Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. febrúar 2020 06:55 Frá Costa Adeje á Tenerife. Vísir/getty Uppfært klukkan 8:55: Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu. Þeir eru í fríi á Tenerife á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. Um þúsund manns eru nú í sóttkví á hóteli sem íslensku ferðaskrifstofurnar hafa hjá sér á skrá, að því er fram kemur í frétt staðarblaðs á Tenerife. Ekki er þó vitað til þess að neinir Íslendingar séu í sóttkví. Sá sem smitaðist af Covid19-veirunni er ítalskur læknir frá Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu sem gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða Covid-19 og er maðurinn í sóttkví á spítala. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Bæjarblaðið Diario de Avisos heldur því síðan fram að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld sett rúmlega þúsund ferðamenn á hótelinu H10 Costa Adeje Palace í sóttkví vegna málsins, en maðurinn hafði gist á því hóteli. Ekki verið með farþega á hótelínu síðan í febrúar Samkvæmt heimasíðu Heimsferða, Úrvals Útsýnar og Vita er H10 Costa Adeje Palace-hótelið eitt af þeim sem í boði eru fyrir Íslendinga sem ferðast til eyjarinnar. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða segir í svari við fyrirspurn Vísis að enginn á vegum ferðaskrifstofunnar sé nú á hótelinu. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Tvö tilfelli Covid19-veirunnar hafa nú greinst á Kanaríeyjum. Þá hefur fjöldi tilfella greinst á Ítalíu, alls 229, og hefur sóttvarnalæknir mælst gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt héruðin ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:21. Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira
Uppfært klukkan 8:55: Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu. Þeir eru í fríi á Tenerife á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. Um þúsund manns eru nú í sóttkví á hóteli sem íslensku ferðaskrifstofurnar hafa hjá sér á skrá, að því er fram kemur í frétt staðarblaðs á Tenerife. Ekki er þó vitað til þess að neinir Íslendingar séu í sóttkví. Sá sem smitaðist af Covid19-veirunni er ítalskur læknir frá Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu sem gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða Covid-19 og er maðurinn í sóttkví á spítala. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Bæjarblaðið Diario de Avisos heldur því síðan fram að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld sett rúmlega þúsund ferðamenn á hótelinu H10 Costa Adeje Palace í sóttkví vegna málsins, en maðurinn hafði gist á því hóteli. Ekki verið með farþega á hótelínu síðan í febrúar Samkvæmt heimasíðu Heimsferða, Úrvals Útsýnar og Vita er H10 Costa Adeje Palace-hótelið eitt af þeim sem í boði eru fyrir Íslendinga sem ferðast til eyjarinnar. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða segir í svari við fyrirspurn Vísis að enginn á vegum ferðaskrifstofunnar sé nú á hótelinu. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Tvö tilfelli Covid19-veirunnar hafa nú greinst á Kanaríeyjum. Þá hefur fjöldi tilfella greinst á Ítalíu, alls 229, og hefur sóttvarnalæknir mælst gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt héruðin ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:21. Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17