Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 17:30 Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Hér má sjá Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni sótthreinsa hendur sínar. vísir/vilhelm Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Fyrsta tilfelli veirunnar hér á landi var staðfest í Reykjavík í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi um veiruna í dag. Hann var meðal spurður um hvernig veiran smitast og sagði hana ekki berast í gegnum loftið. „Veiran smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti sem þýðir að einstaklingurinn kemur við einhvern mengaðan hlut með höndunum og síðan ber maður sýkinguna upp í nefið eða augun og smitast þannig. Það er sennilega algengasta leiðin. Það er líka hægt að smitast með svokölluðu dropasmiti þar sem einhver hnerrar mjög nálægt manni og maður fær á sig dropa. En hún berst ekki í gegnum loftið. Það er yfirleitt talað um að það þurfi kannski nánd innan við einn eða tvo metra til þess að smitast þannig að veiran smitast ekki langa vegu í loftinu,“ sagði Þórólfur. Þá lagði hann áherslu á að mjög lítil hætta væri á smiti frá einkennalausum og þá væru smit í flugvél mjög fátíð. „Smithættan í fluginu er svona í kringum tvær sætaraðir framan og aftan og það helgast af loftræstibúnaði í vélunum að smitið berst yfirleitt ekki um vélina,“ sagði Þórólfur. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mörgum spurningum svarað um kórónuveiruna, til dæmis þeirri hversu lengi hún lifir á yfirborðsflötum. Svar WHO er eftirfarandi:Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga.Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Fyrsta tilfelli veirunnar hér á landi var staðfest í Reykjavík í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi um veiruna í dag. Hann var meðal spurður um hvernig veiran smitast og sagði hana ekki berast í gegnum loftið. „Veiran smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti sem þýðir að einstaklingurinn kemur við einhvern mengaðan hlut með höndunum og síðan ber maður sýkinguna upp í nefið eða augun og smitast þannig. Það er sennilega algengasta leiðin. Það er líka hægt að smitast með svokölluðu dropasmiti þar sem einhver hnerrar mjög nálægt manni og maður fær á sig dropa. En hún berst ekki í gegnum loftið. Það er yfirleitt talað um að það þurfi kannski nánd innan við einn eða tvo metra til þess að smitast þannig að veiran smitast ekki langa vegu í loftinu,“ sagði Þórólfur. Þá lagði hann áherslu á að mjög lítil hætta væri á smiti frá einkennalausum og þá væru smit í flugvél mjög fátíð. „Smithættan í fluginu er svona í kringum tvær sætaraðir framan og aftan og það helgast af loftræstibúnaði í vélunum að smitið berst yfirleitt ekki um vélina,“ sagði Þórólfur. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mörgum spurningum svarað um kórónuveiruna, til dæmis þeirri hversu lengi hún lifir á yfirborðsflötum. Svar WHO er eftirfarandi:Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga.Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30