Akfeit ugla send í megrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2020 10:54 Uglan bústna. Mynd/Uglusetur Suffolk. Það getur verið erfitt að standast freistingar og svo virðist sem það eigi ekki síður við uglur en menn ef marka má nýlegt dæmi frá Bretlandi. Þar fannst ugla í skurði sem átti erfitt með að hefja sig á loft. Þeir sem fundu ugluna töldu hana vera slasaða en uglan var blaut og hrakin. Var henni í snarhasti komið til uglusetursins í Suffolk í austurhluta Englands. Eftir búið var að hlúa að uglunni, þurrka hana og hugsa vel um kom í ljós að henni gekk afar illa að fljúga. Því næst var athugað hvort uglan hafi verið gæludýr en svo reyndist ekki vera, í það minnsta fúlsaði hún við þekktum fuglamat sem gæludýrum í fljúgandi formi er jafnan gefið. „Við rannsökuðum hana í bak og fyrir og komumst að því að það var ekkert að henni nema það að hún var alveg í einstakri yfirvigt. Hín var mjög, mjög bústin og blaut,“ sagði Rufus Samkin í samtali við CNN sem fjallaði um raunir hinnar akfeitu uglu. Sagði hann að þekkt væri að uglur ættu erfitt með að fljúga væru þær of blautar en að þessi tiltekna hafi ekki getað flogið, óháð því hvort hún væri blaut eða þurr. „Hún var þriðjungi þyngri en hin venjulega ugla sem kemur hingað, þannig að hún var umtalsvert stærri,“ að sögn Samkin sem bætti við að mikil fita hafði safnast saman á kvið uglunnar og á læri hennar. En hvað var það sem olli því að uglan var svona bústin? „Þegar við könnuðum málið nánar þá kom í ljós að þar sem hún fannst var allt morandi í villtum músum. Þetta hefur verið gott ár fyrir ránfugla og þannig að ég tel að að hún hafi bara einfaldlega látið of mikið eftir sér, orðið mjög feit þannig að hún festist í skurðinumi og gat ekki flogið,“ sagði Samkin. Allt er þó gott sem endar vel. Uglan var sett á tveggja vikna megrunarkúr áður en að henni var sleppt á nýjan leik. Bretland Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Það getur verið erfitt að standast freistingar og svo virðist sem það eigi ekki síður við uglur en menn ef marka má nýlegt dæmi frá Bretlandi. Þar fannst ugla í skurði sem átti erfitt með að hefja sig á loft. Þeir sem fundu ugluna töldu hana vera slasaða en uglan var blaut og hrakin. Var henni í snarhasti komið til uglusetursins í Suffolk í austurhluta Englands. Eftir búið var að hlúa að uglunni, þurrka hana og hugsa vel um kom í ljós að henni gekk afar illa að fljúga. Því næst var athugað hvort uglan hafi verið gæludýr en svo reyndist ekki vera, í það minnsta fúlsaði hún við þekktum fuglamat sem gæludýrum í fljúgandi formi er jafnan gefið. „Við rannsökuðum hana í bak og fyrir og komumst að því að það var ekkert að henni nema það að hún var alveg í einstakri yfirvigt. Hín var mjög, mjög bústin og blaut,“ sagði Rufus Samkin í samtali við CNN sem fjallaði um raunir hinnar akfeitu uglu. Sagði hann að þekkt væri að uglur ættu erfitt með að fljúga væru þær of blautar en að þessi tiltekna hafi ekki getað flogið, óháð því hvort hún væri blaut eða þurr. „Hún var þriðjungi þyngri en hin venjulega ugla sem kemur hingað, þannig að hún var umtalsvert stærri,“ að sögn Samkin sem bætti við að mikil fita hafði safnast saman á kvið uglunnar og á læri hennar. En hvað var það sem olli því að uglan var svona bústin? „Þegar við könnuðum málið nánar þá kom í ljós að þar sem hún fannst var allt morandi í villtum músum. Þetta hefur verið gott ár fyrir ránfugla og þannig að ég tel að að hún hafi bara einfaldlega látið of mikið eftir sér, orðið mjög feit þannig að hún festist í skurðinumi og gat ekki flogið,“ sagði Samkin. Allt er þó gott sem endar vel. Uglan var sett á tveggja vikna megrunarkúr áður en að henni var sleppt á nýjan leik.
Bretland Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira