Aðalsteinn nýr ríkissáttasemjari Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:35 Aðalsteinn Leifsson hefur verið aðstoðarsáttasemjari frá því í byrjun árs 2019. ríkissáttasemjari Aðalsteinn Leifsson, framkvæmdastjóri hjá EFTA og aðstoðarsáttasemjari, er nýr ríkissáttasemjari. Félags- og barnamálaráðherra taldi hann hæfastan til starfsins, en ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var í aðdraganda ráðningarinnar taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa. Helga Jónsdóttir, sem hefur verið settur ríkissáttasemjari síðan Bryndís Hlöðversdóttir lét af störfum um áramót, mun gegna embætti ríkissáttasemjara þar til Aðalsteinn tekur við starfinu þann 1. apríl næstkomandi. Ráðningarferlið þótti langt, staða ríkissáttasemjara var auglýst laus til umsóknar 5. desember og var umsóknarfrestur til og með 20. desember. Alls bárust sex umsóknir en einn dró umsókn sína til baka á síðari stigum. Félagsmálaráðherra skipaði ráðgefandi hæfnisnefnd sem í áttu sæti skrifstofustjóri ráðuneytis hans, Drífa Snædal forseti ASÍ og Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins. Nefndin taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa og skilaði nefndin tillögum sínum þann 27. janúar síðastliðinn. „Það er mat félags- og barnamálaráðherra að af þessum þremur einstaklingum uppfylli Aðalsteinn Leifsson best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem skipaður verður í embættið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um skipun Aðalsteins og ferill hans rakinn. Það er gert með neðangreindum hætti: Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edinburgh Business School / Herriot Watt University í október 2004. Auk þess hefur hann lokið MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá stundaði hann doktorsnám í samningatækni hjá Greneoble Ecole de Management samhliða vinnu á árunum 2016-2018. Frá því í janúar 2014 hefur Aðalsteinn leitt daglegan rekstur EFTA sem hefur starfstöðvar í Genf, Brussel og Luxemburg og tæplega eitt hundrað starfsmenn en í því starfi hefur meðal annars reynt á verkstjórn og forystuhæfileika Aðalsteins, oft og tíðum við krefjandi aðstæður.Einnig hefur hann leitt skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA. Samhliða starfi sínu hjá EFTA hefur Aðalsteinn starfað sem lektor við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hefur meðal annars kennt samningatækni og lausn deilumála í MBA námi og í meistaranámi innan hinna ýmsu deilda skólans. Í framangreindri kennslu, við ráðgjöf og í nýlegri bók sinni sem og samningaviðræðum almennt hefur Aðalsteinn lagt áherslu á traust, heiðarleika, opin samskipti og gagnkvæman ávinning. Þá hefur Aðalsteinn, eins og áður er nefnt, starfað sem aðstoðarríkissáttasemjari frá því í byrjun árs 2019 vegna samninga á almennum vinnumarkaði og hefur hann veitt embættinu liðsinni og verið til ráðgjafar auk þess að sitja fundi með samningsaðilum þar sem meðal annars hefur reynt á hæfni hans í mannlegum samskiptum. Aðalsteinn hefur því víðtæka þekkingu og reynslu á samningamálum en auk fræðilegrar þekkingar hefur hann reynslu af þátttöku í samningaviðræðum, kennslu í samningatækni, ráðgjöf við samningsaðila og aðstoð við deiluaðila við að bæta samskipti en allt er þetta reynsla og þekking sem talin er mikilvæg þegar kemur að því að skipa í embætti ríkissáttasemjara. Í ljósi framangreinds er það mat félags- og barnamálaráðherra að Aðalsteinn sé best til þess fallin, af þeim umsækjendum sem framangreind nefnd taldi hæfasta til að gegna embætti ríkissáttasemjara, til að annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Kjaramál Vistaskipti Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, framkvæmdastjóri hjá EFTA og aðstoðarsáttasemjari, er nýr ríkissáttasemjari. Félags- og barnamálaráðherra taldi hann hæfastan til starfsins, en ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var í aðdraganda ráðningarinnar taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa. Helga Jónsdóttir, sem hefur verið settur ríkissáttasemjari síðan Bryndís Hlöðversdóttir lét af störfum um áramót, mun gegna embætti ríkissáttasemjara þar til Aðalsteinn tekur við starfinu þann 1. apríl næstkomandi. Ráðningarferlið þótti langt, staða ríkissáttasemjara var auglýst laus til umsóknar 5. desember og var umsóknarfrestur til og með 20. desember. Alls bárust sex umsóknir en einn dró umsókn sína til baka á síðari stigum. Félagsmálaráðherra skipaði ráðgefandi hæfnisnefnd sem í áttu sæti skrifstofustjóri ráðuneytis hans, Drífa Snædal forseti ASÍ og Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins. Nefndin taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa og skilaði nefndin tillögum sínum þann 27. janúar síðastliðinn. „Það er mat félags- og barnamálaráðherra að af þessum þremur einstaklingum uppfylli Aðalsteinn Leifsson best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem skipaður verður í embættið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um skipun Aðalsteins og ferill hans rakinn. Það er gert með neðangreindum hætti: Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edinburgh Business School / Herriot Watt University í október 2004. Auk þess hefur hann lokið MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá stundaði hann doktorsnám í samningatækni hjá Greneoble Ecole de Management samhliða vinnu á árunum 2016-2018. Frá því í janúar 2014 hefur Aðalsteinn leitt daglegan rekstur EFTA sem hefur starfstöðvar í Genf, Brussel og Luxemburg og tæplega eitt hundrað starfsmenn en í því starfi hefur meðal annars reynt á verkstjórn og forystuhæfileika Aðalsteins, oft og tíðum við krefjandi aðstæður.Einnig hefur hann leitt skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA. Samhliða starfi sínu hjá EFTA hefur Aðalsteinn starfað sem lektor við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hefur meðal annars kennt samningatækni og lausn deilumála í MBA námi og í meistaranámi innan hinna ýmsu deilda skólans. Í framangreindri kennslu, við ráðgjöf og í nýlegri bók sinni sem og samningaviðræðum almennt hefur Aðalsteinn lagt áherslu á traust, heiðarleika, opin samskipti og gagnkvæman ávinning. Þá hefur Aðalsteinn, eins og áður er nefnt, starfað sem aðstoðarríkissáttasemjari frá því í byrjun árs 2019 vegna samninga á almennum vinnumarkaði og hefur hann veitt embættinu liðsinni og verið til ráðgjafar auk þess að sitja fundi með samningsaðilum þar sem meðal annars hefur reynt á hæfni hans í mannlegum samskiptum. Aðalsteinn hefur því víðtæka þekkingu og reynslu á samningamálum en auk fræðilegrar þekkingar hefur hann reynslu af þátttöku í samningaviðræðum, kennslu í samningatækni, ráðgjöf við samningsaðila og aðstoð við deiluaðila við að bæta samskipti en allt er þetta reynsla og þekking sem talin er mikilvæg þegar kemur að því að skipa í embætti ríkissáttasemjara. Í ljósi framangreinds er það mat félags- og barnamálaráðherra að Aðalsteinn sé best til þess fallin, af þeim umsækjendum sem framangreind nefnd taldi hæfasta til að gegna embætti ríkissáttasemjara, til að annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar.
Kjaramál Vistaskipti Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira