Með vaðið fyrir neðan sig í gulum göllum á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2020 17:03 Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja á leið um borð í vél Icelandair um þrjúleytið í dag. Óskar J. Sandholt Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu vegna veikinda farþega. Farþegi í borð um vélinni segir þau hafa verið látin bíða í flugvélinni í smá stund á meðan hugað var að hinum veika. Í ljós hafi komið að ekkert alvarlegt var að. Vissulega hafi uppákoman verið athyglisverð en allt gert af yfirvegun af starfsfólkinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi að ákveðnar viðbragðsáætlanir séu almennt í gangi varðandi veikindi í flugi sem komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Úr vélinni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja fari um borð og meti aðstæður. Í þessu tilfelli hafi starfsfólk líklega bara verið í búningum í ljósi umræðunnar. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert tilefni til að láta sér bregða. Þá séu engar líkur á að umrædd veikindi hafi verið kórónaveiran umtalaða. Komu um borð til að ræða við farþegann Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að enginn grunur hafi verið um kórónuveirusmit um borð. „Það höfðu komið upp veikindi í vélinni og við fyrstu sýn þá eru þetta ekki einkenni veikinda sem við tengjum við Covid-19.“ Hann segir að Icelandair hafi einfaldlega verið að fylgja sínum verkferlum og þeirri áætlun sem nú er í gildi. Heilbrigðisstarfsfólkið hafi komið um borð til þess að ræða við veika farþegann. „Hann var sannarlega veikur en eins og okkur grunaði í upphafi þá voru þetta ekki þessi veikindi sem eru tengd við Covid-19 þannig að þetta leystist allt að mér skilst mjög farsællega.“ „Það auðvitað hjálpar til að aðrir farþegar um borð hafi sýnt þessu skilning og það er algjörlega frábært að svo sé.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu vegna veikinda farþega. Farþegi í borð um vélinni segir þau hafa verið látin bíða í flugvélinni í smá stund á meðan hugað var að hinum veika. Í ljós hafi komið að ekkert alvarlegt var að. Vissulega hafi uppákoman verið athyglisverð en allt gert af yfirvegun af starfsfólkinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi að ákveðnar viðbragðsáætlanir séu almennt í gangi varðandi veikindi í flugi sem komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Úr vélinni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja fari um borð og meti aðstæður. Í þessu tilfelli hafi starfsfólk líklega bara verið í búningum í ljósi umræðunnar. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert tilefni til að láta sér bregða. Þá séu engar líkur á að umrædd veikindi hafi verið kórónaveiran umtalaða. Komu um borð til að ræða við farþegann Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að enginn grunur hafi verið um kórónuveirusmit um borð. „Það höfðu komið upp veikindi í vélinni og við fyrstu sýn þá eru þetta ekki einkenni veikinda sem við tengjum við Covid-19.“ Hann segir að Icelandair hafi einfaldlega verið að fylgja sínum verkferlum og þeirri áætlun sem nú er í gildi. Heilbrigðisstarfsfólkið hafi komið um borð til þess að ræða við veika farþegann. „Hann var sannarlega veikur en eins og okkur grunaði í upphafi þá voru þetta ekki þessi veikindi sem eru tengd við Covid-19 þannig að þetta leystist allt að mér skilst mjög farsællega.“ „Það auðvitað hjálpar til að aðrir farþegar um borð hafi sýnt þessu skilning og það er algjörlega frábært að svo sé.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira