Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2020 21:14 Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. Forsætisráðherra segir að á næstu tíu árum eigi allir landsmenn að búa við sama raforku- og fjarskiptaöryggi. Átakshópur sem ríkisstjórnin skipaði eftir óveður í desember hefur skilað frá sér yfirgripsmikilli greiningu og tillögum um uppbyggingu helstu innviða í raforku- og samskiptakerfum landsmanna sem og snjóflóðavarna. Samkvæmt skýrslunni eru til áætlanir hjá ráðuneytum, stofnunum, ríkisfyrirtækjum og einkaaðilum í fjarskiptum upp á 900 milljarða á næstu tíu árum. Framlag ríkisstjórnarinnar upp á 27 milljarða króna bætist þar ofan á. Uppbyggingu snjóflóðavarna verður einnig flýtt um 20 ár og á að vera lokið árið 2030. Þá verður lagningu rafstrengja í jörð flýtt, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Við erum að tala um eftir fimm ár. Þá sé þessari lagningu jarðstrengja um land allt lokið. Það eru stóru tíðindin; flýting jarðstrengjanna annars vegar og flýting snjóflóðavarna hins vegar. Það var ákveðið að taka þær sérstaklega fyrir í þessari vinnu eftir að snjóflóðin féllu fyrir vestan,“ segir Katrín. Flókið regluverk tefur uppbyggingu Aðgerðahópurinn listar upp 540 aðgerðir sem grípa þurfi til um allt land og er hægt að kynna sér þær á innvidir2020.is fyrir hvert landsvæði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það hafi verið nauðsynlegt að horfast í augu við þá veikleika sem óveðrið leiddi í ljós. „Við þurfum líka að horfast í augu við það að við höfum sjálf verið að gera okkur þetta erfitt. Með of ströngu og of flóknu regluverki. Þess vegna er það ein af megin niðurstöðunum hér að við þurfum að einfalda leyfisveitingaferli. þannig að þær stofnanir sem við höfum falið það hlutverk að sjá um öryggi landsmanna þegar að þessum þáttum kemur geti rækt það hlutverk,“ sagði Bjarni. Hann nefndi Landsnet sérstaklega í þessu samhengi. „Ef við skoðum bara fyrirtæki eins og Landsnet og þær áætlanir sem það fyrirtæki hefur haft frá stofnun um framkvæmdir og berum það saman við það sem hefur raungerst, þá dregst upp mjög dapurleg staða,“ sagði fjármálaráðherra. Þessar aðgerðir eru vegna veikleika sem óveður leiddu í ljós. En Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ríkisstjórnina boða víðtækari innviðauppbyggingu í samgöngum og fleira. „Eins og forsætisráðherra kom hér inn á að í tengslum við fjármálaáætlun sem kynnt verður í lok næsta mánaðar. Þar munum við koma fram með frekari aðgerðir, efnahagsaðgerðir til að takast á við það,“ sagði Sigurður Ingi. Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. Forsætisráðherra segir að á næstu tíu árum eigi allir landsmenn að búa við sama raforku- og fjarskiptaöryggi. Átakshópur sem ríkisstjórnin skipaði eftir óveður í desember hefur skilað frá sér yfirgripsmikilli greiningu og tillögum um uppbyggingu helstu innviða í raforku- og samskiptakerfum landsmanna sem og snjóflóðavarna. Samkvæmt skýrslunni eru til áætlanir hjá ráðuneytum, stofnunum, ríkisfyrirtækjum og einkaaðilum í fjarskiptum upp á 900 milljarða á næstu tíu árum. Framlag ríkisstjórnarinnar upp á 27 milljarða króna bætist þar ofan á. Uppbyggingu snjóflóðavarna verður einnig flýtt um 20 ár og á að vera lokið árið 2030. Þá verður lagningu rafstrengja í jörð flýtt, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Við erum að tala um eftir fimm ár. Þá sé þessari lagningu jarðstrengja um land allt lokið. Það eru stóru tíðindin; flýting jarðstrengjanna annars vegar og flýting snjóflóðavarna hins vegar. Það var ákveðið að taka þær sérstaklega fyrir í þessari vinnu eftir að snjóflóðin féllu fyrir vestan,“ segir Katrín. Flókið regluverk tefur uppbyggingu Aðgerðahópurinn listar upp 540 aðgerðir sem grípa þurfi til um allt land og er hægt að kynna sér þær á innvidir2020.is fyrir hvert landsvæði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það hafi verið nauðsynlegt að horfast í augu við þá veikleika sem óveðrið leiddi í ljós. „Við þurfum líka að horfast í augu við það að við höfum sjálf verið að gera okkur þetta erfitt. Með of ströngu og of flóknu regluverki. Þess vegna er það ein af megin niðurstöðunum hér að við þurfum að einfalda leyfisveitingaferli. þannig að þær stofnanir sem við höfum falið það hlutverk að sjá um öryggi landsmanna þegar að þessum þáttum kemur geti rækt það hlutverk,“ sagði Bjarni. Hann nefndi Landsnet sérstaklega í þessu samhengi. „Ef við skoðum bara fyrirtæki eins og Landsnet og þær áætlanir sem það fyrirtæki hefur haft frá stofnun um framkvæmdir og berum það saman við það sem hefur raungerst, þá dregst upp mjög dapurleg staða,“ sagði fjármálaráðherra. Þessar aðgerðir eru vegna veikleika sem óveður leiddu í ljós. En Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ríkisstjórnina boða víðtækari innviðauppbyggingu í samgöngum og fleira. „Eins og forsætisráðherra kom hér inn á að í tengslum við fjármálaáætlun sem kynnt verður í lok næsta mánaðar. Þar munum við koma fram með frekari aðgerðir, efnahagsaðgerðir til að takast á við það,“ sagði Sigurður Ingi.
Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira