Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 12:45 Frá Hong Kong sem er eitt af þeim löndum þar sem veiran hefur greinst. vísir/getty Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að um tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. Rætt er við Leung í umfjöllun á vef Guardian í dag. Þessi viðvörun prófessorsins kemur í kjölfar þess að yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO), Tedros Adhanom Ghebreyesus, sagði að staðfest smit hjá einstaklingum sem hafa aldrei heimsótt Kína gætu verið „toppurinn á ísjakanum.“ Þannig gætu mun fleiri verið smitaðir af veirunni en hafa greinst með hana. Leung segir við Guardian að mikilvægasta sé að fá svar við spurningunni hversu stór og mikill þessi ísjaki er. Flestir sérfræðingar telja að hver smituð manneskja geti smitað tvær til þrjár aðrar manneskjur. Út frá þeirri tölu fá vísindamenn 60 til 80 prósent allra íbúa jarðar. „Sextíu prósent af öllum íbúum jarðar er mjög há tala,“ segir Leung og bætir við að jafnvel þótt að aðeins eitt prósent smitaðra léti lífið af völdum veirunnar yrði mannfallið gríðarlegt. Leung verður á fundi um veiruna og stöðu mála vegna hennar sem haldinn verður hjá WHO í dag. Hann segir aðalmálið nú sé útbreiðsla veirunnar um heiminn og fjölgun smitaðra en þá sé einnig mikilvægt að skoða hvort þær hörðu aðgerðir sem Kínverjar hafa gripið til svo hindra megi útbreiðsluna hafi virkað. Ef svo er ættu aðrar þjóðir að íhuga að grípa til svipaðra aðgerða. Meira en þúsund manns hafa nú dáið af völdum veirunnar sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína. Þá hafa meira en 42 þúsund manns smitast af veirunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að um tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. Rætt er við Leung í umfjöllun á vef Guardian í dag. Þessi viðvörun prófessorsins kemur í kjölfar þess að yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO), Tedros Adhanom Ghebreyesus, sagði að staðfest smit hjá einstaklingum sem hafa aldrei heimsótt Kína gætu verið „toppurinn á ísjakanum.“ Þannig gætu mun fleiri verið smitaðir af veirunni en hafa greinst með hana. Leung segir við Guardian að mikilvægasta sé að fá svar við spurningunni hversu stór og mikill þessi ísjaki er. Flestir sérfræðingar telja að hver smituð manneskja geti smitað tvær til þrjár aðrar manneskjur. Út frá þeirri tölu fá vísindamenn 60 til 80 prósent allra íbúa jarðar. „Sextíu prósent af öllum íbúum jarðar er mjög há tala,“ segir Leung og bætir við að jafnvel þótt að aðeins eitt prósent smitaðra léti lífið af völdum veirunnar yrði mannfallið gríðarlegt. Leung verður á fundi um veiruna og stöðu mála vegna hennar sem haldinn verður hjá WHO í dag. Hann segir aðalmálið nú sé útbreiðsla veirunnar um heiminn og fjölgun smitaðra en þá sé einnig mikilvægt að skoða hvort þær hörðu aðgerðir sem Kínverjar hafa gripið til svo hindra megi útbreiðsluna hafi virkað. Ef svo er ættu aðrar þjóðir að íhuga að grípa til svipaðra aðgerða. Meira en þúsund manns hafa nú dáið af völdum veirunnar sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína. Þá hafa meira en 42 þúsund manns smitast af veirunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira