Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2020 10:14 Annegret Kramp-Karrenbauer hefur gegnt embætti varnarmálaráðherra Þýskalands síðustu misserin. Getty Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara líkt og til stóð, þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári. Frá þessu greindi Kramp-Karrenbauer í morgun. Hún tók við embætti formanns CDU árið 2018, um svipað leyti og Merkel greindi frá því að hún myndi sjálf stíga til hliðar sem kanslari árið 2021. Þýskir fjölmiðlar segja Kramp-Karrenbauer óvænt hafa greint flokksstjórn frá ákvörðun sinni í morgun. Sagðist hún vera á því að sama manneskja eigi stýra flokknum og gegna embætti kanslara og hafi hún því ákveðið að láta einnig af embætti formanns CDU. Nýr formaður í sumar Kramp-Karrenbauer kveðst munu haga málum þannig að nýr leiðtogi flokksins verði valinn í sumar og muni hún þá sjálf láta af embætti formanns. Heimildir DW herma að Merkel vilji að Kramp-Karrenbauer muni þó áfram gegna embætti varnarmálaráðherra. Annegret Kramp-Karrenbauer hefur verið einn nánasti bandamaður Angelu Merkel kanslara síðustu ár.Getty Kramp-Karrenbauer var sá innan CDU sem Merkel sá fyrir sér sem arftaki sinn og náði Merkel því í gegn að Kramp-Karrenbauer yrði formaður flokksins í formannskjöri árið 2018. Kramp-Karrenbauer hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar í formannstíð sinni, þar sem hún hefur þurft að glíma við ýmis hneykslismál. Deilur í Þýringalandi Í síðustu viku vakti það mikla hneykslan þegar CDU og þjóðernisflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sameinuðust í stuðningi við fulltrúa FDP sem næsta forsætisráðherra Þýringalands (þ. Thüringen). Þýskir flokkar hafa til þessa sniðgengið og hafnað samstarfi við AfD vegna stefnu þeirra meðal annars í innflytjendamálum og rótum flokksins í hreyfingum nýnasista. Beindu margir spjótum sínum að Kramp-Karrenbauer og hvernig hún tókst á við málið, þar sem henni mistókst að sameina flokkinn að baki sér. Voru margir sem hunsuðu kröfur hennar um að boðað yrði til nýrra kosninga í Þýringalandi. Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara líkt og til stóð, þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári. Frá þessu greindi Kramp-Karrenbauer í morgun. Hún tók við embætti formanns CDU árið 2018, um svipað leyti og Merkel greindi frá því að hún myndi sjálf stíga til hliðar sem kanslari árið 2021. Þýskir fjölmiðlar segja Kramp-Karrenbauer óvænt hafa greint flokksstjórn frá ákvörðun sinni í morgun. Sagðist hún vera á því að sama manneskja eigi stýra flokknum og gegna embætti kanslara og hafi hún því ákveðið að láta einnig af embætti formanns CDU. Nýr formaður í sumar Kramp-Karrenbauer kveðst munu haga málum þannig að nýr leiðtogi flokksins verði valinn í sumar og muni hún þá sjálf láta af embætti formanns. Heimildir DW herma að Merkel vilji að Kramp-Karrenbauer muni þó áfram gegna embætti varnarmálaráðherra. Annegret Kramp-Karrenbauer hefur verið einn nánasti bandamaður Angelu Merkel kanslara síðustu ár.Getty Kramp-Karrenbauer var sá innan CDU sem Merkel sá fyrir sér sem arftaki sinn og náði Merkel því í gegn að Kramp-Karrenbauer yrði formaður flokksins í formannskjöri árið 2018. Kramp-Karrenbauer hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar í formannstíð sinni, þar sem hún hefur þurft að glíma við ýmis hneykslismál. Deilur í Þýringalandi Í síðustu viku vakti það mikla hneykslan þegar CDU og þjóðernisflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sameinuðust í stuðningi við fulltrúa FDP sem næsta forsætisráðherra Þýringalands (þ. Thüringen). Þýskir flokkar hafa til þessa sniðgengið og hafnað samstarfi við AfD vegna stefnu þeirra meðal annars í innflytjendamálum og rótum flokksins í hreyfingum nýnasista. Beindu margir spjótum sínum að Kramp-Karrenbauer og hvernig hún tókst á við málið, þar sem henni mistókst að sameina flokkinn að baki sér. Voru margir sem hunsuðu kröfur hennar um að boðað yrði til nýrra kosninga í Þýringalandi.
Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56
Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00