Kalla þurfti út björgunarsveitina á Dalvík vegna ökumanns sem festi bifreið sína á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar laust eftir miðnætti.
Færð á svæðinu er afar slæm með miklum vindi og snjókomu.
Í ljósi þess að Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir svæðið hefur lögreglan á Norðurlandi eystra biðlað til ferðalanga að athuga vel með færð og veður áður en haldið er af stað.