Stór dagur hjá Rúnari Rúnarssyni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 12:06 Rúnar Rúnarsson á kvikmyndahátíðinni Seminci á Spáni þar sem hann var valinn besti leikstjórinn. Getty/Juan Naharro Gimenez Rúnar Rúnarsson á möguleika á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í ár fyrir kvikmyndina Bergmál. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu í Reykjavík í ár og fara þau fram þann 12. desember næstkomandi. Í dag var birtur listi yfir 32 kvikmyndir sem koma til greina í vali dómnefndar. Íslendingar tóku þátt í tveimur þessara mynda. Endanlegar tilnefningar verða síðan tilkynntar þann 7. nóvember. Kvikmyndin Bergmál komst á listann í forvali verðlaunanna í ár. Rúnar skrifaði handritið og er einnig leikstjóri myndarinnar. Kvikmyndin Between Heaven and Earth er einnig á listanum en á meðal framleiðanda eru Elísabet Rónaldsdóttir, Eggert Ketilsson og Fahad Falur Jabali. Í dag var einnig tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Bergmál er þar tilnefnd fyrir hönd Íslands en tilkynnt var um þetta á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Handhafi verðlaunanna verður kynntur í Reykjavík þann 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Rúnar, Lilja Ósk Snorradóttir og Live Hide eru framleiðendur Bergmáls. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín samkvæmt tilkynningu á vef Norðurlandaráðs. Bergmál vann til alþjóðlegra verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno.Nimbus Iceland Rúnar hefur hlotið mikið lof fyrir Bergmál, á ensku Echo, og hann hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Hún mælist einnig vel fyrir hjá gagnrýnendum, þar á meðal í The Guardian fyrr í mánuðinum. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30 Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36 Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Rúnar Rúnarsson á möguleika á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í ár fyrir kvikmyndina Bergmál. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu í Reykjavík í ár og fara þau fram þann 12. desember næstkomandi. Í dag var birtur listi yfir 32 kvikmyndir sem koma til greina í vali dómnefndar. Íslendingar tóku þátt í tveimur þessara mynda. Endanlegar tilnefningar verða síðan tilkynntar þann 7. nóvember. Kvikmyndin Bergmál komst á listann í forvali verðlaunanna í ár. Rúnar skrifaði handritið og er einnig leikstjóri myndarinnar. Kvikmyndin Between Heaven and Earth er einnig á listanum en á meðal framleiðanda eru Elísabet Rónaldsdóttir, Eggert Ketilsson og Fahad Falur Jabali. Í dag var einnig tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Bergmál er þar tilnefnd fyrir hönd Íslands en tilkynnt var um þetta á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Handhafi verðlaunanna verður kynntur í Reykjavík þann 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Rúnar, Lilja Ósk Snorradóttir og Live Hide eru framleiðendur Bergmáls. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín samkvæmt tilkynningu á vef Norðurlandaráðs. Bergmál vann til alþjóðlegra verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno.Nimbus Iceland Rúnar hefur hlotið mikið lof fyrir Bergmál, á ensku Echo, og hann hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Hún mælist einnig vel fyrir hjá gagnrýnendum, þar á meðal í The Guardian fyrr í mánuðinum. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30 Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36 Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30
Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36
Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57