Enski boltinn

Lampard talaði um yfir­spilun og raun­veru­leika­tékk eftir skellinn

Anton Ingi Leifsson skrifar

Frank Lampard, stjóri Chelsea, var ekki upplitsdjarfur eftir 3-0 tap Chelsea gegn Bayern Munchen á Brúnni í gær er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleiknum stigu gestirnir frá Þýskalandi á bensíngjöfina og keyrðu yfir lánlausa heimamenn.

„Svona er fótboltinn á þessu stigi. Gæði Bayern voru frábær. Þeir eru með mjög sterkt lið og ef við myndum ekki gera allt rétt í kvöld, vissum við að það yrði erfitt kvöld í vændum,“ sagði Lampard.

„Við gerðum ekki allt rétt. Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust til að halda boltanum. Það eru mín mestu vonbrigði í kvöld. Við viljum spila og höfum sýnt það alla leiktíðina en í kvöld fórum við frá því.“







„Við sem félag höfum ekki verið að berjast í útsláttarkeppnum og að komast lengra í nokkur ár og þannig er staðan. Stundum verðuru að vera mjög hreinskilinn og þeir yfirpiluðu okkur.“

„Ég er ósáttur því við hefðum getað gert betur gen þessu liði en þetta er raunveruleikatékk fyrir alla inn í búningsherberginu. Við þurfum að taka þetta á kinnina og líta á engra aðra en sjálfa okkur. Við verðum að ná fyrri hæðum sem þetta félag hefur náð,“ sagði Lampard.


Tengdar fréttir

Gnabry elskar að spila í London

Serge Gnabry, leikmaður Bayern München skoraði tvö mörk í kvöld er Bæjarar unnu Chelsea örugglega á Brúnni í Lundúnum. Þýðir það að Gnabry hefur nú skorað jafn mörg mörk í London á tímabilinu og Alexandre Lacazette, framherji Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×