Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 15:45 Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Alma Möller, landlæknir, sprittuðu hendur sínar á blaðamannafundi sem haldinn var í dag vegna veirunnar. Vísir/Vilhelm Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítalanum eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir kórónuveirunni. Hingað til hefur óvissustig verið í gildi hér á landi vegna veirunnar en Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í gær að þegar veiran myndi greinast hér á landi yrði viðbúnaður hækkaður upp í hættustig. Þá voru viðbragðsaðilar farnir að vinna samkvæmt hættustigi í einhverjum tilfellum þótt óvissustig væri í gildi enda hefur allur viðbúnaður miðast við að veiran greinist hér á landi. Skilgreiningin á hættustigi samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs er eftirfarandi:Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Veiran aðlagast mönnum í vaxandi mæli og umtalsverð hætta er á heimsfaraldri. Sýking kann að hafa verið staðfest hér á landi en lýsa má hættustigi þó sýking hafi ekki borist til landsins. Þá er gripið til eftirfarandi ráðstafana samkvæmt viðbragðsáætluninni: • Vöktun farsóttar og farsóttagreining efld. • Áhættumat í stöðugri endurskoðun. • Aukið samráð/samstarf við mikilvæg innlend samtök og stofnanir. • Aukið samráð/samstarf við mikilvæg erlend samtök og stofnanir, WHO, ECDC, EMA og eftir atvikum aðrar stofnanir. • Endurskoða, útbúa og dreifa fræðsluefni til almennings og fagaðila í samræmi við áhættumat. • Fræðsluefni miðlað markvisst á vef embættis landlæknis. • Til greina kemur að beita takmörkunum á ferðafrelsi um hafnir og flugvelli. • Setja þá sem eru með/gætu verið með sýkingu af völdum veirunnar í einangrun. Heimasóttkví/afkvíun hugsanlega beitt gegn þeim sem eru einkennalausir en gætu hafa smitast af veirunni. • Til greina kemur að skip verði sett í sóttkví. • Virkjun samhæfingarstöðvar í Skógarhlíð. • Takmörkuð virkjun aðgerðastjórnar í umdæmum, reglulegir stöðufundir. Góð handhreinsun mikilvægasta ráðið Einnig er ekki úr vegi, nú þegar veiran hefur greinst hér á landi, að minna á leiðbeiningar sóttvarnalæknis til almennings varðandi það hvernig forðast má smit.Hvað get ég gert til að forðast smit?Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti svo sem hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum, til dæmis peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta.Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, svo sem fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðila í samfélaginu þegar þeir hlúa að veikum.Við þrif eftir aðra, til að mynda í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánari upplýsingar hér. Þá segir þetta um sýkingavarnir fyrir almenning á vef landlæknis:Allt umhverfi okkar er þakið milljónum örvera, bakteríum, veirum og frumdýrum. Langflestar þessara örvera valda hvorki sýkingum né öðrum vandamálum en þó eru undantekningar þar á. Þar má telja inflúensuveirur og nóróveirur ásamt bakteríum eins og salmonellu, clostridium difficile og ónæmum bakteríum, s.s. MÓSA.Flestir sem fá slíkar sýkingar ná sér fljótt, en þeir sem eru mjög ungir eða gamlir eða með langvinna undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari en aðrir og eru því í aukinni hættu. Fyrir slíka einstaklinga geta þessar sýkingar haft alvarlegar afleiðingar.Sýkingakeðjan, sem sýnd er á mynd hér að ofan, skýrir hvernig smit getur borist milli manna og valdið sýkingu. Sýking getur borist um líkamann frá einum stað í annan og valdið veikindum eða frá öðru fólki, umhverfi, mat eða dýrum.Fólk getur sýkst ef smitefni er borið með beinni snertingu frá einum til annars, með því að anda smitefni inn um nef eða munn eða með því að gleypa smitefni með mat og drykk. Sýkingar geta líka komið í kjölfar ástungu á húð, um sár á húð eða með inniliggjandi áhöldum s.s. þvagleggjum.Að fyrirbyggja sýkingar þýðir að rjúfa sýkingakeðjuna þannig að komið sé í veg fyrir sýkingu. Í daglegu lífi er hægt er að gera það með einföldum aðgerðum:• Vandaðri handhreinsun• Gæta hreinlætis við matargerð• Nota hanska og svuntu ef unnið er með mengað efni• Með vönduðum þrifum áhalda og umhverfisAllar upplýsingar um kórónuveiruna má nálgast á vef landlæknis. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítalanum eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir kórónuveirunni. Hingað til hefur óvissustig verið í gildi hér á landi vegna veirunnar en Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í gær að þegar veiran myndi greinast hér á landi yrði viðbúnaður hækkaður upp í hættustig. Þá voru viðbragðsaðilar farnir að vinna samkvæmt hættustigi í einhverjum tilfellum þótt óvissustig væri í gildi enda hefur allur viðbúnaður miðast við að veiran greinist hér á landi. Skilgreiningin á hættustigi samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs er eftirfarandi:Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Veiran aðlagast mönnum í vaxandi mæli og umtalsverð hætta er á heimsfaraldri. Sýking kann að hafa verið staðfest hér á landi en lýsa má hættustigi þó sýking hafi ekki borist til landsins. Þá er gripið til eftirfarandi ráðstafana samkvæmt viðbragðsáætluninni: • Vöktun farsóttar og farsóttagreining efld. • Áhættumat í stöðugri endurskoðun. • Aukið samráð/samstarf við mikilvæg innlend samtök og stofnanir. • Aukið samráð/samstarf við mikilvæg erlend samtök og stofnanir, WHO, ECDC, EMA og eftir atvikum aðrar stofnanir. • Endurskoða, útbúa og dreifa fræðsluefni til almennings og fagaðila í samræmi við áhættumat. • Fræðsluefni miðlað markvisst á vef embættis landlæknis. • Til greina kemur að beita takmörkunum á ferðafrelsi um hafnir og flugvelli. • Setja þá sem eru með/gætu verið með sýkingu af völdum veirunnar í einangrun. Heimasóttkví/afkvíun hugsanlega beitt gegn þeim sem eru einkennalausir en gætu hafa smitast af veirunni. • Til greina kemur að skip verði sett í sóttkví. • Virkjun samhæfingarstöðvar í Skógarhlíð. • Takmörkuð virkjun aðgerðastjórnar í umdæmum, reglulegir stöðufundir. Góð handhreinsun mikilvægasta ráðið Einnig er ekki úr vegi, nú þegar veiran hefur greinst hér á landi, að minna á leiðbeiningar sóttvarnalæknis til almennings varðandi það hvernig forðast má smit.Hvað get ég gert til að forðast smit?Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti svo sem hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum, til dæmis peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta.Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, svo sem fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðila í samfélaginu þegar þeir hlúa að veikum.Við þrif eftir aðra, til að mynda í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánari upplýsingar hér. Þá segir þetta um sýkingavarnir fyrir almenning á vef landlæknis:Allt umhverfi okkar er þakið milljónum örvera, bakteríum, veirum og frumdýrum. Langflestar þessara örvera valda hvorki sýkingum né öðrum vandamálum en þó eru undantekningar þar á. Þar má telja inflúensuveirur og nóróveirur ásamt bakteríum eins og salmonellu, clostridium difficile og ónæmum bakteríum, s.s. MÓSA.Flestir sem fá slíkar sýkingar ná sér fljótt, en þeir sem eru mjög ungir eða gamlir eða með langvinna undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari en aðrir og eru því í aukinni hættu. Fyrir slíka einstaklinga geta þessar sýkingar haft alvarlegar afleiðingar.Sýkingakeðjan, sem sýnd er á mynd hér að ofan, skýrir hvernig smit getur borist milli manna og valdið sýkingu. Sýking getur borist um líkamann frá einum stað í annan og valdið veikindum eða frá öðru fólki, umhverfi, mat eða dýrum.Fólk getur sýkst ef smitefni er borið með beinni snertingu frá einum til annars, með því að anda smitefni inn um nef eða munn eða með því að gleypa smitefni með mat og drykk. Sýkingar geta líka komið í kjölfar ástungu á húð, um sár á húð eða með inniliggjandi áhöldum s.s. þvagleggjum.Að fyrirbyggja sýkingar þýðir að rjúfa sýkingakeðjuna þannig að komið sé í veg fyrir sýkingu. Í daglegu lífi er hægt er að gera það með einföldum aðgerðum:• Vandaðri handhreinsun• Gæta hreinlætis við matargerð• Nota hanska og svuntu ef unnið er með mengað efni• Með vönduðum þrifum áhalda og umhverfisAllar upplýsingar um kórónuveiruna má nálgast á vef landlæknis.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent