Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Oklahoma City Thunder að velli, 111-112.
Kemba Walker skoraði 27 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 26. Sá síðarnefndi tók einnig ellefu fráköst. Boston er í 3. sæti Austurdeildarinnar.
@jaytatum0's 26 PTS, 11 REB guides the @celtics to their 7th consecutive victory! #Celticspic.twitter.com/HgunJYMmfk
— NBA (@NBA) February 10, 2020
Sex aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.
Bojan Bogdanovic tryggði Utah Jazz sigur á Houston Rockets með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 113-114, Utah í vil.
Russell Westbrook skoraði 39 stig fyrir Houston og James Harden var með þrefalda tvennu; 28 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Harden hitti hins vegar aðeins úr tveimur af 13 þriggja stiga skotum sínum.
Jordan Clarkson var stigahæstur í liði Utah með 30 stig og Donovan Mitchell skoraði 24 stig.
Fantastic finish in Houston!
— NBA (@NBA) February 10, 2020
Watch the best plays down the stretch as @44Bojan caps the @utahjazz thrilling W on the road! #TakeNotepic.twitter.com/jhqss5NcBY
Damian Lillard hefur verið heitasti leikmaður NBA upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig þegar Portland Trail Blazers sigraði Miami Heat, 115-109. Þetta var þriðja tap Miami í röð.
Í síðustu tíu leikjum er Lillard með 41,5 stig að meðaltali og yfir 50% þriggja stiga nýtingu. Portland nálgast úrslitakeppnissæti í Vesturdeildinni.
@Dame_Lillard stays hot, recording 33 PTS (6 3PM), 8 AST in the @trailblazers home win! #RipCitypic.twitter.com/dwGOVA9UOa
— NBA (@NBA) February 10, 2020
Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð þegar liðið lagði Chicago Bulls að velli, 118-111. Furkan Korkmaz skoraði 31 stig af bekknum fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 28 stig og tólf fráköst. Philadelphia hefur unnið 24 af 26 heimaleikjum sínum í vetur.
Korkmaz 2nd straight with 30+ @FurkanKorkmaz goes off for 31 PTS, 6 3PM as the @sixers move to 24-2 at home! #PhilaUnitepic.twitter.com/rrdJjrPn1a
— NBA (@NBA) February 10, 2020
Úrslitin í nótt:
Oklahoma 111-112 Boston
Houston 113-114 Utah
Portland 115-109 Miami
Philadelphia 118-111 Chicago
Atlanta 140-135 NY Knicks
Washington 99-106 Memphis
Cleveland 92-133 LA Clippers
The NBA standings through Week 16's action. pic.twitter.com/4e7SXGRdre
— NBA (@NBA) February 10, 2020