Inga vill setja Íslendinga frá Tenerife í sóttkví í Egilshöll Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 14:15 Formaður Flokks fólksins hefur enga trú á viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur Covid-19. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki bera neitt traust til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Viðbrögð hans og annarra sem að almannavörnum landsins koma við útbreiðslu kórónaveirunnar hafi verið röng og máttlítil. Réttast væri að hennar mati að loka landinu algjörlega meðan faraldurinn geisar. Það sé því fjarstæðukennt að enn sé reglulegt áætlunarflug til og frá Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru nú í sóttkví. Fengi hún að ráða myndi Inga loka alla Íslendinga sem þaðan koma inni í „Egilshöll eða eitthvað“ meðan gengið væri úr skugga um að þeir væru ekki smitaðir. Sjá einnig: Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar „Mér þykir þetta svo mikil dauðans alvara að ég skil ekkert í því hvernig hefur verið tekið á þessum málum. Stjórnvöld sem að taka þessu ekki það alvarlega að þau geri allt til þess að vernda líf og limi borgaranna eru ekki bær til að stjórna þessu landi. Það er bara þannig,“ segir Inga Sæland, sem var mikið niðri fyrir í samtali við Harmageddon í dag. Hún lagði mikla áherslu á það í máli sínu að lítið sé vitað um hegðun veirunnar á þessari stundu. Inga segist óttast að útbreiðsla og áhrif veirunnar kunni að vera meiri en opinberar tölur segi til um - sérstaklega í Kína þar sem búið er að takmarka mjög aðgengi fjölmiðla að upplýsingum. Ekki bæti úr skák að fólk geti gengið með veiruna í tvær vikur áður en fyrstu einkenni koma fram. „Mér finnst þetta óþægilegt,“ segir Inga. „Bara strax, bara núna, bara absalút“ Af þeim sökum segist Inga vilja grípa til miklu róttækari aðgerða svo að sporna megi við komu veirunnar hingað til lands. „Mér finnst fáránlegt að hrinda okkur ofan í brunninn og byrgja síðan fyrir hann,“ eins og hún orðaði það. Hún óttist að sofandaháttur íslenskra sóttvarnayfirvalda kunni að skila sér í „X mörgum dánum á Íslandi.“ Hún hefur áður talað fyrir því að loka landamærum landsins fyrir ferðamönnum á meðan faraldurinn geisar og segir hún að nýjustu tíðindin frá Tenerife styrki þá skoðun sína.Sjá einnig: Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Henni þyki þannig forkastanlegt að í dag fari tvær áætlunarferðir frá Keflavík til Tenerife. Fengi hún að ráða myndi hún „stöðva flæði Íslendinga til Tenerife á stundinni. Bara strax, bara núna, bara absalút.“ Hvað varðar Íslendingana sem flogið hafa heim frá Tenerife að undanförnu, eða eiga bókað flug þaðan á næstunni, segir Inga að hún hefði persónulega „opnað Egilshöllina eða eitthvað og beðið þá gjöra svo vel að vera þar - þangað til að við gætum séð hvort þeir væru sýktir eða ekki.“ Henni þyki gámurinn sem búið er að reisa við bráðamóttökuna í Fossvogi til að taka á móti sýktum hreinlega hjákátlegur, rétt eins og önnur viðbrögð íslenskra sóttvarnaryfirvalda. Inga segist þannig ekki hafa neina trú á daglegum fundum almannavarna um varnir og viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Það þurfi að grípa til aðgerða, ekki fundahalda. „Hvurslags eiginlega rugl er þetta, þó svo þau fundi fimm sinnum á dag þá munu þau ekki átta sig á því hvernig veiran er að vinna,“ segir Inga. Aðspurð hvort hún treysti ekki mati sóttvarnalæknis á aðstæðunum sem upp eru komnar svarar Inga afdráttarlaust: „Nei, það geri ég ekki. Bara hreint og klárt nei.“ Fyrirhyggja, ekki hræðsluáróður Hún segist alveg viðbúin því að vera ásökuð um innistæðulausan hræðsluáróður - „þá bara so be it,“ segir Inga. „Það getur ekki flokkast sem hræðsluáróður ef maður ætlar að sýna fyrirhyggju. [...] Ég væri til í að fara í gapastokkinn á Austurvelli ef það þýddi að við fengjum þann dásamlega bónus að vera ein af fáum þjóðum veraldar sem slyppum við veiruna. Við gætum það ef stjórnvöld myndu taka af skarið.“ Spjall Harmageddon við Ingu Sæland má heyra hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Harmageddon Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki bera neitt traust til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Viðbrögð hans og annarra sem að almannavörnum landsins koma við útbreiðslu kórónaveirunnar hafi verið röng og máttlítil. Réttast væri að hennar mati að loka landinu algjörlega meðan faraldurinn geisar. Það sé því fjarstæðukennt að enn sé reglulegt áætlunarflug til og frá Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru nú í sóttkví. Fengi hún að ráða myndi Inga loka alla Íslendinga sem þaðan koma inni í „Egilshöll eða eitthvað“ meðan gengið væri úr skugga um að þeir væru ekki smitaðir. Sjá einnig: Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar „Mér þykir þetta svo mikil dauðans alvara að ég skil ekkert í því hvernig hefur verið tekið á þessum málum. Stjórnvöld sem að taka þessu ekki það alvarlega að þau geri allt til þess að vernda líf og limi borgaranna eru ekki bær til að stjórna þessu landi. Það er bara þannig,“ segir Inga Sæland, sem var mikið niðri fyrir í samtali við Harmageddon í dag. Hún lagði mikla áherslu á það í máli sínu að lítið sé vitað um hegðun veirunnar á þessari stundu. Inga segist óttast að útbreiðsla og áhrif veirunnar kunni að vera meiri en opinberar tölur segi til um - sérstaklega í Kína þar sem búið er að takmarka mjög aðgengi fjölmiðla að upplýsingum. Ekki bæti úr skák að fólk geti gengið með veiruna í tvær vikur áður en fyrstu einkenni koma fram. „Mér finnst þetta óþægilegt,“ segir Inga. „Bara strax, bara núna, bara absalút“ Af þeim sökum segist Inga vilja grípa til miklu róttækari aðgerða svo að sporna megi við komu veirunnar hingað til lands. „Mér finnst fáránlegt að hrinda okkur ofan í brunninn og byrgja síðan fyrir hann,“ eins og hún orðaði það. Hún óttist að sofandaháttur íslenskra sóttvarnayfirvalda kunni að skila sér í „X mörgum dánum á Íslandi.“ Hún hefur áður talað fyrir því að loka landamærum landsins fyrir ferðamönnum á meðan faraldurinn geisar og segir hún að nýjustu tíðindin frá Tenerife styrki þá skoðun sína.Sjá einnig: Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Henni þyki þannig forkastanlegt að í dag fari tvær áætlunarferðir frá Keflavík til Tenerife. Fengi hún að ráða myndi hún „stöðva flæði Íslendinga til Tenerife á stundinni. Bara strax, bara núna, bara absalút.“ Hvað varðar Íslendingana sem flogið hafa heim frá Tenerife að undanförnu, eða eiga bókað flug þaðan á næstunni, segir Inga að hún hefði persónulega „opnað Egilshöllina eða eitthvað og beðið þá gjöra svo vel að vera þar - þangað til að við gætum séð hvort þeir væru sýktir eða ekki.“ Henni þyki gámurinn sem búið er að reisa við bráðamóttökuna í Fossvogi til að taka á móti sýktum hreinlega hjákátlegur, rétt eins og önnur viðbrögð íslenskra sóttvarnaryfirvalda. Inga segist þannig ekki hafa neina trú á daglegum fundum almannavarna um varnir og viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Það þurfi að grípa til aðgerða, ekki fundahalda. „Hvurslags eiginlega rugl er þetta, þó svo þau fundi fimm sinnum á dag þá munu þau ekki átta sig á því hvernig veiran er að vinna,“ segir Inga. Aðspurð hvort hún treysti ekki mati sóttvarnalæknis á aðstæðunum sem upp eru komnar svarar Inga afdráttarlaust: „Nei, það geri ég ekki. Bara hreint og klárt nei.“ Fyrirhyggja, ekki hræðsluáróður Hún segist alveg viðbúin því að vera ásökuð um innistæðulausan hræðsluáróður - „þá bara so be it,“ segir Inga. „Það getur ekki flokkast sem hræðsluáróður ef maður ætlar að sýna fyrirhyggju. [...] Ég væri til í að fara í gapastokkinn á Austurvelli ef það þýddi að við fengjum þann dásamlega bónus að vera ein af fáum þjóðum veraldar sem slyppum við veiruna. Við gætum það ef stjórnvöld myndu taka af skarið.“ Spjall Harmageddon við Ingu Sæland má heyra hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Harmageddon Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55