Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 13:42 Teikning af Assange í réttarsal í morgun. AP/Elizabeth Cook Réttarhöld um hvort að framselja eigi Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, hófust í Bretlandi í morgun. Lögmaður Bandaríkjastjórnar sakaði Ástralann um að vera ótýndur glæpamaður sem hefði stefnt lífi fjölda fólks í hættu með birtingu á leynilegum skjölum. Bandaríkjastjórn krefst þess að Bretland framselji Assange sem er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. James Lewis, lögmaður Bandaríkjastjórnar, færði rök fyrir því að framselja bæri Assange vegna þess að hann hefði teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Assange sé ekki ákærður fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. „Það sem herra Assange virðist verja með vísun í tjáningarfrelsi er ekki birting leynilegs efnis heldur birting á nöfnum heimildarmanna, nöfnum fólks sem setti sjálft sig í hættu til að aðstoða Bandaríkin og bandamenn þeirra,“ sagði Lewis Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði þurft að gera hundruðum manna viðvart eftir uppljóstranir Wikileaks og flytja hefði þurft suma úr landi. Heimildmenn sem voru nafngreindir í skjölum sem Wikileaks gerði aðgengileg öllum hafi í kjölfarið horfið þó að ekki væri hægt að sýna fram á að það hefði verið vegna birtingar Wikileaks á skjölunum. Niðurstaða ekki fyrr en í vor Assange hefur haldið því fram að skjölin hafi sýnt fram á misgjörðir Bandaríkjahers, þar á meðal hvernig bandarískir hermenn hafi fellt óbreytta borgara og fréttamenn í Bagdad árið 2007. Blaðamanna- og mannréttindasamtök hafa lýst yfir stuðningi við Assange og sagt málaferlin gegn honum hrollvekjandi fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi. Lögmenn Assange segja að hann sé fórnarlamb pólitískra ákæra. Niðurstöðu í framsalsmálinu er ekki að vænta strax. Því verður brátt frestað fram í maí. Þá hefur dómari ætlað lögmönnum þrjár vikur til að færa rök fyrir máli sínu. Úrskurði dómarinn Bandaríkjastjórn í vil þarf innanríkisráðherra Bretlands að veita samþykki sitt framsalinu. Assange gæti enn skotið máli sínu til tveggja æðri dómstiga í Bretlandi. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur þar. Assange var upphaflega handtekinn á Bretlandi vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð árið 2010. Hann neitaði að fara til Svíþjóðar af ótta við framsal til Bandaríkjanna. Á meðan Assange gekk laus gegn tryggingu í Bretlandi leitaði hann á náðir sendiráðs Ekvadors í London þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hafðist hann þar við í sjö ár þar til honum var vísað þaðan út í apríl í fyrra og var handtekinn. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Réttarhöld um hvort að framselja eigi Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, hófust í Bretlandi í morgun. Lögmaður Bandaríkjastjórnar sakaði Ástralann um að vera ótýndur glæpamaður sem hefði stefnt lífi fjölda fólks í hættu með birtingu á leynilegum skjölum. Bandaríkjastjórn krefst þess að Bretland framselji Assange sem er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. James Lewis, lögmaður Bandaríkjastjórnar, færði rök fyrir því að framselja bæri Assange vegna þess að hann hefði teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Assange sé ekki ákærður fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. „Það sem herra Assange virðist verja með vísun í tjáningarfrelsi er ekki birting leynilegs efnis heldur birting á nöfnum heimildarmanna, nöfnum fólks sem setti sjálft sig í hættu til að aðstoða Bandaríkin og bandamenn þeirra,“ sagði Lewis Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði þurft að gera hundruðum manna viðvart eftir uppljóstranir Wikileaks og flytja hefði þurft suma úr landi. Heimildmenn sem voru nafngreindir í skjölum sem Wikileaks gerði aðgengileg öllum hafi í kjölfarið horfið þó að ekki væri hægt að sýna fram á að það hefði verið vegna birtingar Wikileaks á skjölunum. Niðurstaða ekki fyrr en í vor Assange hefur haldið því fram að skjölin hafi sýnt fram á misgjörðir Bandaríkjahers, þar á meðal hvernig bandarískir hermenn hafi fellt óbreytta borgara og fréttamenn í Bagdad árið 2007. Blaðamanna- og mannréttindasamtök hafa lýst yfir stuðningi við Assange og sagt málaferlin gegn honum hrollvekjandi fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi. Lögmenn Assange segja að hann sé fórnarlamb pólitískra ákæra. Niðurstöðu í framsalsmálinu er ekki að vænta strax. Því verður brátt frestað fram í maí. Þá hefur dómari ætlað lögmönnum þrjár vikur til að færa rök fyrir máli sínu. Úrskurði dómarinn Bandaríkjastjórn í vil þarf innanríkisráðherra Bretlands að veita samþykki sitt framsalinu. Assange gæti enn skotið máli sínu til tveggja æðri dómstiga í Bretlandi. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur þar. Assange var upphaflega handtekinn á Bretlandi vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð árið 2010. Hann neitaði að fara til Svíþjóðar af ótta við framsal til Bandaríkjanna. Á meðan Assange gekk laus gegn tryggingu í Bretlandi leitaði hann á náðir sendiráðs Ekvadors í London þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hafðist hann þar við í sjö ár þar til honum var vísað þaðan út í apríl í fyrra og var handtekinn.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36