmir segir gríðarlega mikilvægt að læra skyndihjálp. „Þetta á bara að vera skylda fyrir alla að læra þetta og viðhalda þessu,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Sundlaugar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira