Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk er PSG tapaði sínum fyrsta stigum í vetur er liðið gerði jafntefli Nantes, 29-29, í hörkuleik í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Heimamenn í Nantes voru 16-15 yfir í hálfleik en mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik. Liðin skiptust á forystunni en allt var jafnt er tíu sekúndur voru eftir.
Ekkert mark var skorað síðustu 75 sekúndur leiksins og liðin deildu því stigunum.
30' : C'est très accroché, mais Paris est au contact ! Tout reste à faire ! #NANPSGpic.twitter.com/3XPBHXAvEp
— PSG Handball (@psghand) February 27, 2020
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk úr sex skotum en markahæstur PSG var Sander Sagosen með ellefu mörk.
Fyrir leik kvöldsins hafði PSG unnið alla sextán leiki sína og töpuðu þeir þar með fyrsta stiginu í kvöld.
Þeir eru með sex stiga forskot á toppi deildarinnar en Nantes er í 2. sætinu með 27 stig.